Stundum svífur maður bara í gegnum borgir og hefur ekki allan tímann í heiminum. Hér er smá hugmynd hvernig hægt er að nýta tímann ef hann er knappur í San Fransisco!

San Fransisco kom mér svo sannarlega á óvart, og fannst mér algjör synd að hafa ekki meiri tíma. En ég keypti mér miða í hop-on hop-off CityBus skoðaði helstu hluta borgarinnar á rúmlega sjö tímum.

City Tour San Fransisco

Ef maður hefur takmarkaðan tíma í San Fran þá mæli ég eindregið með því að kaupa sér 24-48 klst miða með San Fransisco City Tour. Þetta er líklega eins besta og fljótlegasta leið til að skoða borgina, en rúturnar aka um helstu hverfin og almenningsgarðana á 20 mínútna fresti. Það er auxiliary tengi við öll sæti um borð þannig hægt er að hlusta á sögu hvers og eins staðar sem keyrt er framhjá. Stundum eru guidar um borð líka sem að segja manni fánýtan fróðleik af ýmsu tagi. Einnig býður fyrirtækið upp á app svo viðskiptavinir geti verið með allt það helsta sem hægt er að gera og fara í lófanum á sér.

Hægt er að kaupa miða og nálgast frekari upplýsingar um City Tour San Fransisco HÉR.

 

The Golden Gate

Gullna Hliðið er eins og mörgum er kunnugt þekktasta kennileiti San Fransisco. Brúin var formlega opnuð þann 26 maí árið 1937, en það tók rúmlega fjögur ár að byggja brúna. Sundið tengir San Fransisco við Karabíska hafið, en það er almennt álitið að nafngiftin sé tilkomin vegna þess að herforinginn John C. Fremont (c.a. 1846) hafi nefnt sundið Chrysopylae, eða Gullna Hliðið (e.The Golden Gate) vegna þess að það minnti hann á höfn í Istanbul sem heitir Chrysoceras, eða Gullna Hornið (e.The Golden Horn). Gullna Hliðið var lengsta brú veraldar fram til ársins 1961. Í dag er það Eystrasaltsbrúin í Danmörku og Akashi-Kaikyo brúin í Japan sem eru lengstu brýr veraldar.

Heimild

 

The Golden Gate Park

Almenningsgarður Gullna Hliðsins spannar 1,017 hektarasvæði þar sem hver og einn getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar eru garðar á borð Japanese Tea Garden, leiksvæði, tjarnir, picnic svæði, hlaupabrautir og fjöldi kennileita svo fátt eitt sé nefnt. Svo má ekki gleyma de Young safninu og the Harmon turninum og California Academy og Sciences sem er í hjarta garðarins. Garðurinn heldur einnig ýmsa viðburði á mismunandi tímum ársins, svo eru líka reglulegir viðburðir eins og danstímar í hádeginu á sunnudögum. Það er ýmislegt sem hægt er að gera í þessum risastóra og fjölbreytta garði.

Nánari upplýsingar má finna um The Golden Gate Park HÉR.

 

Haight Street

Haight Street er næsta stoppistöð við The Golden Gate Park. Haight Street er lifandi eftirminning hippatímabilsins en þar er hægt að finna urmull af “frjálslegum” verslunum sem gæta strauma ýmissa menningarkima. Virkilega skemmtilegt að ganga um þessa götu og skoða sig um.

 

Financial District

Financial District er eiginlega svona miðbær San Fransisco. En þar er m.a. að finna Union Square þar sem nóg er af búðum, veitingastöðum og þið vitið… bara pínu Manhattan fýlingur. Á þessu svæði eru einnig mörg áhugaverð söfn sem gripu auga mitt en ég hafði ekki tíma til að fara að skoða. Einnig eru hverfi eins og Little Saigon og Kínahverfið í grenndinni. San Fransisco er svo sannarlega litrík og skemmtileg borg. Ég hlakka til að fara þangað aftur með meiri tíma!

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.