Gátlistinn

Alveg sama hvort þú sért að fara í fyrsta eða hundraðasta skipti, þá er alltaf gott að hafa gátlista til að fara yfir áður en maður leggur af stað út í heiminn.

Nauðsynjar

Það skiptir máli að vera vel skipulagður þegar maður fer að ferðast. Bæði fyrir og á meðan ferðalaginu stendur.

Vegabréf

 • Passa þarf að vegabréfið sé í gildi a.m.k. 6 mánuði eftir að ferðinni er lokið. (Ath. að framlengd vegabréf teljast ekki sem gild ferðaskilríki)

Vísa/Vegabréfsáritanir

 • Það þarf að kynna sér tímanlega hvort þess sé krafist í þeim löndum sem á að heimsækja.
 • Hægt er að lesa meira um vegabréfsáritanir HÉR

Skilríki

 • Ökuskírteini
 • Alþjóðlegt ökuskírteini ef þú ætlar þér að leigja bíl
 • Námsmannakort(ef þú átt það til)

Peningur, debet- og kreditkort

 • Passa gildistíma og muna PIN-númerin

Samgöngumiðar

 • t.d. Flug, lestar, rútu, báta og bílamiðar

Allir staðfestinga pappírar fyrir hótel/ferða bókanir

 • Upplýsingar um hótelin og ferðaskriftofurnar t.d. staðsetningu og símanúmer
 • Mikilvæg neyðar símanúmer t.d. hjá tryggingafélaginu þínu, bankanum og það sem þú telur vera mikilvægt.

Ferðatrygging

 • Hægt er að lesa meira um ferðatryggingar hér

Bólusetningaskírteini

 • Athuga þarf hvort bólusetning sé nauðsynleg fyrir áfangastaðina sem á að heimsækja
 • Hægt er að lesa meira um bólusetningar hér

Til athugunar:

 • Athugaðu hvort öll kort og skilríki/vegabréf séu ekki örugglega í gildi. Láttu einnig bankann vita að þú sért að fara ferðast svo þau loki ekki á kortin þín með erlend fjársvindl í huga.
 • Gott er að safna saman öllum mikilvægum skjölum og hlutum á einn stað, í t.d. plastvasa m. rennilás. Við mælum með að hafa ljósrit af vegabréfinu þínu, ökuskírteininu, bólusetninga-skírteininu og ferðaskjölum geymd á netfanginu þínu ásamt mikilvægum símanúmerum. Þannig hefurðu alltaf aðgang að því ef eitthvað skildi koma uppá.
 • Góð regla er að kanna ferðaviðvaranir fyrir landið/löndin sem á að ferðast til áður en lagt er af stað. Það er gert á síðum utanríkisráðuneytis eða annara sambærilegra erlendra stjórnvalda.

Handfarangur

Við mælum með að nota lítinn bakpoka í handfarangur. Ef þú ert að ferðast á milli margra áfangastaða myndi ég passa að vera með hluti í bakpokanum sem uppfylla þarfir þínar á ferðalagi. Sniðugt er að hafa með sér auka fatnað í handfarangrinum, ef skyldi gerast að farangurinn þinn skilar sér ekki. Mikilvægast er þó að handfarangurinn sé léttur og innihaldi allt það nauðsynlegasta.

Við mælum með…

 • Síma og hleðslutæki
 • Heyrnatól
 • Myndarvél, minniskort og hleðslutæki
 • Ipad eða tölva, annars vel hægt að sleppa.
 • Harður diskur/Flakkari (mælum með ef þú ert að taka mikið af myndum/myndböndum)
 • Ferða-millistykki (alþjóðlegt)
 • Hleðslubanki – mælum með að kaupa góðan hleðslubanka
 • Ferðakoddi og eyrnatappar
 • Afþreying eins og bók/tímarit að lesa, teikniblokk, dagbók, spilastokk og ekki má gleyma skriffæri.
 • Blautþurkur eða handspritt
 • Nauðsynleg lyf (í upprunalegu pakkningunum)
 • Gleraugu og hulstur (lesgleraugu sem sólgleraugu, það er alltaf hætta á að þau eyðileggist ef þau eru í innritaða farangrinum)

Ath. Hafðu alltaf á þér það sem var tekið fram í “nauðsynjar”, ekki pakka því í innritaða farangurinn.

 

Innritaður farangur

Þegar kemur að því að velja fatnað fer svolítið eftir í hvernig veðurfar þú ert að fara og hvað hver og einn telur sig þurfa af fatnaði í ferðalag. En við ætlum að reyna að fara yfir það helsta og engar áhyggjur ef það gleymist eitthvað, í flestum tilfellum er ekkert mál að kaupa það sem vantar á ferðalaginu. Lykilatriði er bara að vera með góðan bakpoka eða ferðatösku og ekki með of mikinn farangur, það er ekkert leiðinlegra en að vera með of þungann bakpoka/ferðatösku.

Fyrir upplýsingar um hvernig á að velja sér ferða-bakpoka eða tösku, lesið þið um það hér.  (linkur inná aðra færslu um hvernig skal velja rétta bakpokann)

Fatnaður

 • Góðir skór (þá meinum við lokaðir skór sem þú getur gengið mikið í án þess að þeir meiði þig)
 • Göngusandalar (mjög þægilegt að hafa en alls ekki nauðsynlegt)
 • Stuttbuxur og síðbuxur (gott að hafa til skiptana)
 • Hlírabolir, stuttermabolir og skyrtur
 • Peysa/ur
 • Íþróttatoppar og þeir haldarar sem þið þurfið stelpur.
 • (Stelpur) Samfestingur eða kjóll fyrir hitan.
 • Sundfatnaður
 • Nærföt og sokkar. (Gott er að taka með sér bara nóg af sokkum og nærfötum þannig maður þurfi ekki alltaf að vera að þvo. Fara svo með allt í þvott eða þvo sjálfur þegar styttist í að manni fari að vanta nærföt eða sokka)
 • Náttföt
 • Léttur jakki
 • Regnjakki og regnbuxur sem taka lítið pláss.
 • Belti

Aukahlutir sem við mælum með

 • Lítið vasaljós.
 • Vatnsbrúsi (Mælum með því að vera með BPA frían brúsa, þar sem þú verður líklega í miklum hita og ef plastið hitnar þá fara eiturefnin ekkiút í vatnið)
 • Micro-fabric handklæði er snilld! (Fer lítið fyrir því og er fljótt að þorna)
 • Silkipoki til að sofa í. (Silkið heldur pöddunum frá og er kalt í hita og heitt í kulda)
 • Hengilásar (fyrir töskurnar og jafnvel skápa á t.d. hostelum)
 • Lítill swiss army hnífur og saumasett (gæti komið vel að notum)
 • “Þvottasnúra” (langt band svo þú getir hengt upp blautu fötin þín)
 • Sápa (mælum með að kaupa sápu frá Dr. Bronner´s, þar sem hún er náttúruleg og getur notað sömu sápuna til að þrífa þig, fötin þín, áhöld, og margt fleira)
 • Lítill taupungur fyrir peninga og fleira (eitthvað sem þú ert með inná þér og sést ekki. (nauðsyn))
 • Regnkápa yfir bakpokann (sniðugt)
 • Táfýlusprey (mun koma mjög vel að notum)

Við mælum með að hafa skipulag á fötunum með því að t.d. sortera þau í plastpoka með zip-lock. Þannig er hægt að tæma úr þeim loftið og svoleiðis taka fötin minna pláss í bakpokanum. Sama gildir með allar snyrtivörur, hafa þær í poka. Það er ekkert leiðinlegra en að opna töskuna og sjampóið þitt er yfir öllum fötunum þínum. 

Snyrtibuddan 

 • Tannbursti, tannkrem, tannþráður og munnskol
 • Hárbursti/greiða, teygjur og spennur
 • Þurrsjampó!
 • Rakakrem, varasalvi, svitalyktaeyðir
 • Þvottapoki 1-2 stk.
 • Sjampó og næring.
 • Sólarvörn og aloe vera/after sun
 • Snyrtidótið
 • Naglaklippur
 • Andlitshreinsir/klútar
 • Dömubindi/túrtappar
 • Plokkari
 • Rakvélar

Auka

 • Lítill spegill (sem passar í lófann)
 • Ilmvatn/rakspíri
 • Hárvörur
 • Tissjú-pakki
 • Mjög sniðugt að taka með klósettrúllu. Þú munt ekki sjá eftir því.

Sjúkrakassinn 

Í honum þarftu að hafa;

 • Sárabindi/grisjur og plástrar
 • Gerviskinn fyrir blöðrur
 • lítil skæri
 • Græðandi krem (t.d. AD)
 • Ef þú átt lítinn hitamæli er gott að taka hann með
 • Sterakrem (t.d. Mildison)
 • After bite krem (auðvelt að nálgast erlendis)
 • DEET til að fæla moskító í burtu (auðvelt að nálgast erlendis)
 • Vítamín (t.d. B-vítamín – minkar líkurnar á moskitó bitum)

Lyf eins og…

 • Panodil (verkjastillandi og hitalækkandi)
 • Ibufen og Treo (verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi)
 • Imodium (við niðurgangi)
 • Ofnæmislyf
 • Sýklalyf (tala þarf við lækni)
 • Sótthreinsigel og hreinsiklútar nauðsynlegt!
 • Hálstöflur
 • Nefúði
 • Augndropar

Ef þið eruð að taka með ykkur lyf sem þarf lyfseðil með, þá mælum við með því að taka hann með. Það gæti komið fyrir að þið þurfið að sanna það fyrir customs að þið séuð með lyfseðil fyrir lyfjunum.