Við Kaali vinnum bæði í ferðaiðnaðinum. Sem gerir það að verkum að það er erfitt að komast í sumarfrí yfir sumartímann. Mín vinna er vissulega þægilegri uppá frí að gera en þegar hann er the man of every hour er erfitt að komast í burtu svo September frí it is.

Ég kvarta svosem ekki, mér finnst hvergi betra að vera á sumrin en í kvöldsólinni á Íslandi. Ég eyddi í fyrra í fyrsta sinn heilu sumri á Íslandi (fyrir utan eina viku á Grænlandi). Ég ferðaðist mikið um landið og naut þess að vera til. Mikið ósköp var það næs. Auðvitað á maður að njóta á meðan er.

En september er okkar mánuður til ferðalaga og í ár liggur leiðin til Kúbu.
Ég hef dálitlar væntingar. Ég er búin að lesa mig smá til en ætla samt að fara þangað, eins og í öll ferðalölg – með opnum hug og tóma skyssubók.

Við munum fljúga til Toronto um leið og við sleppum úr vinnu í lok ágúst og svo þaðan til Havana í byrjun september.

Við ætlum að gista hjá heimafólki í Havana og læra spænsku.

Þar verður okkar ,,base” í þrjár vikur með það að markmiði að læra, vera, njóta og dansa.
Við erum búin að skrá okkur á spænskunámskeið svo vonandi kem ég heim með dass af nýju tungumáli í farteskinu. Það kemur sér vel þar sem mig langar að gefa mér góðan tíma í að skoða mig vel um í suður- og mið ameríku á næstu misserum.

Við munum að sjálfsögðu skoða okkur mikið um í Havana og Old Havana en reyna líka að ferðast eins og við getum um Kúbu.

Mig langar til Vinales

Vinales er bær á vestanverðri Kúbu. Þangað benda mér allir sem heimsótt hafa Kúbu að fara og þykir mér líklegt að ég geri mér ferð þangað í 2-3 daga. Þar langar mig að kynnast heimamönnum, fræðast um vindlagerð, flýja mannfjöldann og gleyma mér í óbrotinni Kúbverskri náttúru.
Mér líður hvergi betur en í náttúrunni og reyni alltaf að elta náttúruna og friðinn, burt frá öllu og öllum. Í Vinales ætla ég að leyfa náttúrunni og fjöllunum algjörlega að ná tökum á mér.

Hvernig er hin klassíska Kúba?

Trinidad er líka staður sem hefur troðið sér inn á bucket listann minn, þrátt fyrir að vera þekktur ferðamannastaður. Bærinn er staðsettur í miðri Kúbu og er víst eins og hin klassíska ímynd af Kúbu, (hvernig sem sú ímynd nú er) steinlagðar götur, fallegur arkítektúr og litrík hús.

Þar er þjóðgarðurinn Topes de Collantes innan fjallagarðsins Escambray Mountains þar sem gaman væri að hlunkast uppá einhvern tindinn og njóta náttúrunnar.

Annars er ég lítið búin að plana fyrir þessa ferð og ætla, eins og ég sagði hér fyrir ofan að mestu að láta ferðina ráðast þegar við erum komin til Kúbu. Í þau fáu skipti sem við höfum gert plön fyrir brottför ganga þau aldrei eftir og við gerum alltaf eitthvað allt annað – sem er samt líka bara snilld. Skemmtilegustu ferðalögin hafa alltaf verið þau sem eru algjörlega óplönuð og til landa, borga og bæja sem við vitum lítið sem ekkert um.

En ég er bara svo ógeðslega spennt að ég get lítið annað gert en að skoða Kúbu á google earth/google maps.

Þangað til verðum við dugleg að ferðast um Ísland og njóta GÓÐA VEÐURSINS!

ÍRIS

Instagram

 

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.