Eftir að vinkonuhópurinn tók sér dágóðann tíma til að ákveða hvaða borg ætti að skoða í vinkonuferðinni árið 2018, var tekin skyndiákvörðun um að fara til Edinborgar.
Hvílík eindemis dásemd sem sú borg er!

 

Flug

Til að byrja með þá er flugið þangað mjög stutt og því algjörlega tilvalið að skella sér í stutta helgarferð þangað. Tímasetningarnar á fluginu okkar voru einstaklega þægilegar þar sem við flugum út seinnipartinn á fimmtudegi og heim seinnipartinn á mándegi. Við fengum því 3,5 dag í borginni og flugið ekki nema rétt 2 klukkutímar.
Við bókuðum flugið okkar með EasyJet, lággjaldaflugfélagi með réttu, svo þægindi vélarinnar voru eftir því. Flugið kostaði okkur ekki nema rétt 19.000kr fram og til baka, svo ég pirraði mig lítið á því að geta ekki hallað sætinu fyrir það verð og þennann stutta flugtíma.

Hótel

Við gistum á ágætis hóteli á fínu verði,  Ibis Styles við St. Andrews Square. Hótelið uppfyllti allar þær kröfur sem að ég gerði til þess, en ég hef gist á Ibis hótelum í Mexíkó og í Nice. Hótel í ódýrari kantinum, en mér líkar keðjan ágætlega.
Staðsetningin á þessu hóteli var frábær, 4 mínútur að labba niður að Princes Street með fjöldanum öllum af fallegum hliðargötum og matsölustöðum allt í kring.

„To Do“ í Edinborg

Við vorum ekki með mikið planað yfir helgina enda var aðalplanið að njóta saman við vinkonurnar. Við vorum þó með nokkra hluti sem ég vil endilega mæla með fyrir ykkur.

Mary Kings Close

Við áttum bókað snemma einn daginn í skoðunartúr í Mary Kings Close. Mér fannst það mjög fræðandi og skemmtilega uppsett. Skemmdi alls ekki fyrir að Tom, sem fylgdi okkur í gegnum söguna, var frábær!
Þessi klukkutíma skoðunarferðferð liggur í gegnum gamlar götur Edinborgar sem nú eru undir borginni eins og hún er í dag. Götur og hús sem hafa varðveist í upprunalegru mynd og fá gestir sögu borgarinnar á 16.öld þegar fátæktin var gríðarleg, fólk bjó þröngt með lélegar hreinlætisaðstæður og plága herjaði á borgina sem leiddi til þess að um helmingur íbúa dó.

The Dome

Við, að sjálfsögðu, áttum bókað borð í Afternoon Tea, líkt og þær fínu frúr sem við erum. Uppáklæddar með varalit og á hælum röltum við í átt að fegurðinni. Ég hefði ekki einu sinni geteð reynt að ímynda mér þá fegurð sem The Dome hafði upp á að bjóða svona rétt í byrjun aðventunnar!
Þarna eyddum við seinnipartinum með kampavín og snæddum snittur.

 

GrassMarket

Í fleiri hundruð ár hefur verið markaður á þessum stað. Fegurðin í kring er dásamleg, en Edinborgarkastali gnæfir yfir markaðinn. Þetta er enn í dag markaður þar sem hægt er að gera góð kaup. Við fjárfestum þar í mat, skartgripum og vínylplötum til dæmis.

Victoria Street

Við enda götunnar Grassmarket liggur gatan Victoria Street upp í boga. Sú gata er þekkt fyrir litrík lítil hús sem geyma verslanir en einnig er hún þekkt fyrir að vera gatan í Harry Potter.

Matur

Við áttum bókað borð á laugardeginum í brunch og  laugardags- og sunnudagskvöldið í kvöldmat. Þess utan röltum við um og völdum okkur stað eftir því sem heillaði okkur. Við tókum mjög góðar ákvarðanir um þá staði sem við bókuðum og vorum mjög ánægðar.

Toast Leith

Laugardagsbrunch með kampavíni, hvítvíni og kokteilum. Ég gæti vanist þessu.
Toast er staðsett í hverfinu Leith, sem hefur verið valið “one of the coolest city neighborhoods in the world”. Hverfið er mjög fallegt og skemmtilegt og þessi veitingastaður var frábært með geggjuðum brunch réttum!

Fazenda

Þrátt fyrir að borða ekki kjöt var ég virkilega ánægð með Fazenda og verð að mæla með honum. Sérstaklega þó fyrir þá sem þrá kjöt – en einnig gerir hann mjög vel við okkur hin. Bæði er hægt að panta grænmetisrétti af matseðli, og fara í trylltann salatbar.
Fyrir kjötæturnar er þetta náttúrulega bara algjör upplifun! Hver gestur fær spjald sem er rautt öðrumeginn og grænt hinu meginn. Um salinn vappa þjónar með kjöt á teini af mismunandi dýri, kryddað og matreitt á hinn ýmsa máta.  Þegar þörfin kemur að fá meira kjöt á diskinn sinn kemur einhver af þessum þjónunum og sker kjöt á diskinn. Stemmingin er mikil og þjónustan frábær!

BABA

BABA var veitingastsaður mér að skapi og dreymir mig enn um hummusinn og NAN brauðið sem við fengum. Við pöntuðum þónokkra rétti á borðið saman til að ná að smakka eins mikið og hægt var. Hver einasti réttur var algjörlega sturlaður! Þjónustan var einnig mjög góð og útlit staðarins var virkilega fallegt.

About The Author

Linda Sæberg
Færsluhöfundur

Linda býr fyrir austan á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni og er eigandi vefverslunarinnar unalome.is. Hún elskar að ferðast og eyddi fæðingarorlofinu sínu á ferðalagi með fjölskylduna, þar sem þau eyddu mestum tímanum búsett á Balí. Hún veit ekki alveg hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór, en hefur lokið námi í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Linda hefur einstakann hæfileika í að njóta lífsins, grípa augnablikið, meta litlu hlutina, gera ógeðslega mikið mál úr litlum hlut (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt mál), og í raun bara vera til. Hún reynir að taka myndir af sem flestu sem hún gerir og ætlar að deila því skemmtilega með ykkur.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.