,,Kúkar þú peningum?” – ,,Eru að fá borgað fyrir að fljúga með þessu flugfélagi” – ,,Ertu á prósentum eða með einhvern samning”  – ,,Hvurslags laun ert þú eginlega með” – ,,Einhver er innkoman” 

Nóbb. Ekkert að ofantöldu.
Ég er bara ógeðslega dugleg að spara. 

Verandi þessi æsta ofvirka týpa sem kann ekki að vera kyrr, reyni ég að ferðast eins mikið og ég get.
Ég nýti hvert tækifæri í að vera ekki heima hjá mér, hvort sem ég fer út á land eða út fyrir landssteinana – og það kostar sitt.

En þetta er ekki nýtt hobbý og alls ekki ódýrt en ég er orðin nokkuð reynd í að bóka, plana (samt ekki)..og spara. 

Ég ætla að fara yfir mín helstu leyndarmál um það hvernig ég spara fyrir ferðalag, hvenrig ég plana það á sem ódýrastan hátt en hvernig ég fæ á sama tíma sem mest út úr ferðinni.

En vill þó taka fram að þetta eru mín trix og ráð o er  þetta er það sem hentar mér og minni tveggja manna low maintenance fjölskyldu.

 

 

Sparnaðurinn – leiðinlegasti parturinn.

Þar sem ég er í fastri vinnu sem gefur mér ekki þann kost að ferðast meira en 5 vikur samfleytt einu sinni á ári og einstaka langar helgar þarf ég að nýta þann tíma sem ég hef. En þess á milli þá vinn ég. Ég reyni að taka sem mesta aukavinnu sem mér býðst og nýti mér yfirvinnutíma ef einhverjir eru.

Ég á tvo reikninga sem ég vinn með í þessu ferli mínu
1. Húsaleiga og reikningar, matur og fullorðinsbras, almennt flipp með vinkonum en í hófi.
2. FERÐASJÓÐUR

Ég hef vanið mig á það að nýta mer það sem ég hef, að vera nægjusöm en ekki að neita mér um neitt en ég fer þó eftir nokkrum reglum:

-Ég reyni að kaupa ódýrari kostinn (ef hann er ekki slæmur fyrir náttúruna og umhverfið) og er nýtin.
-Ég geri mér viku eða mánaðar budget miðað við verkefni vikunnar/mánaðarins.
-Ég nýti mér afslætti.
-Ég hendi ekki afgöngum.
-Ég elda súpu.
-Ég vel og hafna.
-Ég fer sjaldan á kaffihús og býð frekar vinkonunum heim.
-Ég nýti ferðina og labba eins mikið og kostur er.
-Ég geri mér nesti.
-Ég kaupi mér ekki föt eða nýja hluti nema það sé nauðsynlegt.
-Ég tek aldrei lán og reyni að skulda ekki neinum því það er ekkert leiðinlegra en að þurfa að neita sér um ferðalag eða hvað sem er annað til að geta borgað upp skuld sem auðveldlega væri hægt að komast hjá.

(og á sama tíma er ég miklu náttúruvænni sem er það besta við þetta allt saman)

Í lok hvers mánaðar legg ég allan þann afgangs pening sem ég á inn á ferðasjóðinn og reyni að eiga meira afgangs næsta mánuð, þótt einn mánuður geti auðvitað verið dýrari en sá næsti.

Þegar nær dregur að ferð og ég er virkilega farin að vera spennt hef ég vanið mig á það að taka að minnsta kosti 100.000 til hliðar fyrir sjóðinn í byrjun hvers mánaðar, lifa ódýrt og leggja síðan afgangs pening (ef einhver er) inn á ferðasjóð í lok mánaðar.

En það þýðir að ég þarf að vera útsjónarsöm og skipulögð og annaðslagið neita ég mér um eins og eitt eða tvö skemmtikvöld eða annað sem mig langar að gera.
..en oftast er allt þetta algjörlega þess virði því að ferðaþráin vegur meira en allt annað.

Þegar ég bjó á Grænlandi voru ferðalögin mín enn dýrari (en samt ferðaðist ég mikið) þar sem ég þurfti alltaf að byrja á því að fljúga til Íslands. Því bættist um 100-150.000kr við reikninginn. Þá vandi ég mig á það að taka frekar út pening og gefa mér strangt budget. Þannig gat ég líka fylgst vel með því hversu mikið ég var að nota dags daglega. Annað slagið leyfði ég mér að nota afganginn (ef einhver var) í að fara út að borða í staðin fyrir að leggja hann inn. 

EN reglur eru til þess að brjóta þær og til þess að halda geðheilsunni er nauðsynlegt að vera ekki of strangur. Það er gott að hafa markmið en stundum er líka næs að leyfa sér. En þegar það kemur að ferðalögum skiptir jafnvægið öllu til þess að þetta gangi allt saman upp 🙂

 

Þegar ég kom heim úr síðasta 5 vikna ferðalagi átti ég 47 krónur þegar mánuðurinn var ekki einusinni hálfnaður. 
En ferðalagið var samt klárlega þess virði!
Sem betur fer eigum við Kaali góða að og mat í frystinum. 

Lífið krakkar!

 

ÍRIS 

instagram

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.