Hugleiðsla er ein öflugasta leiðin til að tengjast innsæinu þínu, róa og hreinsa hugann vera í hjartanu og fá nýjar hugmyndir og lausnir. Þegar þú stundar hugleiðslu verður þú sterkari sem einstaklingur og meira meðvituð um hver þú ert. Þú æfir þig í að leiða hugann þinn í stað þess að leyfa huganum að ráða og velja hugsanirnar þínar.

Þú getur hugleitt hvar og hvenar sem er og ekkert er eins öflugt eins og að hafa það mikla stjórn á huganum að þú getir komist í algjöra kyrrð innan um skarkala og læti. Í flugvél eða lest á ferðalagi þínu um heiminn færðu tækifæri til að kanna getu þína. Það er ekki víst að þér finnist auðvelt að vera í hugleiðslu fyrst til að byrja með því það er eins með hana eins og allt annað það þarf að æfa og æfa áður en þú finnur undursamlegu áhrifin sem hugleiðsla gefur.

Ef þú stundar hugleiðslu á ferðalagi þínu um heiminn munt þú taka betur eftir og njóta þess að sjá og upplifa. Meiri ró og innri friður draga úr streitu og áhyggjum og þú færð svo miklu meira útúr ferðalaginu ef þú stundar hugleiðslu. Þú hendir út öllu drasli úr huganum þessar neikvæðu niðurrífandi hugsanir sem valda vanlíðan áhyggjum eða kvíða. Þú notar hugleiðslu til að hreinsa hugann og þú getur bara rétt ímyndað þér hvað það er magnað að hafa pláss fyrir ferðalagið í hausnum. Já minningar og myndir geymast betur og þú manst ferðalagið þitt margfalt betur ef hugurinn er ekki stútfullur af drasli, í hugleiðslu ertu einfaldlega að rýma fyrir nýjum hugmyndum!

Lesa einnig: Láttu alheiminn grípa þig!

Ef þú ert að byrja að hugleiða mundu þá að hugleiðsla er æfing ekki eitthvað sem þú átt að geta eða kunna núna. Þú munt því örugglega finna að það er ekki eins auðvelt að vera í hugleiðslu eins og það hljómar. En það er allt í lagi og það besta sem þú gerir er að eyða ekki orku í að dæma það að þetta gangi ekki eins og í sögu fyrst til að byrja með. Þegar þú ert farin að geta setið í flugvél, lest á lestarstöð eða annars staðar þar sem það er mikið áreiti og hugleitt þá ertu búin að ná fullkomnu valdi á hugleiðslunni. Það eru til margar tegundir af hugleiðslu og gott að prófa sig áfram því það er ekki eitthvað eitt sem er réttara eða betra og kannski finnur þú uppá einhverju sem er hugleiðsla fyrir þér. En byrjum á einni einfaldri.

Hugleiðsluæfing fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

Sittu upprétt/ur með lokuð augun og hryggjarsúluna eða bakið eins beint og þú getur en þannig að þé rlíði vel og þú getir slakað á. ímyndaðu þér að það flæði ljós inní öfuðið frá kvirfli og niður eftir hryggjarsúlunni. Sjáðu fyrir þér þetta sljós skína hátt ofan af himni, eins og friðarsúlan og inní þig þar sem það róar þig, hlýjar þér og lætur þér líða vel.

Fylgstu með þessu ljósi skýna inní þig og finndu það magnast alveg þangað til að þér finnst þú vera ljósið. Þú og ljósið eruð eitt og það sama. Þú finnur frið vellíðan, athyglin þín er svo sterk á þessu ljósi að þú heyrir ekki lengur í því sem er að gerast í kringum þig.

Í hvert skipti sem þér finnst þú taka eftir einhverju í kringum þig þá segir þú við þig á rólegan og umhyggjusaman hátt: „ég ætla að setja athyglina betur hérna inn í ljósið“.

Lesa einnig: Ferðakvíði: að ferðast með nagandi samviskubit

Þetta er svipað og þegar þú ert í bíó alveg dolfallin að horfa á mynd svo allt í einu kemur hlé myndin stopar þú heyrir í öllu í kringum þig. Þú ætlar að einbeita þér að því að setja alla athyglina þína hugsun, hlustun, sýn á þetta ljós auk þess sem þú ætlar að finna fyrir ljósinu inní þér eða með þér.

Til að byrja með þarftu eflaust oft að segja þér að vera róleg/ur og halda bara áfram þó þér finnist þetta ekki vera að takast því það er eina leiðin til að ná tökum á þessu er að halda áfram. Þú getur valið áður en þú ferð í hugleiðslu hvað þú ætlar að vera lengi og fyrst eeru 6 mín alveg nóg, svo 11 mín síðan 21 mín og allt í einu getur þú verið í hugleiðslu í 30 mín með bros á vör.

Njóttu…

Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir hjálpar fólki að láta lífið rætast og það er engu líkara en hún noti galdra til þess því þeir sem fara í gegnum þerapíuna hennar “Læ

rðu að elska þig” segjast upplifa kraftaverk og magnaða hluti um leið.
Ósk elskar lífið og tilveruna o

g gerir lítið annað en að hafa gaman og njóta, hún vill hlæja í yoga tímum og brosa í hugleiðslu og skoppa um í léttum kjól á Balí þar sem hún býr um þessar mundir.

„Það er ekki hægt að hugsa sér betra starf en að gera lífið hjá fólki betra.  Í þerapíunni öðlast fólk meira sjálfstraust, áttar sig á hvað það elskar mest að gera, byggir upp jákvætt hvetjandi hugarfar, það fær skilning á hvernig við sjálf og alheimslögmálin virka í lífinu okkar. Losna við kvíða, verki og þunglyndi og læra að standa með sér, hlusta á hjartað og innsæjið svo eitthvað sé nefnt. Já stundum líður mér líka eins og ég sé að kenna fólki að galdra. Þvílík hamingja”“

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.