Á flakki mínu til Qatar varð ég heilluð af skemmtilegri menningu. Þið fáið að njóta góðs af. Hérna eru fimm hlutir sem ég mæli með að gera ef þið eruð á leið til Qatar.

Museum of Islamic Art

Þetta listasafn er eitt það flottasta sem ég hef heimsótt. Hönnunin á húsinu er stórkostleg en hún er eftir arkítektana John-Michel Wilmotte og  I.M Pei en sá seinni er sá sami og hannaði Louvre safnið. Á safninu eru nokkrar tímabundnar sýningar en svo er ein sýning sem er varanleg og sýnir, eins og nafn safnsins gefur til kynna, íslamska list. Á svæðinu er líka kaffihús sem fær fullt hús stiga. Góður matur og virkilega gott kaffi. Fyrir þá sem sanka að sér minjagripum er þetta klárlega go to place fyrir það.

Souk Waqif

Souk er markaður undir berum himni í arabískum löndum. Souk Waqif er frábær upplifun og auðveldlega hægt að eyða degi þar. Þarna er hægt að gera ýmis góð kaup á minjagripum, arabískum klæðnaði, fara í klippingu eða jafnvel stoppa á veitingarstað og fá sér virkilega góðan líbanskan mat. Þetta er klárlega afþreying sem fólk á ekki að láta framhjá sér fara.

The pearl

mynd: Qatar living

Í ríku Miðausturlöndunum eiga þeir til að fara smá overboard. Perlan er svipað eins og pálmatréið í Dubai. Aftur á móti er virkilega notalegt að fara þarna að kvöldi til og rölta og skoða smábátana, fá sér að borða og versla. Það eru litlar búðir þarna á hverju strái, allt frá því að vera dýrar merkjavörubúðir yfir í local matvöruverslanir.

Katara cultural village

Katara er svokallað menningarþorp sem að furstar Qatar eru að láta reisa. Talandi um að fara overboard þá eru þeir búnir að láta búa til ýmiskonar hús sem má rekja í evrópskan (þá allra helst grískan) stíl. Það er fínt að eyða nokkrum klukkutímum þarna og svo er strönd þarna rétt hjá sem hægt er að borga sig inn á. Athugið samt að konur og karlar þurfa að vera fullklæddir á ströndinni.

Villagio Mall

Qatar virðast sækja innblástur sinn mikið til Evrópu en Vilaggio mall er gott dæmi um það. Verslunarmiðstöð sem lítur alveg eins út og Feneyjar – hlægilega líkt því sem er í Las Vegas t.d. Þarna er samt gott að versla og hægt að finna allar helstu verslanir sem við íslendingar erum sólgin í.

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.