Þegar ég kom til Havana þann 3.september, grunaði mig ekki að 6 dögum síðar yrði borgin á kafi í sjó og húsin við strandlínuna meira og minna í rúst. Við nutum virkilega fyrstu dagana okkar og höfðum þau plön að fara austur fyrir Havana í safnaborgina Trinidad, skoða Escrambray fjöllin og slappa af á ströndinni. En þau plön breyttust fljótlega eftir fyrstu fréttir um fellibylinn, sem komu miðvikudaginn 6.september. Óljóst var hvort auga fellibylsins myndi koma yfir Kúbu og hvort þá Havana eða hvort við myndum yfir höfuð ekki finna fyrir neinu. Að sjálfsögðu datt okkur ekki í hug að VIÐ yrðum í miðju kraðakinu, akkúrat þegar að stærsti fellibylur í sögu karabíska hafsins kæmi, svo að við héldum okkar plönum, en bjuggum  samt til plan B til vonar og vara. Daginn eftir fengum við svo þær fréttir að hann stefndi á Havana og fengum um leið skilaboð frá fjölskyldunni sem bað okkur að breyta plönum og koma okkur strax frá Kúbu. Fjölmiðlar vestanhafs fluttu hræðilegar og frekar íktar fréttir en á meðan voru heimafólk hið rólegasta og þar með við líka, en það sem gerði mig órólega var að vita af mömmu og ömmu svefnlausum og áhyggjufullum heima.

Granma – Local fréttablað í Kúbu, tvemur dögum eftir fellibyl.

Á fimmtudeginum leit allt út fyrir að auga bylsins myndi ekki koma yfir Havana en að við myndum fá kröftuga vinda og fjórða stigs byl. Við ákváðum þá að við skyldum flytja okkur yfir í skólann þar sem að við vorum að læra spænsku þar sem gatan sem skólinn er í er þrengri, húsið sterkara og fjær sjónum. Okkur var sagt að hamstra mat, allskyns möns og vatn. Við fórum strax í mission en þurftum að standa í langri röð til að kaupa vatn.

Fellibylurinn lét bíða eftir sér og það komu sífellt nýjar fréttir með mismunandi tímasetningum um hvenær hann væri áætlaður til Havana. Við fluttum ekki byrgðir okkar í skólann fyrr en á laugardags morgni en vorum tilbúin frá fimmtudegi. Við höfðum „útivistarleyfi“ til hádegis svo við nýttum tímann í að láta fjölskyldu og vini vita af okkur og aðstoða heimamenn eins og við gátum …og svo hófst biðin.
Það byrjaði að hvessa í kring um klukkan fimm síðdegis með kröftugum rigningum inn á milli. Þá gátum við enn farið upp á þak og fylgst með. Þá voru líka einn einhverjir á ferli. Um kvöldmatarleytið var orðið frekar hvasst og þakið á húsinu á móti okkar byrjað að losna. Við stálumst öðru hvoru uppá þak og fylgdumst með en upp úr tíu var okkur öllum bannað að fara út þar sem að fellibyurinn var orðin frekar kröftugur. Klukkan ellefu um kvöldið var þakið á móti orðið alveg laust og á svipuðum tíma fór rafmagnið. Það var búið að vera um 34 gráðu hiti og 70% raki svo það var ansi slæmt að missa loftræstinguna þegar við vorum 17 að deila litlu rými. En við áttum til þrjá blævængi og 4 flöskur af rommi. Ég held að enginn í húsinu hafi sofið vel en ég vaknaði í nokkur skipti við stóra fjúkandi hluti í götunni. Í eitt skipti heyrði ég öskur og um morguninn sár kisu mjálm.

 

Daginn eftir virtist allt líta þokkalega út, svona miðað við lætin um nóttina. Við Skoðuðum útsýnið af þakinu á skólanum og flest virtist enn vera á sínum stað. Sú sýn breyttist síðan algjörlega þegar við röltum um hverfið okkar í Old Habana. Tré höfðu rifnað upp með rótum og aldagömul risastór stytta hafði brotnað af einu þakinu. Það voru margir á ferli og flestir tilbúnir að hjálpa. Það var allt á floti og margar götur lokaðar. Þegar við óðum nokkrar göturnar sáum við að fólk var enn heima hjá sér þrátt fyrir að vatnið næði þeim upp að öklum. Við ákváðum að gista eina nótt í viðbót í skólanum þar sem enn var hætta á litlum eftirbylum og vegna þess að að engin ljós voru á götunum og þar með frekar auðvelt að ræna af okkur töskunum og símunum í myrkrinu. Við drukkum því bara það síðasta af romminu uppá þaki með hinum úr skólanum og fylgdumst með fólkinu ráfa um göturnar.

Rafmagnið kom ekki á fyrr en rúmum sólarhring síðar en var alltaf að koma og fara. Við nýttum fyrstu rafmagnstímana í að skjótast heim og kveikja á loftræstingunni til að geta allavega komið heim í ferskt loft þótt við myndum sennilega þurfa að sofa í heitu og röku herbergi. En rafmagnið var sem betur fer á alla nóttina og fór ekki aftur af fyrr en kvöldið eftir, tveimur sólarhringum eftir fellibyl, í okkar hverfi það er að segja. Sum hverfin fengu ekki rafmagn fyrr en nokkrum dögum seinna.

Þegar rúm vika var liðin frá fellibylnum var varla hægt að sjá að hann hafi yfir höfuð komið – í það minnsta ekki inni í miðbæ Old Havana. Þar hjálpuðust allir að að þrífa og gera fínt, hreinsa götur og fjarlægja tré sem höfðu brotnað niður og flest gengur aftur sinn vanagang. En að sjálfsögðu er margt enn ógert.

 

*Ýtið á myndirnar til að gera þær stærri*

 

ÍRIS 

instagram

 

 

[/fsn_text][/fsn_column][/fsn_row][/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.