Hér langar mig að deila með ykkur áfangastöðum sem mig langar að heimsækja. Þeir eru að vísu eins ólíkir og þeir gerast en mig dreymir um að fara útum allan heim. Grínlaust. Ég væri til í að heimsækja öll löndin í heiminum. Ég læt þá topp 10 duga þó að listinn minn er endalaus. Njótið.

1. Papa New Guinea

Mynd: Australian Geographic 

Mynd: Australian Geographic

Ég er nokkuð viss um að ef að móðir mín er að lesa þetta þá sé hún gráti nær. Hún myndi eflaust aldrei samþykkja að ég færi til Papa New Guineu. Satt best að segja veit ég ekki hvað laðar mig að við þennan stað. Ætli það sé ekki hvað þau eru ekki á sama tíma og við. Þarna eru ættbálkar, sumir með það orð á sér að borða mannakjöt, allir málaðir í strápilsum. Þeirra líf er svo fjarri okkar raunveruleika að ég get ekki annað en að setja þetta land hér á lista. Ég veit samt ekki hvort að ég myndi þora ein, en ef mér gæfist tækifæri að fara þangað – þá myndi ég ekki hika.

Mynd: The Guardian  Mynd: The Guardian

2. Norður-Kórea

Eftir að hafa verið búin að lesa bókina Engan þarf að öfunda og séð myndina The Interview getur maður ekki annað en spáð hvernig landið er í raun og veru. Ég hef margoft hugsað um að sækja um og athuga hvort að ég fengi að fara inn sem ferðamaður en aldrei látið verða að því. Ég hugsa að það sé útaf því að ég myndi ekki vilja fara inn sem ferðamaður heldur frekar að fara inn í landið sem Rauði krossinn eða einhver sem getur aðstoðað þá bágstöddu. Þarna ríkir hungursneyð, fólk er vanrækt og einræðisfasisminn er hvergi eins. Fyrir utan það þá vona ég að landið verði opnað og að ,,hver sem er” geti komið og heimsótt það og þar af leiðandi afnema þá þrælkun og hungursneyð sem er að eiga sér stað.

Mynd: National Post Mynd: National Post

3. Ísrael/Palestína

Ég talaði við konu um daginn sem er frá Palestínu. Hún sagði mér að hún hefði búið hjá systrum pabba síns í æsku. Þær voru allar á mismunandi stað í lífinu. Ein var moldrík, ein hafði það fínt og hin var fátæk. Konan sagði mér að dýrmætasta tímabilið hafi verið hjá þessari fátæku – því þá færðu menninguna beint í æð og lærir að lifa lífinu með því að nýta og njóta það sem maður hefur. Ég hef alltaf haft þörf til þess að fara til Ísrael/Palestínu – og þessi saga kveikti ævintýraþránna ennþá meir.

Mynd: Nation of change  Mynd: Nation of change

4. Jórdanía

Í janúar fór ég til Tyrklands á námskeið á vegum Evrópu Unga fólksins. Með mér á námskeiðinu var m.a. fólk frá Jórdaínu. Eitt verkefnið var að skrifa hluti um það sem maður hélt um Jórdaníu. Við íslendingarnir skrifuðum olía, kvennfyrirltning, mismunin kynja og ég veit ekki hvað og hvað. Í kom ljós að við íslendingarnir vorum fáfróðustu einstaklingarnir á svæðinu. Þau frá Jórdaníu sögðu okkur að það halda allir að þau séu “þessi þjóð” því hún liggur alveg við Sádí Arabíu, Írak, Líbanon og Ísrael. En það fyndna var að Jórdanía er ótrúlega áhugaverð þjóð. Þar eru t.d. nánast allir enskumælandi og með háskólagráðu. Við íslendingarnir litum út eins og fávitar – en engu að síður langar mig að heimsækja staðinn. Svo má ekki gleyma frægu Petru en það er svona helsta ástæðan afhverju mig langar að fara þangað. Petra eða “týnda borgin” er borg gerð úr steinum. Gúgglið endilega fleiri myndir – þetta er magnað fyrirbæri.

Petra - Mynd: The PlanetD Petra – Mynd: The PlanetD

5. St. Pétursborg & Moskva

Ég á rosalega erfitt með að réttlæta það að heimsækja Rússland. Eftir vetrarólympíuleikana í Sochi, lögin á samkynhneigða varðandi ást og umhyggju á almannafæri og einræðishyggju Pútíns þá er ég í semí mótmælum við landið. Ég veit að maður á ekki að láta álit 1 manns lita heilt land en ég vil ekki gera honum til geðs og láta eins og ég ég “lýði” það. Aftur á móti er Rússland stórkostlegt land – ef dæma má af myndum. Í mörg ár hefur mig dreymt um St. Pétursborg og Moskvu. Ég tók meira segja valáfanga í Rússnesku hér í denn.  Rússneskur stíll er eitthvað svo sjarmerandi. Hver veit.. kannski gefst ég upp að lokum og kíki.

Mynd: www.suggestedkeywords.com 

Mynd: www.suggestedkeywords.com

Mynd: Likefm.org 

Mynd: Likefm.org

6. Bólivía

Saltstrendur, saltstrendur, saltstrendur. Orð eru óþörf. Skoðið bara myndirnar og segið mér að þið væruð ekki til í að vera þarna!

Mynd: Huffington Post  Mynd: Huffington Post Mynd: Tripelio Mynd: Tripelio

7. Istanbul

Ég á mér draum að fara til Istanbúl. Ég var ekki heppnari en það að hafa bara millilent þar. Ég verð að sjá Haga Sofia áður en ég dey. Þetta er ekki flókið. Öll frjáls framlög vel þegin.

Mynd: Youngambassadorsociety.org  Mynd: Youngambassadorsociety.org

 

8. Suður-Kórea

Fyrst maður er búinn að skrifa Norður-Kóra niður á blað þá verður Suður-Kórea að fylgja. Ég væri mest til í að sjá muninn á þessum tveimur löndum í sömu ferð. Ég held að Suður-Kórea sé leyndur demantur og virkilega skemmtilegt land. Svo er alltaf gaman að heimsækja lands hinn mikla meistara Psy – Þessvegna fær það að vera hérna í ToppTíu!

Mynd: BloombergBusiness 

Mynd: BloombergBusiness Mynd: Chincha.co.uk Mynd: Chincha.co.uk

9. Grænland

Það er hálfvandræðalegt hvað ég er með mikið Grænlandsblæti. Þó svo að við séum með jökla og kalt land og frábær og best þá langar mig samt að fara til Grænlands – en þið hljótið að vera að grínast hvað það er dýrt að fljúga. Einu sinni ætlaði ég að vera spontant og bóka flug til þess að stökkva langt út fyrir þægindarammann. En 90.000 fyrir flug til lands sem tekur rúman klukkutíma get ég bara ekki gúdderað. Ég mun kannski gúddera það þegar að ég er orðin eldri – en eins og staðan er núa er það fulldýrt. En yfir í Grænland – Það er svo ósnortið, framandi, nýtt og spennandi. Eða mér finnst það. Veit um c.a. 30 manneskjur í insta hring sem eru ósammála. Ég veit ekki með ykkur en ég er ansi heilluð.

Mynd: letstravelsomewhere.com  Mynd: letstravelsomewhere.com

10. Morocco

Fleiri sögur frá Tyrklandsferðinni en þar voru Belgar með á námskeiðinu. Þau eru öll múslimar og heimsækja öll Morocco yfir Ramadam. Miðað við þeirra lýsingu á Morocco dauðlangar mig að fara. Minn helsti akkilesarhæll er að það er rosalega auðvelt að selja mér áfangastði. Ég fór beint heim að gúggla og ég verð að komast þangað. Helst í dag.

Mynd: Letstravelsomewhere.com 

Mynd: Letstravelsomewhere.com

Vona að þið hafið haft gaman að þessu. Hrikalega auðvelt að nefna 10 staði – Hver veit nema að ég geri annan svona póst ef áhugi er fyrir hendi!

 

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.