Nú, 3 mánuðum eftir að ég yfirgaf Balí, er enn opið sár á hjartanu mínu. Ég held að flest allir sem hafa farið til Balí skilja mig þegar ég segi að þú ert ekki söm/samur eftir að hafa kynnst þessari menningu og þessari eyju. Setningar á borð við „ó Balí….“ eða „muniði.. á Balí..“ heyrast enn mjög reglulega hér heima þegar fjölskyldumeðlimir eru að sakna og ræða saman um þann söknuð sem við finnum fyrir.

Það er ekki bara yndislega fólkið sem að gjörsamlega gerði mig orðlausa og gróf sig í hjartað mitt. Það er líka náttúran. Fegurðin allt um kring er algjörlega ólýsanleg og mátti sjá gróður og náttúruparadís hvert sem augað leit.

Canggu

Ubud


Water Palace

Eldfjallið Gn. Agung

Sólsetrið 

Sólsetrið á þessari eyju er engu líkt. Hér er annars vegar niður við strönd í Seminyak og hinsvegar fyrir utan heima hjá okkur í Penestanan

Tegalalang hrísgrjónaakrarnir

Víðsvegar má finna hrísgrjónaakra, hver öðrum fallegri. En þessir hér tiltekni heitir Tegalalang og er hann á lista Unesco World Heritage Site

Balí Swing

Hér má sjá eina hamingjusama og frjálsa fjölskyldu sem rólaði sér yfir regnskógana og snerti himininn! Eða eins og þessi 10 ára orðaði það „mér líður eins og ég sé að fljúga!“

 

Komdu svo og fylgdu mér á Instragram!

About The Author

Linda Sæberg
Færsluhöfundur

Linda býr fyrir austan á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni og er eigandi vefverslunarinnar unalome.is. Hún elskar að ferðast og eyddi fæðingarorlofinu sínu á ferðalagi með fjölskylduna, þar sem þau eyddu mestum tímanum búsett á Balí. Hún veit ekki alveg hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór, en hefur lokið námi í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Linda hefur einstakann hæfileika í að njóta lífsins, grípa augnablikið, meta litlu hlutina, gera ógeðslega mikið mál úr litlum hlut (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt mál), og í raun bara vera til. Hún reynir að taka myndir af sem flestu sem hún gerir og ætlar að deila því skemmtilega með ykkur.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.