Ég fæ þriggja daga frí frá vinnu þriðju hverja helgi og nýti ég allar þær helgar í að vera ekki heima hjá mér (ég fæ samviskubit ef ég er í fríi og ekki með nein plön… kannist þið við það?). Ég skiptist á því að nýta þessa frídaga í helgarferðir út fyrir landsteinana og að njóta þess að vera ferðamaður í egin landi. Um helgina fór ég austur fyrir fjall, með það markmið að endurstilla mig dálítið en líka að skoða nýja staði og upplifa eitthvað sem ég hef ekki séð og gert áður – og mikið var það gott að geta kúplað sig út í smá tíma!

Eitt af því sem ég prufaði í fyrsta skipti var Sveppasúpa hjá Farmers bistro, Flúða sveppir.
Ég er agalega glöð að hafa fundið þennan stað og fer ég klárlega aftur …og aftur!

Flúðasveppir er eina sveppaframleiðslan á Íslandi í dag og framleiða þau 75% af sveppum sem íslendingar borða.


Fun fact! Sveppir vaxa 4% á klukkutíma.

Eins og stendur á heimasíðunni þeirra leggja þau áherslu á Slow food og nýta þau hráefni úr nærumhverfi sínu. Frábært!!
Ég fékk fallegar móttökur þar sem mér var sagt örlítið frá starfseminni og umhverfinu. Fílíngurinn var kósý og afslappaður og þjónustan mjög góð.

Ég fékk mér þetta klassíska, súpu- og brauðhlaðborð með heimagerðu pestói, paprikusalsa og öðru meðlæti og borgaði fyrir það litlar 1990 krónur (all you can eat og kaffi innifalið!).

Í eftirrétt var mér svo boðið að smakka sveppa ísinn. Hverjum hefði svosem dottið það í hug að sveppa ís væri góður, en namm! Það var smá lime keimur af honum og svo var hunang og möndlur ofaná. Hann kom svo sannarlega á óvart og get ég alveg klárlega mælt með því að allir fái sér smá eftirrétt eftir súpu og heimagert brauð.

Ég get eginlega ekki mælt nógu mikið með því að skella sér á flúðir og fá sér súpu, sérstaklega núna þegar jólin og jólastressið nálgast.

Það tekur ekki nema rúman klukkutíma að keyra frá Reykjavík og snjórinn og skammdegið er engin afsökun! Svo er umhverfið í kring um flúðir líka bara svo fallegt í vetrarbúning og það er ekkert betra en að finna heita laug til að hlýja sér í, eftir dag í snjónum.

Allir af stað! Styðjum Íslenska framleiðslu og munum að njóta líka í Desember! 

Takk fyrir mig Flúðasveppir og við sjáumst aftur fljótlega!
(færslan er ekki kostuð)

Íris
instagram

 

 

Flúðasveppir - Umsögn
Gæði
Verð
Staðsetning
Fjölbreytileiki
  • Verðið er eitthvað sem flestir ættu að ráða við. Mjög sanngjarnt.
  • Staðurinn er mjög huggulegur og kósý
  • Starfsfólkið vingjarnlegt
  • Matseðillinn býður ekki uppá vegan kosti en ég efast ekki um að eldhúsið gæti töfrað fram eitthvað dýrindis fyrir vegana.
4.8Frábær staður. Hakar í öll box!
Reader Rating: (0 Votes)

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.