Austur Grænland –  Dagsferð til KULUSUK

Eins og ég kom inn á í færslunni um suður-Grænland er ég dálítill Grælli í mér. Þar hef ég lifað og þrifist meira og minna frá árinu 2009. Suður Grænland og höfuðstaðurinn Nuuk eru þeir staðir sem ég bjó á og þekki hvað mest en í fyrra gerði ég mér dagsferð á austurströndina og hef síðan þá verið að kynna mér aðeins austur hluta Grænlands. Þann hluta Grænlands sem er nær okkur á Íslandi og er hvað auðveldast að heimsækja þar sem bein flugleið frá Íslandi er í boði með Air Iceland Connect. Flugið til Kulusuk er rétt tæpir tveir tímar.

Sum húsin eru alveg í niðurníðslu þótt að búið sé í þeim. Það er ekki óalgengt að sjá hunda fyrir utan eins og fyrir aftan þetta gula hús. (Afsakið Iphone 5 myndgæðin)

Þegar fólk kemst að því að ég hafi eytt stórum parti ævi minnar á Grænlandi er ég oftar en ekki spurð að því hvort ég hafi þá búið í Kulusuk. Einhvernveginn hefur Kulusuk stimplað sig inn hjá Íslendingum sem einhverskonar höfuðstaður Grænlands en raunin er þvert á móti. Kulusuk er lítið þorp á austurströndinni og þar búa um 250 manns. Þorpið er lítið og felur sig á milli stórra tignarlegra fjalla og ísjaka og stórbrotinnar náttúru. Hráa Grænlenska menningin breytist hægt á þessum slóðum og er það alveg sérstök upplifun að koma í heimsókn í þetta fallega þorp og mér fannst ég vera mjög velkomin, eins og allir hinir ferðamennirnir sem komu á sama tíma og ég. Hver og einn einasti íbúi sem ég mætti á götunum bauð mér góðan daginn eða brosti til mín sínu allra skærasta brosi.

Ég er með eitthvað agalegt blæti fyrir Grænlensku kaupfélagskeðjunni Pilersuesoq. Þar fæst ýmislegt sem ekki er fáanlegt annarsstaðar. Annaðhvort afþví það er svo agalega gamalt að byrgðirnar eru búnar allsstaðar nema í litlu þorpunum á Grænlandi eða afþví þau hafa aðgang að einhverjum lager sem engar aðrar búðir hafa aðgang að.
Anyhow, það er alltaf skemmtilegt að heimsækja þessi krúttlegu kaupfélög því þar fæst allt frá barnamat og pasta upp í riffla og gúmmíbáta. Ég hef reynt að temja mér það að versla alltaf eitthvað af heimamönnum til að skilja eitthvað eftir mig í samfélaginu.

Í Kulusuk er íka eitt það fallegasta safn sem ég hef heimsótt. Þar sem heimafólk getur selt handavinnuna sína, þjóðbúningar eru til sýnis sem og allskyns veiðibúnaður, gamall og nýlegri og allskyns Grænlenskir munir sem tengjast þeirra einstöku menningu og gömlum hefðum. Safnið er líka það lítið að það komast einungis um 5-7 manns inn í einu og gerir það upplifunina ennþá skemmtilegri. Yfir sumartímann er því oft heill hópur af fólki fyrir utan þegar ferðamenn koma og taka yfir bæinn.

Hér sést stór partur af safninu. Týpískur gamaldags veiðiklæðnaður í sitthvoru horninu og grænlenskar kayak árar á milli.

Ég fór í dagsferðina með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og fékk þannig að upplifa meira en ég hefði gert hefði ég heimsótt bæinn uppá mitt einsdæmi þar sem leiðsögumaðurinn og snillingurinn með meiru hún Jóhanna sér alltaf til þess að dagsferðafarþegar fái sem mest út úr heimsókninni sinni til Kulusuk. Vinir hennar Anda og Kristine skiptast á að dansa trommudans fyrir gestina og uppskera alltaf mikinn fögnuð. Trommudans er mikilvægur partur af grænlenskri menningu þrátt fyrir að hafa verið bannaður yfir margra ára skeið en það eru ekki mörg ár síðan að nokkrir Grænlendingar tóku sig saman og rifjuðu upp dansa og lög og kenndu sínum nánustu svo að þessi hefð myndi ekki deyja út. Núna er trommudans orðinn jafn mikilvægur í menningunni og hann var áður fyrr.

 

Í Kulusuk og á allri austuriströndinni er mikið um sleðahunda og er að finna einn eða fleiri slíka fyrir utan flest hús. Hundarnir eru þó ekki gæludýr og ekki er æskilegt að koma nálægt hundunum og er stranglega bannað að klappa þeim.

Flugvöllurinn í Kulusuk er í um 3km fjarlægð frá bænum og þurfa flestir að labba sjálfir þar sem ekki er mikið  um bíla eða aðrar samgöngur. Leiðin er þó skemmtileg að ganga en býðst síðan dagsferðarfarþegum að kaupa far með bát til baka eftir röltið um bæinn. Það er alveg sérstök upplifun að sigla á milli ísjaka og hárra fjalla.

Pro tip: Eina almennilega klósettið í bænum er á flugvellinum svo ég mæli með að allir pissi þar og fylli á vatnsbrúsa áður en haldið er af stað á vit ævintýrana

Fyrir utan flugvöllinn í Neerlerit Inaat e.Constable Point sem er mikið norðar, er flugvöllurinn í Kulusuk er eini alþjóðlegi flugvöllurinn á þessu svæði og er algengt að ferðamenn ferðist þaðan og til Tasiilaq sem er næsti bær við Kulusuk. Tasiilaq / Angmagssalik er stærri bær en Kulusuk og er í um 40 mínútna langri siglingu eða 10 minútna þyrluferð frá flugvellinum. Þar er auðveldara að komast í hundasleðaferðir upp á jökul og meiri afþreying í boði fyrir ferðamenn. En algengar gönguleiðir eru bæði út frá Tasiilaq og Kulusuk.

Ég mæli þó með því að fara í skipulagðar gönguferðir í hóp eða með heimamanni þar sem  svæðið getur verið trikkí að ganga og hættulegt ef ekki er farið rétt að. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru til dæmis með góðar og skemmtilegar ferðir á þessum slóðum í mismunandi erfiðleikastigum og hópastærðum.

Gisting á svæðinu

Kulusuk Hostel er í eigu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna en þau vinna mikið með heimamönnum.
Þar er hægt að fá ódýra bakpokagistingu. Verð fyrir eina nótt er ca 5-6.000kr 

Hotel Kulusuk Fínni útgáfan og dýrari. Það getur stundum reynst erfitt að bóka herbergi langt fram í tímann en það er hægt að finna hótelið á booking.com. En engu að síður er gott að sofa í rúmi og sínu egin herbergi, sérstaklega fyrir eða eftir langa göngu um Austurströnd Grænlands. Verð fyrir eina nótt er í kring um 20.000kr

Hotel Angmagssalik hótelið í Tasiilaq er líka í fínni kantinum og verðið svipað og á hotel Kulusuk.

 

Mynd: Jón Grétar Magnússon

 

Mynd: Jón Grétar Magnússon

 

Kulusuk hostel og þvottur úti á snúrum sem er ekki óalgeng sjón.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container][fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text][/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container][fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

 

  Íris

instagram

 

Þessi færsla er ekki kostuð.

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.