Í helgarferð minni til Kaupmannahafnar ferðaðist ég með sjóuðum stelpum sem hafa farið þangað margoft. Ég hafði sjálf farið nokkrum sinnum áður en aldrei hafði ég lent á svona góðum mat og flottum veitingarstöðum! Þar sem að við vorum 9 saman að ferðast vorum við búnar að bóka allt fyrirfram til þess að forðast ,,hvað eigum við að borða” umræðuna. Það vissu allir að við værum að fara borða á þessum stöðum og klukkan hvað, sem gerði ferðina töluvert stressminni.

Mother

Ég hef fengið mörg hornaugu þegar ég segi fólki að mér finnist pizza ekkert spes. Ég fæ t.a.m. enga löngun í að panta mér dominos eða fá mér sveitta slæsu í tilefni dagsins. Aftur á móti er Mother pizzastaður! Eða svona, það er fullt annað í boði en við vorum að fara þangað til þess að borða pizzu. Ég fékk mér súrdeigs parma pizzu og þetta er hands down ein besta pizza sem ég hef smakkað. Mother fór fram úr öllum mínum væntingum. En ég mæli með að bóka borð þar sem það var mjög troðið á föstudagskvöldi. Þið getið bókað borð hér

Sticks & sushi

Sushiævintýrið. Ja hérna hér. Byrjum á því að það eru til fleiri staðir sem heita Sticks & sushi. Við skiptum okkur í þrjá bíla og auðvitað lentum við á vitlausum Sushi stað og þurftum að labba marga kílómetra (ég er ekki einu sinni að ýkja) til þess að finna réttan stað. Þetta er semsagt Sticks & Sushi á Tivoli hótelinu. Staðurinn fær toppmeðmæli þó svo að þjónustan hefði mátt vera betri. Enginn er góður í öllu allir eru góðir í einhverju – þið skiljið. Ég myndi reikna með svona 6000 á mann þar en það er vel þess virði! Hægt er að bóka borð hér

The union kitchen

Það er enginn hætta að þú farir svangur út af The Union kitchen. Brönsdiskurinn þeirra er vel útilátinn. Staðurinn er mjög flottur og maturinn fær svo sannarlega mín meðmæli. Frábær staður fyrir hópa! Bókið borð hér

Góða skemmtun í Köben!

Guðfinna Birta

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.