Halong Bay: Partýsigling fyrir allan peninginn!
Mjög skemmtileg sigling. Eitt var að leiðsögumaðurinn var mjög fullur með okkur. Ef eitthvað hefði komið upp á þá veit ég ekki alveg hvað hefði gerst.
Skemmtun95%
Aðbúnaður og öryggi55%
Matur75%
Verð80%
Það sem var gott
  • Mjög mikil skemmtun
  • Fjölbreytt
  • Fallegt svlði
Það sem hefði mátt betur fara
  • Öryggi ábótavant
  • Leiðsögumaðurinn var hauslaus
  • Partýsiglingin hefði mátt vera daginn eftir eyjuna því við vorum allt of þunn á eyjunni til að gera nokkurn skapaðan hlut
76%Partýsigling í Víetnam

Halong Bay flóinn í Víetnam er eitt af sjö undrum veraldar og ekki af ástæðulausu, því hann er undurfagur!

Tugir siglinga eru í boði fyrir þá sem vilja ólmir heimsækja flóann en við hjá Gekkó mælum með túrnum sem Hanoi Backpackers bjóða upp á: HA LONG BAY AND CASTAWAYS ISLAND – 2 NIGHT 3 DAYS. Tveggja nátta og þriggja daga sigling. Hann er sérstaklega sniðinn fyrir bjórþyrsta bakpokaferðalanga. Það er hægt að taka eina nótt og tvo daga en þá er ekki stoppað á afskekktri eyju sem ber heitið Castaway Island og er staðsett einhversstaðar í miðjum flóanum, í lengri pakkanum er gist þar eina nótt. Þeir sem taka styttri pakkann missa af eyjunni.

Haldið er af stað frá Hanoi eldsnemma morguns frá Hanoi Backpacker’s Hostel of við tekur 3 tíma rútuferð út að aðalbryggju Halong Bay. Síðan er komið að sjóræningjaskipi sem er verður fararskjóti manns í flóann.

Fararstjórarnir í þessum ferðum eru atvinnudjammarar og leyfa engum að lifa ferðina af án þess að missa dash af sjálfsvirðingu. Þeir eru því með nokkrar reglur sem eru afar einfaldar en eftir því sem soparnir verða fleiri og líða fer á nóttina, þá verður æ erfiðara að fylgja þessum tilsettu reglum:

  1. Alls ekki klifra upp á stöngina, sama hversu full eða fullur þú ert þá er það stranglega bannað.
  2. Ekki stökkva í sjóinn að nóttu til. Sama hversu ölvuð eða ölvaður þú ert. Engin sjóhopp á næturnar. 
  3. Það er STRANGLEGA bannað að drekka bjórinn með hægri hendi. Ef þú ert staðinn að verki brjóta þessa reglu kallar vitnið eða vitnin BUFFALO og þú þarft að tjugga allan bjórinn, sama hversu mikið er eftir í honum. Engin miskunn er gefin frá þessari tilsettu reglu.

Það er alls ekkert erfitt að verða sér síðan úti um annan bjór en það nægir að kalla BÉ BÉ (Bjór Bjór) og þjónninn á skipinu kemur með hann til þín færandi hendi. Þótt það virðist ekkert erfitt að fylgja síðustu reglunni þá er hún sú erfiðasta. Passaðu þig.

Þessi túr er þó ekki einungis djamm, því þessi ferð býður einnig upp á kayak ferð þar sem farið er að skoða lítið sjávarþorp og helli í grendinni , síðan er í boði að fara á wakeboard, stunda strandblak og klettaklifur. Svo má ekki gleyma upplifunninni sem fylgir því að njóta útsýnisins sem þessi fallegi flói býður upp á. Þá sérstaklega við sólarupprás og sólsetur! Það skemmtilegasta við þessa ferð er þó án efa fólkið sem í hana fer, en það eru ungmenni frá öllum heimshornum, að ógleymdnum stórskrítnum en samt stórskemmtilegum leiðsögumönnum.

 

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.