Heilsa og dekur

Náttúrulaugar á Íslandi – mitt laugablæti

Jónína Brá er algjört náttúrubarn með laugarblæti. Hún hefur búið til þá skemmtilegu hefð á Instagraminu sínu að gefa þeim laugum sem hún heimsækir einkunn. Hér deilir hún með okkur sínum uppáhalds fimm laugum til að heimsækja.

Bjórbað í Árnesskógum

Hverjum hefði dottið í hug að það gæti orðið allra meina bót að baða sig upp úr bjór? Það er víst orðið á götunni að "bjórbað" eða böðun upp úr bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en nokkrum klukkustundum síðar, hefur afar góð áhrif á húð og líkama.