Ný stjórn

Á fimmta aldursári Gekkó höfum við tekið ákvörðun að halda áfram með færslur og efni á Gekko.is. Þar sem síðan hefur legið niðri í töluverðan tíma er núna kominn tími á að nýjir ferðaáhugamenn taki við keflinu. Guðfinna og Elín halda áfram að taka virkan þátt í lífi Gekkó en kynna nýja stjórn til leiks, þær Arnheiði, Dóru og Írisi.

“bjartari tímar framundan”

Við eru spenntar að taka við síðunni og hlökkum til að deila með ykkur ferðasögum og virkja Gekkó að nýju. Síðustu mánuðir hafa verið hreint ótrúlegir sökum Covid. Þar sem lönd hafa neyðst til að loka landamærum og ferðaheimurinn hefur verið í lamasessi. Öll ferðalög hafa verið úr sögunni og heimurinn hefur að mestu hreyfst í gegnum stafræna miðla. Svo nú ber að fagna þegar ferðalög íslendinga vakna úr dvala og viljum við gera slíkt hið sama og glæða Gekko.is lífi.

Við hlökkum til að heyra frá okkar helstu ferðalöngum sem án efa kítlar í eitt gott innanlands ferðalag og munum fylgjast spennt með þegar ferðafólk fer á skrið á ný.

Með von um bjartari tíma fyrir ferðaheiminn,

”Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný.”

– Steinn Steinarr

Arnheiður, Dóra og Íris.

About The Author

Avatar
Ritstjóri og færsluhöfundur

Sigþrúður Dóra Jónsdóttir

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.