Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa fólkinu á Balí þá væri það hjartahlýja. Það er orð sem að einkennir íbúa eyjunnar í raun öllu sem þau gera. Hjálpsemi, endalaus glaðlyndi, kurteisi og virðing eru síðan önnur orð sem ég myndi nota.
Mér finnst við hafa verið svo ótrúlega heppin að hafa kynnst heimafólki á Balí og eignast í þeim vini til framtíðar.

Ég ætla að deila með ykkur hérna nokkrum myndum sem ég tók af fólkinu og lífinu á Balí.

PopUp Veitingastaður.
Á hverju kvöldi, rétt fyrir kvöldmat, mætti lítil fjölskylda á þetta horn rétt heima hjá okkur með tilbúinn mat sem þau seldu til vegfarenda.


Hádegismatur í „Kaki Lima“.

Matarvagnar sem þessir eru mjög algengir á Balí og má finna þá víðsvegar. Eigendur vagnanna færa þá til um göturnar og leita að viðskiptavinum, slá síðan saman skál og skeið til að láta vita af sér.


Laugardagur í þorpinu fyrir utan „Warung“.
Þessar sjoppur eru mjög algengar í þorpunum á Balí. Þarna er hægt að versla ýmislegt nytsamlegt, svo sem drykki, snakk, „instant“ te og kaffi, nammi og fleira í þessum dúr – en þær eru þó flest allar með sama vöruúrvalið. Einnig eru þær oft merkilega nálægt hvor annarri. Stundum meira að segja hlið við hlið.

Gyðjur Balí!

Þessi sjón er mjög algeng á Balí. Konur flytja þónokkra þyngd á höfðinu, en hér er til dæmis um að ræða 10 múrsteina.

Litlu dásemdarbörn!


Gengið heim eftir vinnu.
Dagurinn á Balí er langur, en heimafólk vaknar við sólarupprás og vinnur fram að sólsetri. Oft lengur.

Hrísgrjón unnin á götum þorpsins.


„Ceremony“ – Trúarathöfn.
Sú trú sem er ríkjandi á eyjunni er Balí-Hindúismi, sem litast í öllu sem Balíbúar athafnast og öllu þeirra daglega lífi. Það er eitt af því sem gerir Balíbúa og lífið á eyjunni eins ótrúlega sjarmerandi og það er. „Ceremony“ eru þar af leiðandi daglegur viðburður í lífinu á Balí.

 

About The Author

Linda Sæberg
Færsluhöfundur

Linda býr fyrir austan á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni og er eigandi vefverslunarinnar unalome.is. Hún elskar að ferðast og eyddi fæðingarorlofinu sínu á ferðalagi með fjölskylduna, þar sem þau eyddu mestum tímanum búsett á Balí. Hún veit ekki alveg hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór, en hefur lokið námi í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Linda hefur einstakann hæfileika í að njóta lífsins, grípa augnablikið, meta litlu hlutina, gera ógeðslega mikið mál úr litlum hlut (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt mál), og í raun bara vera til. Hún reynir að taka myndir af sem flestu sem hún gerir og ætlar að deila því skemmtilega með ykkur.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.