Smá öðruvísi færsla en sumu verður maður bara að deila!

Það er eitthvað við það að skoða ferðamyndir frá öðrum sem kveikir þennan neista til að ferðast. Hérna eru nokkrir sem ég tók saman sem ég held að þið munuð hafa gaman af.

1.Sunna Dögg

Sunna var búsett í Qatar og vann þar fyrir Qatar Airways og leyfir manni að skyggnast inn í flugfreyjulífið.  Hún ferðaðist útum allan heim og tekur skemmtilegar myndir á Instagram aðganginn sinn sem lætur mann vilja sól, sumar og strönd og það strax!  sunnadg fyrir áhugasama.

2. Karitas Sigurðar

Karitas bjó á Balí um skeið. Karitas hefur magnað auga fyrir ljósmyndum og eru myndirnar hennar ofboðslega fallegar! _karitas 

3. Viðja Jónasar

Viðja tekur ævintýralegar og öðruvísi myndir útum allan heim. Virkilega gaman að fylgjast með henni! vidjajonasar

4. Bryndís

 

Þessi stúlka hefur farið útum allan heim og myndirnar hennar eru svo góðar að manni finnst maður vera á staðnum! ibryndis er án efa einn uppáhaldsgrammarinn minn. Kíkið á hana – Sjón er sögu ríkari.

5. Edda Valdimars

Yndisleg stúlka sem gerði sér lítið fyrir og skrapp til Balí og Thailands í síðustu jól enda mikilvægt að koma endurnærður í janúarslabbskóla season-ið. Vafrar nú um ítalíu og sýnir okkur það allra besta sem landið hefur upp á að bjóða. Geggjaðar myndir sem lætur mann fara beint inná dohop að panta einn flugmiða. –>  eddavald 

6. Fanndís Friðriks

Eins og mörgum er kunnugt er Fanndís í landsliðinu í fótbolta og er nýbúin að semja við franska liðið Marseille. Hún er líka dugleg að flakka um Evrópu og eru myndirnar hennar stórskemmtilegar! Kíkið á hana –>  fanndis90 

og auðvitað nefni ég allar Gekkó stelpurnar sem eru náttúrulega magnaðar á myndavélinni. Eruð þið að DJÓKA hvað þær eru flottar.

@selma.kjartans

@hjordix

@elinkristjans

@asasteinars

@iamberglind

@heidrunardottir

@lindasaeberg

…Þangað til næst! x

E.S sendið á mig línu ef þið eruð með hugmyndir um fleiri ferðagrammara til að fylgjast með.

Guðfinna

Ég er líka á instagram !x

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.