[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Þetta stórbrotna náttúrufyrirbæri er lyginni líkust. Ég er ekki frá því að maður fái smá vott af víðáttubrjálæði þegar maður upplifir að koma þangað. Ég var með brauðfætur allan tímann og trúði ekki hversu risastór þessi fjallagarður var í raun og veru. Hann nær jafn langt og augað eygir. Þegar ég og Stefán kærastinn minn vorum að ákveða hvað við ætluðum að sjá í Bandaríkjunum var þetta örugglega númer svona 2 á listanum. Ferðalagið var langt og strangt frá Vegas – en óboy – svo þess virði. Ferðin var ekki dýr og mjög auðvelt að finna ódýrar ferðir á netinu undir ‘Grand Canyon tours from Vegas’ – ef þið eruð að fara þaðan.

Það er eitt sem að ég mæli ekki með og það er að kaupa 15$ aðgangseyri að sjá mynd um Grand Canyon. Sparið ykkur frekar peninginn og slappið af í þessu húsi sem ykkur er skutlað í. Þetta er bara peningaplott.

Ég er hrifin af því að láta myndirnar tala. Ef þetta kveikir ekki útlandaþrána hjá einhverjum, þá veit ég ekki hvað gerir það! Myndirnar ná samt ekki að sýna hversu risastórt þetta er. Ég mæli með!

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response