Áður en ég lagði af stað í ferðalag um Mið-Austurlöndin datt mér aldrei í hug að ég myndi enda á því að ferðast um Íran í rúmlega mánuð, landi sem ég vissi lítið um á þeim tíma. Dvöl mín þar breytti algjörlega viðhorfi mínu gagnvart landinu og tilhugsunin af því hvað maður er heilaþvegin af umfjöllun fjölmiðla fór að hræða mig.

Hvernig er að ferðast til Íran?

Á þessum tíma vissi ég lítið um Íran og ég ákvað að kynna mér málið betur. Þegar ég vafraði um netið í leit að upplýsingum um landið virtust allstaðar poppa upp aðvaranir frá bandarískum sendiráðum sem gáfu til kynna að Íran væri ekki öruggur ferðamannastaður. Jafnvel Tripadvisor var með litlar sem engar upplýsingar um landið og varaði fólk við því að ferðast til Íran með sérstöku rauðum texta.

Eftir að hafa sneytt framhjá áróðri bandarískra vefsíðna fann ég nokkur skrif frá alvöru ferðamönnum sem höfðu lagt leið sína þangað. Allir pennarnir áttu það sameiginlegt að hafa átt ógleymanlega ferð til Írans og áttu magnaðar ferðasögur. Ég átti eftir að bætast í þann hóp!

DSC03352-001

Beðið eftir fluginu

Svo þarna var ég stödd, á flugvellinum í Sharjah, að bíða eftir fluginu mínu til Lar, litlum eyðimerkurbæ í Suður-Íran. Ég vissi að það væru afar strangar reglur varðandi klæðaburð í landinu, þannig ég var klædd í víðar svartar buxur, í svartri “mussu” og tilbúin með klút í hendinni til að hylja hárið. Flugfélagið hafði varað mig við því að um leið og flugvélin myndi fljúga inn í lofthelgi Írans þyrfti ég að setja upp klútinn.

ÍRAN

Á meðan ég sat og beið eftir því að verða hleypt inn í vélina starði fólkið á biðstofunni stíft á mig, enda er ekki algengt að ferðamenn leggi leið sína til landsins. Ein fjölskyldan settist við hliðin á mér og reyndi á mjög bjagaðri ensku að spurja hvaðan ég væri. Eftir stutt samtal sem einkenndist að mestu af táknmáli bauð fjölskyldan mér að gista heima hjá sér. Þetta var ekki síðasta skiptið sem mér var boðið í heimsókn af heimafólki í Íran. Flugið tók stutta stund og áður en ég vissi af var ég lent í Lar, gamaldags smábæ í miðri eyðimörk.
Middle eastkmkdownload (1)krom.isff

Gist hjá fjölskyldu

Á meðan ég beið eftir töskunni minni fann ég hvernig allir á flugvellinum störðu á þennan hvíta og bláeygða Íslending. Nokkru síðar kemur eigandi flugvallarins með túlk og spyr mig ýmissa spurninga. Ég varð strax afar stressuð um að það væri eitthvað vandamál varðandi landvistarleyfið. Það reyndist hins vegar ekki vera og leiddi hann mig vingjarnlega fram fyrir allar raðir og bað fólk vinsamlegast um að færa sig, því nú væri kominn ferðamaður til Lar.

Fyrir utan flugvöllin beið mín Mohammad, elskulegur fjölskyldufaðir sem ég hafði haft samband við í gegnum Couchsurfing. Hann keyrði um á eldgömlum bíl, sem var greinilega frá Írönskum framleiðanda. Bíllinn var hálfpartinn að hrynja í sundur. Um leið og við komumst inn í borgina tók ég fljótlega eftir því að allir bílarnir voru eins! Gamlar druslur sem lét mér líða eins og ég hefði ferðast aftur í tímann til 1980! (Ástæða þess er að viðskiptahöft hafa legið á Íran síðan 1979 sem hefur orðið til þess að ekki er hægt að endurnýja bílaflotan erlendis frá. Íran þarf því að framleiða bílana sína sjálfir.)

Middle east jf
DSC04114-001

Menningarmunur: setið á gólfinu

Þegar ég kom heim til Mohammads beið mín öll stórfjölskyldan þar. Mér brá í fyrstu við að sjá heimilið þeirra því það voru nánast engin húsgögn inni hjá þeim. Hádegismaturinn var tilbúinn og var hann borinn fram þar sem við sátum öll á gólfinu. Það tíðkast víst í Íran að eiga fá húsgögn en eiga stór og falleg persnesk teppi sem umlykja gólfin. Síðan eru allar máltíðir dagsins borðaðar á teppinu.

Ég kunni strax vel við þessa nýju hefð og fannst eitthvað svo afslappandi og þæginlegt við það að sitja á gólfinu. Næstu dögum var eytt í hinum ýmsu matarboðum og fékk ég þannig að kynnast stórfjölskyldunni betur. Það talaði þó nánast enginn ensku og því fóru flest samskipti fram með hálfgerðu leikriti eða táknmáli.

Yfirleitt töluðu konurnar saman í einu horninu og karlarnir í öðru. Það tók mig tíma að venjast því að hylja stöðugt á mér hárið og ýmsum menningarlegum mismun landsins. Ég átti það til að reyna að taka í hendurnar á karlmönnunum, en það er aldrei gert í Íran. Þegar fólk heilsast þá kyssa konurnar hver aðra þrisvar og karlarnir ýmist takast í hendur eða kyssast. Karlar snerta aldrei konur sem ekki eru skyldar þeim.

DSC03692

Yfirleitt var ég sett upp á ákveðin stall á heimilunum. Ég fékk auka teppi og púða til að sitja á því ég var gestur. Öllum mat var raðað fyrir framan mig og fylgdist fjölskyldan með mér borða. Eyðimerkurbærinn Lar framleiðir mikið af döðlum og þarna smakkaði ég bestu döðlur sem ég hef nokkurntíman fengið. Einnig drakk ég mikið af svörtu tei sem er vinsælla en vatn í Íran. Mér fannst yfirleitt eins og ég væri drottning með vandræðarlega margt þjónustufólk í kringum mig.

Ekki sömu tækifæri fyrir ungt fólk

Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum fyrstu dögum sem ég átti í landinu. Ókomnar vikur áttu þó aðeins eftir að auka á ánægju og ást mína á þessu landi. Á ferðalaginu mínu eignaðist ég vini sem ég tengdist ólýsanlegum böndum. Því miður hefur þó ungt fólk í Íran ekki sömu tækifæri og við í hinum vestræna heimi. Góð vinkona sem hafði dúxað lögfræðinám í háskóla höfuðborg Íran, sagði mér frá draumunum sínum um að flyjast til Canada. En hún vissi þó vel að sá draumur myndi líklegast aldrei rætast. Því hið Íranska vegabréf takmarkað möguleikana ansi mikið. Lang flestir sem ég hitti höfðu aldrei ferðast utan landsteinanna.

DSC06556

Hér kemur smá myndaþáttur frá ferðalaginu sem sýnir hversu einstakt landið raunverulega er.

Shiraz

Eftir Lar lág leið mín til Shiraz, nafnið gæti hljómað kunnulega þar sem bærinn er heimsfrægur fyrir eðal Shiraz-rauðvín. Þar sem áfengisbann ríkir þó í landinu er erfitt að verða sér úti um það í borginni. Shiraz er mögnuð borg og er einna þekktust fyrir Persipolis í næsta nágrenni og fallegar moskur.

Íran 88

Íran 78DCIM161GOPROkrom.is

Snjóbretti í fjöllum Theran

Hverjum hefði dottið í hug að það leynist glæislegt skíðasvæði í fjöllum Íran? Þegar ég frétti það, vissi ég strax að ég varð að komast þangað! Þrátt fyrir að lyfturnar voru margar orðnar 60 ára gamlar og skrúfurnar stóðu lausar úr stólunum, þá voru brekkurnar heimsklassa! Ég gleymdi þó um stund að hylja hárið, þar til að hermaður með riffil kom til mín og vinsamlegast minnti mig á að setja upp slæðuna og hylja hárið.

Middle east kf

Íran 86

Yazd

Þegar ég rölti um miðbæ Yazd leið mér einna helst eins og ég væri komin inn í leikmynd úr Aladin. Öll húsin eru byggð úr ljósum leir sem gefur borginni einstakan brag. Á hverju horni eru fallegar byggingar, gosbrunnir og moskur. Allstaðar í kring liggur svo eyðimörkin með tilheyrandi hita og sandstormum.

krom.isfÍran 00

IMG_5587

IMG_5713

Abyaneh

Abyaneh er magnað fjallaþorp sem mig hafði lengi dreymt um að heimsækja. Eitt var þó víst, að það var ekki auðvelt að komast þangað. Eftir að rútubílstjóri hafði sleppt mér út á miðjum þjóðveginum nálægt nokkrum kjarnorkuverum “in the middle of nowhere”, endaði ég á að húkka mér far upp að fjallaþorpinu. Maðurinn sem keyrði mig kunni ekki stakt orð í ensku og var undir áhrifum áfengis eða opíums. Ég var ekki alveg viss hvort átti við, en ég náði þó takmarkinu mínu að lokum og þessi magnaða sjón blasti við.

Íran 445Middle east lkÍran 4

Esfahan

Esfahan er ein fallegasta borg Írans. Hún er nokkuð vestræn í útliti og skartar sögulegum byggingum og líflegum bazar sem gaman er að skoða sig um á.

Íran 56

Tehran

Tehran er höfuðborg landsins og er líklegast borgin sem heillaði mig minnst. Hún er afar þéttbýl, með mikilli umferð og frekar menguð. En það er þess virði að heimsækja hana til að komast á áhugaverða staði sem liggja umhverfis hana, eins og skíðasvæðið í Dizin. Það var klárlega toppurinn á ferðalaginu mínu í Íran að komast á hæsta skíðasvæði heims með 60 ára gömlum skíðalyftum sem skrölti í á leiðinni upp fjallið.

DSC05456-001

IMG_5527

IMG_5491

DCIM162GOPRO

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.