1.Geymdu kokteildrykkju úr fötu þangað til eftir miðnætti

Þetta er líklega besta heilræðið sem ég get gefið þér. Það er hundfúlt að vera ofur pumpaður fyrir Full Moon, þamba í sig tveimur fötum af vodka redbull og vakna grunlaus við sólarupprás á ströndinni mörgum tímum síðar. Ef þú vilt muna eftir kvöldinu þá skaltu halda þig við eina fötu og fáðu þér hana eftir miðnætti, og drekktu hægt.

2. Slepptu dópinu

Án þess að ég hafi nokkra reynslu þá veit ég að það er ekkert rosalega erfitt að nálgast eiturlyf á Full Moon. En ég get hinsvegar fullvissað þig um að það er MJÖG varhugavert að kaupa eiturlyf af ókunnugum jafnt sem kunnugum. Það getur kostað þig heimförina og háar fjárhæðir að hafa þesskonar eiturlyf í fórum sínum, í versta tilfelli er hægt að fá dauðarefsingu ef þú ert gripinn. Lögreglan í Taílandi er afar hörð hvað þetta varðar og sleppir þér ekki auðveldlega ef þú kemur þér í klandur. Vertu vitur.

@Daniel Grosvenor Flikr

Lesa einnig:  Lærðu að kafa í Taílandi

3. Ekki sippa í eldsippubandinu…

Nema þú sért í gallabuxum, langerma jakka og lokuðum skóm… og allsgáð/ur. Í alvörunni. Fólk er að skaðbrenna sig á sippubandinu því það er í fyrsta lagi, öfurölvað og í öðru lagi, óvant því að sippa yfir logandi sippuband. Smá feilspor getur kostað þig nokkrar heimsóknir á spítala, heilu dagana í sólbaði eða þaðan af verra.

@Roberto Trm Flikr

4. Láttu ylvolgan sjóinn eiga sig

Það er mjög freistandi að vera með tærnar ofan í ylvolgum sjónum við sólarupprás eftir sjúkt Full Moon kvöld. Það er ekki bara hætta á því að þú drepist áfengisdauða hálfvegis ofan í sjónum og hann drekkir þér við sjávarmálshækkun, þá er annað sem allir virðast gera á Full Moon. Þá meina ég bókstaflega allir gefa sér það bessaleyfi að nota hafið sem einkasalerni á meðan skemmtuninni stendur. Ef þér finnst sexí að stinga fótunum ofan í klósettskálina heima hjá þér þá ætti það að vera jafn eðlilegt að ganga út í hafið á Full Moon.

@Scott Hadfield Flikr

5. Skildu verðmætin eftir heima

Það er freistandi að taka snjallsímann eða myndavélina með til að geta fest nóttina á filmu, en treystu mér, það eru 90% líkur á því að þú verðir of full/ur og týnir verðmætunum eða að einhver snjall vasaþjófur ræni þeim af þér. Ef þú ert að pæla í því hvort þú eigir að taka vegabréfið með þér þá er svarið hátt og snjallt: NEI. Annars er gott og gillt að taka myndavélina með ef þú ætlar bara að taka myndir án þess að drekka 😉

@Roslyn Flikr

Lesa einnig: Songkran hátíðin í Taílandi: Landlægt vatnsstríð!

6. Vertu í lokuðum skóm

Ég veit alveg hvað þú ert að hugsa. Lokuðum skóm? Til hvers? Sandurinn er einfaldlega ekki hættulaus. Þegar líða fer á nóttina fara flöskur að brotna og táfrjálsir einstaklingar á röngum stað á röngum tíma enda upp á slysó, það er bara þannig. Einnig týnist yfirleitt annar sandallinn ef þú ert í opnum flip flops. Það er ekkert voðalega töff að vera bara í einum skó. Níþröngir converse eru því ball-in.

@Roslyn Flikr

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.