Ef þú ert á leiðinni á vesturstöndina í Bandaríkjunum mæli ég með að koma við í San Francisco. Einungis 12 mínútum frá er eyja með heimsfræga fangelsinu Alcatraz. Árlega heimsækja um 1.000.000 ferðamenn fangelsið og labba um með audio guide sem segir þeim sögurnar af Al Capone og The Great Escape from Alcatraz.

Ekki bara fangelsiseyja

Það sem kom mér á óvart var að á eyjunni sjálfri er ekki bara fangelsi. Þarna átti fólk heima. Fjölskyldurnar voru nokkrar og voru krakkarnir jafnvel vanir því að heyra lætin í föngunum á kvöldin. Tilgangur staðsetningar fangelsisins var ekki bara að hafa það á eyju svo að það væri ekki hægt að flýja – heldur var það líka andlegt. Það reyndi mikið á andlegu heilsu fangana að sjá að þeir væru útúr og oft á kvöldin heyrðu þeir í fólki sem var að skemmta sér því að bergmálið ferðaðist alla leiðina á eyjuna. Þar var aftur verið að minna þá á, að fólkið heldur áfram að lifa lífinu en þeir staðna í fangelsinu. Það tók verulega á hjá föngunum. Eins var líka villandi að sjá hvað það væri ,,stutt” í borgina en mjög erfitt er að synda á milli því sjóstraumurinn er svo gífurlega mikill.

Að koma í Alcatraz er ótrúleg upplifun og felst undir “dark tourism” (sbr. Auschwitz, S21 og svo framvegis). Í fangelsinu eru svo sagðar endalausar sögur og hægt er að labba útum (næstum) alla eyju og ímynda sér hvernig það var að vera þarna.

Ef heppnin er með þér gætirðu hitt gamlan Alcatraz fanga!

Til þess að trompa ferðina var gamall fangi á eyjunni. Hann skrifaði bók um sína dvöl í Alcatraz en hann sat inni í þrjú ár. Maðurinn heitir Will Baker og bókin hans heitir A Night At The Rock. Will tók vel á móti okkur og spjallaði við okkur um hvernig dvölin hans í Alcatraz varð. Hann hefði misstigið sig í lífinu og var einn besti falsari landsins (að eigin sögn!). Hann náði aldrei að festa sig almennilega í einhverju og var því inn og út úr fangelsi allt sitt líf. Núna hagnast hann af bókinni og er á eyjunni að kynna bókina sína nokkrum sinnum í viku. Það er ótrúlega dýrmætt að geta talað við svona mann sem hefur upplifað að vera þarna.

Fyrir áhugasama bendi ég á myndina The Real Story: Escape from Alcatraz –

Bókið fyrirfram

Eins vil ég koma því á framfæri að bóka miðana fyrirfram. Við lentum í algjörum hremmingum þegar að við ætluðum bara að bóka viku fyrir tímann. Lentum í að þurfa bíða

fyrir utan miðasöluna frá kl. 3:30 til 7:00 en á sumrin er alltaf stappað í þessar ferðir. Miðinn kostar í kringum 30$ en er hverra krónu virði.

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.