Það kemur stundum fyrir að ég bara .verð. að komast í burtu. Ég var orðin þannig í desember í skammdeginu og orðin langþreytt á Íslandi. Mér var sléttsama hvert ég væri að fara – bara svo lengi sem ég myndi skipta um umhverfi. Ódýrasta flugið var til Dublin og við ákváðum að drulla okkur þangað korter fyrir jól – signed sealed delivered.

Ég hef ferðast voðalega lítið um Bretland. Eiginlega bara ekki neitt en Bretland hefur aldrei verið hátt á listanum mínum Hef komið Englands nokkrum sinnum þó aðallega í millilendingum, komið til London, Manchester og Nottingham og ekkert fundist það neitt sérstaklega spennandi – svoleiðis að væntingarnar voru ekki miklar fyrir Írlandi.

Dublin er fín borg í tvo daga. Þetta er ekki áfangastaður sem ég mun koma til með að ferðast aftur til en það var mjög gaman að heimsækja borgina og tala nú ekki um að kúpla sig úr desember geðveikinni. Við komum svo heim á þorláksmessu: í tækta tíð fyrir jólin á Íslandi og með nokkra auka pakka undir jólatréð.

Helstu kostir og fróðleikur um Dublin

Mjög stutt flug frá Keflavík (rúmlega tveir tímar)
Hentug borg fyrir verslunaróða en það er mikið af búðum í boði
Ekki of stór borg heldur (auðvelt að komast á milli staða)
Það er bannað að gefa þjórfé í leigubíl
Þokkalega hagstæð í verði (það eru evrur ekki pund á Írlandi)
Írar eru allra vilja gerðir og ótrúlega hjálpsamir
Ég mæli með bókasafninu í Trinidad Univeristy – Algjörlega magnað

Ókostir

Voðalega takmörkuð afþreying önnur en að versla (nema út fyrir borgarmörk)

*Smá tips fyrir foreldra á ferðalagi: Við bókuðum flugið okkar með WOW air og keyptum okkur sæti í fyrstu röð. Það var hverra krónu virði. Það er samt einungis hægt í nýju vélunum þar sem neyðarútgangur er ekki við fyrstu sætaröðina.

Góða ferð til Írlands! x

Guðfinna

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.