Fólk á flakki mun koma til með að vera reglulegur liður hér á Gekkó. Þar fáið þið að skyggnast inn í líf ferðalanga, fá tips og tricks og leyfa ævintýrahuganum að þeytast áfram!

Það var svo auðvelt að finna fyrsta viðmælandann minn í þessum nýja lið en það er hún Kolfinna Kristínardóttir. Hún er 24 ára Reykvíkingur, ferðamálafræðingur og flugfreyja hjá Wowair. Fyrir það fyrsta er instagram aðgangurinn hennar ótrúlega litríkur og ævintýralegur. Svo eru myndirnar hennar líka svo persónulegar og sjarmerandi. Þið finnið hana undir @kolfinnak ~ Ég gef Kolfinnu orðið:

Hvenær byrjaðir þú fyrst að ferðast?

Ég bjó í Stokkhólmi þegar ég var lítil og var mikið að ferðast á milli Íslands og Svíþjóðar, man ekki eftir að hafa ,,byrjað að ferðast”. Ævintýraþráin fyrir lengri og framandi ferðalögum byrjaði þó eftir menntaskóla þegar að amma bauð mér til Tælands.

Er einhver áfangastaður sem stendur upp úr?

Það er ómögulegt að velja einn stað, Santa Cruz í Californiu stendur upp úr en einnig Kendwa ströndin á Zanzibar. Ég verð líka að nefna Koh Rong, þrátt fyrir að við vinkonurnar köllum það “Rottu-eyjuna” – vegna rottugangs í herberginu okkar, en það er lítil eyja fyrir utan Kambódíu, alveg ósnert náttúra – engir vegir né bílar.

Verstu mistök á ferðalagi?

Að gleyma penna! No joke, aldrei gleyma penna. Maður er alltaf að fylla út einhver custom forms eða gera sudoku til að drepa tíma í löngum flugum.

Hvaða áfangastaðir eru á döfinni?

Í júlí er það Bræðslan í Borgarfirði eystri, í ágúst fer ég til Gautaborgar á tónlistarhátíðina Way Out West. Svo eru drög að roadtrip um Bandaríkin á algjöru frumstigi í október/nóvember.

Besta ferðaráðið?

Að skipuleggja ekki of mikið, ekki vera með hvern áfangastað og gistingu fyrirfram ákveðið heldur leyfa ferðinni að þróast af sjálfu sér (go with the flow). Einnig að forðast ferðaskrifstofur til að bóka ferðir, miklu ódýrara og skemmtilegra að gera það sjálfur.

Þar hafið þið það! Ég þakka Kolfinnu kærlega fyrir spjallið 🙂

Guðfinna Birta

 

 

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.