Fyrir þá sem að nota heimasíðurnar www.airbnb.com og www.couchsurfing.com þekkja það eflaust að það er óskrifuð regla að gefa litla gjöf í þakklætisskyni til þann sem er að hýsa ykkur. Það erfiða við það er kúnstin við að kaupa eitthvað sniðugt. Hér fyrir neðan verða listaðir hlutir sem mér finnst tilvalið að gefa og ekki plássfrekir í ferðina:

1. OMNOM SÚKKULAÐI

Omnom súkkulaðið er einnig fallegt fyrir augað

Eitt vinsælasta súkkulaði okkar Íslendinga nú til dags og hefur unnið heilan helling af verðlaunum fyrir framúrskarandi og bragðgott súkkulaði. Platan kostar 1.000 krónur í Leifsstöð og er svo sannarlega hverja krónu virði. Ég mæli með bleikfjólubláu plötunni með lakkrís og sjávarsalti. Hún er lygilega góð.

2. ÍSLENSKT KLINK

Íslenskt klink – Þó ótrúlegt megi virðast finnst hostum (eiginlega) alltaf gaman að fá íslendinga til sín. Við erum öðruvísi þjóð og höfum okkar sérstöðu á þessari eyju. Prufið að gefa þeim 100 krónur eða eitthvað klink og hvetjið þau til þess að koma í heimsókn til Íslands. Þeim mun finnast það mjög dýrmætt!

3. HRAUN/ASKA ÚR EYJAFJALLAJÖKLI

Jú þessi klisja verður að fylgja. En það vita svo margir í heiminum af þessu eldgosi og það er solid ice-breaker að byrja tala um þetta fjall. Það er hægt að nálgast hraun og/eða ösku í hvaða ,,túristabúðum” sem er hér á landi.

4. MINITURE FLÖSKUR AF ÍSLENSKU ÁFENGI

Deilið því með þeim að brennivín og mjólk fara rosalega vel saman og smakkast alveg eins og ein vinsælasti bakarísmatur Íslands; Kringla! 

Tópas, ópal, brennivín. Þetta er plásslítil og ódýr(!) gjöf og slær alltaf í gegn. Litlar flöskur af íslenskum spíra. Steinliggur og alltaf tilboð á þeim í DutyFree eða 299 krónur. Gjöf en ekki gjald.

5. SALTVERK

Vörurnar frá SALTVERK eru afskaplega fallegar og sniðugar. Þær eru að vísu í dýrari kantinum en engu að síður frábær gjöf. Fæst í flugvélum Wow air meðal annars!

5. TÓPAS/ÓPAL

Ef að þið viljið ekki taka sénsinn á að ferðast með litlar áfengisflöskur þá er ekkert mál að kaupa bara pakka af tópas/ópal og gefa hostunum. Það slær alltaf í gegn.

6. STJÖRNURÚLLUR

Útlendingum finnst lakkrísinn okkar oftar en ekki ógeðslegur. En það er bara svo gaman að sjá þau smakka hann! Stjörnurúllur eru hræódýrar og fyrirferðalitlar.

7. MYNDIR AF NÁTTÚRUUNDUM Á ÍSLANDI

Þau forréttindi að vera frá Íslandi eru þau að allir eru svo forvitnir um landið. Búið þið í snjóhúsum? Er dorgun aðal tekjuinnkoman innar? Notið þið hunda og sleða til þess að ferðast á milli? og svo framvegis. Ég mæli með að þið kaupið póstkort af Íslandi, t.d. af norðurljósunum, Kerinu, Geysi, Jökulsárlóni, Eyjafjallajökli, Bárðabungu eða hvað sem er og gefið þeim. Þarf ekki að vera dýrt. Það er líka hægt að taka mynd sjálfur og framkalla og gefa. Persónulegt og extra fyrirferðalítið. En ég meina… Instagram er búið að selja Ísland helling… þó er falleg ljósmyndabók aldrei slæm hugmynd.

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.