vertu spontant

Ekki plana fyrirfram
Þegar þú hefur ekkert fyrirfram ákveðið plan í ákveðnum tímaramma þá getur þú skipt um skoðun og leikið eftir hendinni án þess að tapa einni einustu krónu.

Forðastu að skoða myndir af áfangastöðunum þínum fyrirfram
Það er erfitt að gera sér væntingar fyrir einhverju sem maður hefur ekki eina einustu hugmynd um. Því er nokkuð öruggt að tryggja að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum.

Ekki bóka þig langt fram í tímann
Spilaðu frekar eftir hendinni hverju sinni. Hví að bóka hótel þegar þú getur gist frítt? Couchsurfing er starfrækt um allan heim og þú getur fengið “local guide” með fría sófanum eða rúminu þínu. Ef þú sendir nokkrar beiðnir um sófa á hverjum stað þá er nokkuð öruggt um að minnsta kosti einn getur gefið þér þak yfir höfuðið ef prófíllinn þinn er áhugaverður. Annars er AirBnB einnig góður möguleiki. En síðan er líka gott að vera ekki á allra síðustu sekúndu.

Interrail hvað?

Sannleikurinn er hreinlega sá að lestar í Evrópu eru í dýrari kantinum og þú situr oftast einn í þeim tímunum saman, þar að segja ef þú ert einn. Samfélög eins og carpooling og blablacar gera ferðalagið þitt einfaldlega miklu skemmtilegra og eftirminnilegra, auk þess er ferðalagið oftar en ekki styttra en með lest. Fólk býður upp á auð sæti í bílum sínum gegn vægu gjaldi frá áfangastað A til B. Þetta er yfirleitt um þriðjungi til fimmfallt ódýrara heldur en að taka lest fyrir 12-25 ára! Fyrir þessa frábæru sparnaðarhlið þá kynnistu líka mismunandi fólki og getur þar að auki fengið ráðleggingar um þá staði sem vert er að skoða í spontant ferðalaginu þínu.  Svo er auðvitað alltaf möguleiki að fara allt á puttanum, en það er ekki ráðlagt ef þú ert tímabundin/nn og svo er það auðvitað ekki ráðlagt hvar sem er. Ég myndi kynna mér öryggi fyrir puttalinga á netinu í þeim löndum sem þú hyggst heimsækja ef þú ert að hugsa um að taka Evrópureisuna þína á puttanum.

óvissan kemur manni alltaf á óvart

Lonely Planter eru frábærar leiðabækur, en kannski aðeins of fyrirferðamiklar að mínu mati. Þær geyma helstu fjársjóði heillrar heimsálfu á sparplani, en innihalda einungis helstu stórborgirnar og það helsta sem hver túristi vill sjá í hverju landi fyrir sig. Yfirleitt er hægt að nálgast frábær borgarkort sem innihalda helstu áfangastaðina frítt á hverjum stað fyrir sig. Ef þú vilt láta koma þér á óvart þá er alltaf möguleiki á að spyrja heimamenn um hvað sé áhugavert að sjá.

Leigðu þér hjól
Hægt er að nálgast hjól auðveldlega um alla Evrópu. Það er tiltölulega auðvelt að hjóla í hvaða borg sem er og nokkuð öruggt vegna góðra hjólreiðastíga. Upplifunin er líka æðisleg vegna þess að þú sérð einfaldlega meira með berum augum heldur en þegar þú tekur sporvagna eða aðrar samgöngur milli staða.

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.