Þegar við sjáum fram á smá auka frí, extra pening inná bankareikningnum (eða ekki) er alltaf næs að geta skroppið í stuttar tjill- eða borgarferðir.
Hér eru þrjár af mínum uppáhalds go-to borgum með beinan fluglegg frá Íslandi .

París

Flugtími: 3 tímar og 30 mínútur

Pro tip: Orly flugvöllur er minni en Charles de Gaulle og því auðveldari í notkun. Báðir flugvellir eru í um 40 mín fjarlægð frá miðbænum en það er styttra að keyra frá Orly á einka bíl.

Ó París!
Það er alltaf þess virði að eyða helgi í París. Árstíðin skiptir ekki máli því það er alltaf hægt að njóta í botn.
Ég hef heimsótt París á öllum árstíðum og verð alltaf jafn ástfangin. Minn uppáhalds tími til að vera í París er haustið, þar sem laufin eru fallin af trjánum en fjúka enn um göturnar og trén svo nakin að Effel turninn nær allsstaðar að skína í gegn og minna mig á að ég er í París.

Ég reyni alltaf að velja mér gistingu í 18. hverfi í kring um rauðu mylluna eða 11. hverfi – þau hverfi er dálítið eins og einvherskonar Brooklyn of Paris, klárlega mín uppáhöld!
Ég elska að skoða fallegu boho búðirnar sem leynast í öllum götunum og að horfa á alla Parísar hipsterana njóta lífsins.
Le Refuge des Fondus er skemmtilegasti veitingastaðurinn í 18 hverfi og staðurinn sem ég mæli með að allir heimsæki! Sixtís staður sem hefur sennilega lítið breyst síðan hann opnaði. Staðurinn er eginlega bara efni í aðra færslu útaf fyrir sig.

Allar litlu hliðargöturnar og kaffihúsin sem leynast allsstaðar í kring um 3., 4. og 6. hverfi eru svo dásamleg að þar er auðvelt að gleyma sér í heilan dag.
Café de Flore á horni Blvd.Saint-Germain og Rue Saint-Benoît er kaffihús sem allir ættu að heimsækja. Eitt af elstu kaffihúsum í París þar sem að fimm stjörnu dessertar eru í boði.
Svo er stór bónus fyrir okkur vintage perrana að þar í kring er hægt að finna flottustu vintage búðir Parísarborgar.

 

New York

Flugtími: 6 tímar

New York New York – Borgin sem hefur uppá allt að bjóða. Það er alltaf hægt að upplifa hana upp á nýtt.
Þar finnst mér best að fá að njóta þess að vera lítill fiskur í stórri tjörn, horfa á allt fólkið og leyfa sköpunargleðinni að fá útrás. Það skiptir ekki máli hvenær þú ferð eða hversu lengi þú dvelur, New York er alltaf góð hugmynd.

Þrátt fyrir að vera lítil smábæjarstelpa rennur samt í mér Brooklyn blóð. Manhattan er alltaf næs, en Brooklyn er minn staður.
Ég mæli með að gista í Williamsburg, þar er allt þetta litla og krúttlega í göngufæri.
Bedford Avenue – Vintage búðir á heimsmælikvarða, heimsins bestu beyglur, kaffihús innréttuð sem allt mögulegt – í öllu mögulegu og eld gamlar bókabúðir. Þaðan er svo fjörtíu mínútna labb eða örstutt lestarferð að Brooklyn Bridge.

Það verða allir að upplifa ekta New York uppistand! Ein af mínum uppáhalds upplifunum í NY er þegar ég fór á New York comedy club! Okkur var sko alls ekki sama þegar að við hittum einhvern náunga á Times Square sem var með svo einbeittan brotavilja að reyna að selja okkur miða. Einhvernveginn tókst honum það samt en við vorum svo handviss um að hann hefði þara náð plata okkur upp úr skónum. Það var svo aldeilis ekki raunin og við enduðum á því að eiga svo frábært kvöld þar sem við sátum á fremsta bekk og fengum alveg ekta New York comedy beint í æð! Miðinn okkar gildir til æviloka svo við þurfum aldrei að borga okkur inn aftur en NY-comedy club hefur samt þá reglu að allir gestir þurfa að kaupa minnsta kosti tvo drykki á meðan á sýningu stendur en þetta er algeng regla á svona uppistands klúbbum.

Barcelona

Flug 4 tímar og 25 mínútur 

Lítill lúser á línuskautum, en það er góður ferðamáti til að ferðast um Barcelona þar sem að flestar götur (nema alveg í gamla bænum) eru vel línusauta færar og það er frekar auðvelt að rata. Þannig er líka hægt að komast yfir meira að skoða á styttri tíma ef að heimsóknartíminn er af skornum skammti.

Það tók mig ekki langan tíma að falla algjörlega fyrir Barcelona. Þessi gullna blanda af strandarmenningu, góðum mat götutísku og fallegum arkítektúr – litríkar byggingar í bland við gothic hús er eitthvað sem getur ekki klikkað.
Það er næs að geta blandað þessu saman og að geta tekið pásu á ströndinni eftir bras um borgina og drekka ískaldan mojito (þeir eru ófáir mennirnir sem ganga framhjá fólkinu á ströndinni kallandi ,,MOJITO MOJITO, ICECOLD MOJITO!”…fer ekki framhjá þér).

Þegar ég heimsæki strand- bæji eða borgir finnst mér alltaf best að geta verið með bækistöð nær ströndinni. Þótt að Barcelona sé frekar stór er auðvelt að komast á milli staða með almenningssamgöngum eða bara fótgangandi (nú eða línuskautandi!) og alltaf næs að geta byrjað eða endað daginn á ströndinni. Oft þegar ég heimsæki stærri borgir finnst mér ágætt að byrja á því að fara í Hop-on hop-off bus til þess að sjá hvað er í boði, heyra sögu borgarinnar og búa til plan fyrir næstu daga. En eitt skipti í hverri borg er svosem nóg 🙂

-Gaudi garðurinn er að sjálfsögðu must að heimsækja og taka sér góðan tíma til að skoða og taka myndir.
-Tapas eins og það gerist best! Barcelona er drottning tapasins – Tapasið í borginni bara eitt og sér er nógu góð ástæða til að stökkva upp í vél og fara í stutta ferð til þessarar fallegu spænsku borgar.
-Matarmarkaðir og parmaskinkur, Mercat de Santa Caterina er að mínu mati einn flottasti matarmarkaður Evrópu, húsið sjálft gefur bara í skyn að undir þakinu sé eitthvað toppnæs að skoða. Ég mæli með að grípa sér osta, parmaskinku og vín, velja sér huggulegan garð eða jafnvel bara næs stað á ströndinni og fara í piknik – spanish version. 
Þrátt fyrir að hafa ekki heimsótt borgina sjálf að vetri til efast ég ekki um að það sé bara þokkalega kósý líka. Það er þokkalega á budget listanum.

Bónus borg í lokin, Reykjavík

Við megum heldur ekki gleyma að við búum líka í útlöndum. Reykjavík, borgin sem við elskum öll hefur upp á svo margt að bjóða. Hvítvín og ofnbakaður camembert í Kaffi flóru í Grasagarðinum er eitthvað sem allir ættu að leyfa sér að minnsta kosti einu sinni, þar er hráefnið á heimsklassa og er allt ýmist ræktað í garðinum sjálfum eða keypt beint af býli – reyndar er grasagarðurinn bara opinn frá 1.maí til 1.sept og aðeins yfir jólatímann en um að gera að njóta á meðan er. Að njóta dagsins í Viðey – allt árið um kring er eitthvað sem við litli bróðir gerum reglulega saman og njótum bæði í botn, við fáum okkur stundum kaffi og kakó í Viðeyjarstofu, spilum smá á orgelið í gamla skólanum, lesum okkur til um sögu Viðeyjar og skoðum að sjálfsögðu Friðarsúluna og lærum að segja ,,friður” á nýju tungumáli. Mæli með!
Kaffi og vaffla á Árbæjarsafni er eitthvað fyrir okkur öll. Það getur verið svo yndislegt að eyða góðum degi á Árbæjarsafni, spjalla við gesti og gangandi og ímynda sér hvernig lífið var þarna í denn.

Íris

Instagram

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.