Prófaðu nýja íþrótt

Hefur þig alltaf langað til að prófa að sörfa, fjallahjóla, skíða eða læra að stökkva úr flugvél? Þegar maður ferðast þá opnast ýmsar dyr fyrir manni um að prófa allskonar sport sem við þekkjum kannski ekki endilega á Íslandi en eru mjög vinsæl annarsstaðar. Sumir taka nýju áhugamálin sín heim, aðrir skilja þau eftir í minningunni. Ég tók sörfið mitt og köfunina heim frá Ástralíu og þó það sé aðeins öðruvísi að sörfa og kafa hér en t.d. í Ástralíu eða heitari löndum þá er það samt sem áður alveg jafn áhugavert og skemmtilegt og ef ekki bara betra stundum! Ég get samt alveg sagt að ef ég hefði ekki ferðast um heiminn þá hefði ég líklegast aldrei kolfallið fyrir hafinu og öllu sem því fylgir!

Ferðastu á eigin vegum

Að ferðast einn getur opnað svo margar gáttir fyrir mann, bæði á veraldlega og andlega. Ég hef alveg elskað það að vera ferðast ein og ég hef líka hatað það! Það fer smá eftir því hvert maður er að fara og hversu viðbúinn og opinn maður er. Ég mæli með því að hafa ferðaplanið opið og óháð bókunum svo hægt sé að gera fyrirvararlausar breytingar ef þú ert að fara ferðast einn vegna þess að þú veist aldrei í hvaða ævintýrum þú lendir og hvaða fólki þú kynnist. Einn daginn ertu kannski bara að fá þér drykk á hostel barnum með random fólki og svo næsta dag ertu lagður af stað í ferðalag með sama fólki sem hafa orðið vinir þínir. Ef þú vilt vera meira prívat þá er alveg hægt að fá sér prívat herbergi á mörgum hostelum en ég mæli með hostelum því þau eru bara 100% félagslegri en hótel eða Airbnb valkostir.

Gerðu eitthvað sem hræðir þig

Farðu út fyrir þægindahringinn. Sumt sem maður gerir gerir maður kannski bara einu sinni eða tvisvar. Eins og að stökkva fram af kletti eða úr flugvél. Ég á hins vegar enn eftir að koma mér í það að fríkafa og það er ákveðinn ótti sem ég hef varðandi það að halda niðri í mér andanum á margra metra dýpri. En ég hef sett mér það markmið að læra fríköfun áður en ég verð þrítug!

Farðu í skvísu- eða gauraferð

Vitið það, ég hef farið í nokkur mjög góð ferðalög með bestu vinkonu minni en allur vinkonuhópurinn minn hefur enn ekki slegið sér saman og farið í eina allsherjar skvísuferð! Ég veit ekki alveg hvað er að okkur því við erum allar dottnar yfir 25 ára múrinn og þurfum að fara spýta í lófana því nú er ein að fara eignast baby og svo bætist líklega bara í barnaflóðið og þá verður erfiðara að finna tíma þar sem allar geta komist en auðvitað er alltaf hægt að fara í skvísu- eða gauraferð… það breytist bara smá eftir því sem maður verður eldri. Draumurinn minn er allavega að fara í slíkar ferðir á 2-3 ára fresti – það væri alveg toppnæs.

Prófaðu að búa erlendis

Það er fátt annað sem dregur mann jafn mikið út fyrir þægindaramman og að flytja til útlanda! Það er margt í boði, eins og að vinna á skíðasvæðum, vera freelance hönnuður í fjarlægu landi, fara út í nám eða skiptinám, vera Au-Pair eða hreinlega bara vinna á kaffihúsi eða í ferðaþjónustu. Sumir finna sig erlendis og sjá sig ekki setjast að á Íslandi, enn aðrir finna sig kunna að meta föðurlandið betur því það er svo margt sem er gott hjá okkur hérna heima þó svo margt mætti betur fara. Ég er ein af þeim sem ætlaði sko ekki að búa á Íslandi, en svo var alltaf þetta aðdráttarafl sem togaði mig aftur heim. Það er ótrúlega gott og gefandi að prófa þetta og ég mæli algjörlega með því að allir sem hafa tök á prófi það!

Farðu ótroðnar slóðir

Það er eitthvað við það að fara á slóðir sem ekki margir hafa áður komið til, eru ekki eins þekktir áfangastaðir fyrir ferðamenn og eru að einhverju leyti ósnortnir. Þeim fækkar stöðugt með hverju árinu þannig ef það heillar þig að vera ein í heiminum á einhverjum undursamlegum stað, þá ættirðu fara drífa í því að finna þitt “off the beaten path” getaway!

Lærðu að drekka vín eins og sannur nautnaseggur

Ég hef ekki verið mikið í vínekruleiðöngrum, en mér finnst slíkt tilvalið fyrir pör og vinahópa. Talandi um ef maður er einhversstaðar þar sem framleitt er gott vín, þá á maður að sjálfssögðu að nýta sér það og sötra góð vín. Því fleiri þrúgur, því betra!

Grefstu fyrir um forsöguna þína

Ef þú átt rætur að rekja til framandi slóða þá er um að gera að fara til þeirra landa eiga DNA part í þér. Það er meira að segja hægt að láta greina DNA samsetninguna sína í dag og fá að vita nákvæmlega í prósentum hvaðan maður á rætur sínar að rekja, sem er svolítið kúl. Ég sá það samt bara á Facebook og veit ekkert hvort hægt sé að láta athuga þetta hérna á Íslandi né hvað það kostar! Sel þessar upplýsingar því ekki dýrari en ég keypti þær! En hvað þó heldur, ef þú átt augljóslega rætur að rekja til framandi slóða en veist ekki mikið um uppruna þinn þá hvet ég þig eindregið til þess að kanna hann!

Farðu á stóran íþróttaviðburð

Ég hef enn ekki látið verða af þessu en þetta er alveg ofarlega á mínum to-do lista fyrir þrítugt. Ég var smá súr að hafa hvorki átt pening, tíma, né miða til að taka þátt í Euro gleðinni í fyrra en minn tími mun koma! Ég trúi ekki öðru en að stemningin inn á svona stórum íþróttaviðburðum sé engri lík, því verða allir að prófa þetta einhverntíman á lífsleiðinni. Mér finnst legit að prófa þetta fyrir þrítugt.

Farðu á tónlistarhátíð

Það er eitthvað svo klikkað við tónlistarhátíðir. Gleðin, stemningin, hamingjan, tónlistin, áhyggjuleysið, núið… Bara allt saman! Tónlistarhátíðir láta mann oft gleyma stað og stund. Maður nýtur þess að vera til og hlusta á tónlist. Ég stend á þeirri skoðun að allir verði að prófa nokkrar svoleiðis fyrir þrítugt sem og eftir þrítugt. Bara ekki hætta að fara á tónleikahátíðir þótt þú eignist börn! Plís!

 

*Myndirnar sem notaðar eru í þessari færslu eru fengnar af Pinterest.

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.