HEIMABYGGÐ – nýtt uppáhalds kaffihús. Ferðalagsins virði.

Sólkysstir fjallatoppar, hvítar götur og frosinn pollurinn er eitthvað sem hefur kallað á mig síðustu daga; Ísafjörður – heim.
Hvað geri ég þá? -Nú ég dröslast snemma á fætur og tek “fyrri vélina” til Ísafjarðar og amma sækir.

Örlítil seinkun á flugi varð til þess að við lentum ekki fyrr en rúmlega 12, mátulega í hádegismat á nýja uppáhalds kaffihúsinu mínu, Heimabyggð.

Ef ég á að vera hreinskilin hefur instagrammið þeirra mikinn þátt í að ég hafi loksins skottast heim – mmmmmmmm 

Jæja, beinustu leið á Heimabyggð – vegan matseðill, keto í boði og eigendurnir sjálf á bakvið afgreiðsluborðið.

Súpa dagsins er hin allra girnilegasta tómatsúpa með Örnu sýrðum rjóma og hunangi fyrir þá sem vilja. Lifehackið er svo að bæta við steiktum sveppum og vegan-mayo á brauðsneiðina sem fylgir súpunni fyrir litlar 500kr.

namm! 

Punkturinn yfir i-ið var síðan súrdeigs-oreo-kleinuhringir í desert.
Hvurslags bull og vitleysa! Klárlega flugsins virði. Ég get ekki beðið eftir að fara í hádeginu á morgun!!

Eigendurnir Lísbet og Gunnar hafa svo gert mikið fyrir bæinn okkar með því að bjóða uppá umhverfisvænar og sjálfbærar vörur – margnota pokar, rör, sápustykki og uppþvottabusta.

Gull og gersemar á Ísafirði.

Íris
instagram

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.