[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Hvað er El Classico?

El Classico, leikur á milli erkifjendanna í FC Barcelona og Real Madrid, er líklega stærsta fyrirbæri félagsliða knattspyrnunnar. Áhorfendur og leikmenn þessara liða bíða allt árið eftir að sjá þessi tvö lið etja kappi og ávallt er uppselt á þessa leiki nánast samstundis og miðar eru gefnir út. Viðureign þessara liða hafa gríðalega þýðingu og ekkert nema sigur í kortunum fyrir bæði lið. Viðureignin er líka táknræn fyrir baráttu þessara stóru borga allt frá því á Franco tímabilinu til dagsins í dag að Katalónía vilja sjálfstæði frá Spáni.

Rafmögnuð Upplifun!

Upplifunin af El Classico er mögnuð. Stenmingin í borginni stigmagnast dagana fyrir leik og er orðin áfreyfanleg á leikdegi. Leikir á Spáni eru oft seint á kvöldin svo dagurinn hjá mörgum stuðningsmönnum fer í að undirbúa sig andlega. Þegar nálgast leik eru allir barir á Travessera de les Corts kaffullir og í raun allt Les Corts hverfið fullt af stuðningsmönnum. Bannað er að selja eða hafa áfengi við hönd á völlum á Spáni svo þeir sem hyggjast auka á gleði sína yfir leiknum verða að mæta snemma til að drekka úr sér kvíðann við óvæntum úrslitum. Úti á öllum götum nálægt leikvangnum er fólk. Bjórsölumenn ganga með ískaldann Esterella á milli manna á góðu verði. Fyrir þá sem ferðast til Barcelona til að sjá leik mæli ég með því að fara í troðninginn í lestinni á leið á leikinn. Þá er tekið grænu línuna á leið að Palau Reia. Stuðningsmennirnir taka lestina og smitandi spenna þeirra innfæddu kemur hjartanu til að slá ögn hraðar. Fyrir allra hörðustu stuðningsmennina er nauðsynlegt að fara og skoða FC Barcelona safnið á leikvanginum. Þar er líka risastór verslun sem selur gjafavörur og allar gerðir búninga sem öllum stuðningsmönnum dreymir um. Safn Barcelona félagsins er magnað og býður safngestum upp á að skoða völlinn að innan sem utan, frá andyri til búningsklefa.

Annað sem Barcelona hefur upp á að bjóða…

Að heimsækja Barcelona býður upp á margt fleira en fótbolta en hverfin Gotico, Barceloneta og Eixample eru þau helstu til að skoða. Borgin er öll stútfull af list og arkitektúr og eitthvað við allra hæfi.

  1. Gotico: Elsta hverfið, með þröngum dimmum götum sem skal vara sig á að næturlagi. Dómkirkja Barcelona, barir og búðir.
  2. Agbar Turninn: Marglitaður turn í laginu eins og byggukúla. Hýsir Vatnsfyrirtæki
  3. Eixample hverfið: Hverfið er byggt upp á grindarformúlu sem gerir það að verkum að aldrei er umferðatraffik í hverfinu. Í hverfinu er helsta tákn Barcelona borgar, kirkjan Sagrada Familia.
  4. Barceloneta: Strönd borgarinnar með mögnuðum næturklúbbum eins og Opiun og  Shoko alveg við ströndina.
  5. Placa Espanya: Listasafn Katalóníu, Barcelona Pavillion og Las Arenas verslunarmiðstöðin.

Hótel og Samgöngur

Fyrir þá sem hyggjast fara til Barcelona hvort sem er til að fara á El Classico, aðra leiki eða bara til að heimsækja borgina mæli ég með hótelnum nálægt Placa Catalunya torginu. Þaðan er auðvelt að komast allra leiða sinna um borgina með lest eða strætó auk þess sem verslunargöturnar Passeig de Gracia og Las Ramblas liggja báðar að torginu. Metroið í Barcelona er einstaklega þægilegt og lestir ganga á um 3 mínútna fresti frá 5 á morgnanna til 12 á kvöldin.

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Avatar

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.