Ég elska að forvitnast um annað fólk og rakst fyrir algjöra tilviljun á næsta viðmælanda minn en það er hún Arnheiður. Þessi stelpa er algjör kúlisti og ég dýrka að fylgjast með fólki sem ferðast til óhefðbundna landa. En Arnheiður er tvítug stelpa úr Vesturbænum og er að klára stúdentsprófið í fjarnámi. Arnheiður reynir að ferðast eins mikið og hún getur í sumar- og jólafríum. Eins segir hún það vera áskorun á hverjum degi að stíga út fyrir þægindarammann þegar hún ferðast ein en hún gerir mikið af því. Arnheiður gaf sér nokkrar mínútur og svalaði forvitninni minni um ferðalögin hennar:

Hvenær byrjaðiru fyrst að ferðast?

Ég fór sem skiptinemi til Belgíu þegar ég var 17 en byrjaði að ferðast af alvöru þegar ég var 18 ára. Þá vann ég á Spáni í hálft ár og ferðaðist um Morokkó í mánuð.

Er einhver áfangastaður sem stendur uppúr?

Líklegast Olympos í Tyrklandi. Ég vann á hosteli þar í tæpan mánuð í fyrra og fór aftur þangað þetta sumar. Algjör paradís. Kristaltær sjór, góður matur, gott og ævintýragjarnt fólk. Mikið af fjöllum og gönguleiðum í kring.
Morokkó, Senegal og Líbanon eru svo hin 3 uppáhalds löndin mín.

Verstu mistök á ferðalagi?

Að bóka ekki gistingu neinsstaðar á St. Patricks day í Edinborg. Kom þangað seint um kvöldið og endaði á því að neyðast að sofa á götunni.

Hvaða áfangastaðir eru á döfinni?

Ég er í tæplega þriggja mánaða ferðalagi í augnablikinu. Var í Tyrklandi og er í Azerbaijan núna og flýg til Kazaksthan bráðlega og þaðan til Íran. Í vetur fer ég líklega til Egyptalands í sirka mánuð. Stefni svo á 3-4 ára Suður-Ameríku reisu eftir rúmt ár.

Besta ferðaráðið?

Vera opin fyrir öllu og treysta fólki. Þar sem ég ferðast mikið ein hef ég kynnst helling af yndislegu fólki með því að taka sénsa á að tala við fólk sem ég myndi kannski ekki endilega tala við. Stundum lendir maður í þannig aðstæðum að maður er algjörlega kominn upp á aðra ferðalanga eða heimafólk landins. Þá er rosalega góður eiginleiki að trúa öllu því besta upp á fólk og ekki leyfa ímyndunaraflinu að trúa öllu versta upp á fólk.

Ef ferðaplanið er mjög opið og reynt að ferðast eins ódýrt og hægt er mæli ég með að kíkja á workaway.info. Inná þeirri síðu er hægt að finna fullt af sjálfboðaliðavinnum á t.d. kaffihúsumu, börum, sveitabæum, hostelum og allskonar.
Svo er mjög nytsamlegt að geta opnað bjórflösku með kveikjara.

 

Takk fyrir spjallið Arnheiður! Fyrir ykkur sem vilja fylgjast með Arnheiði þá er hún á instagram undir @arnheidurr

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.