Borgir

Borðað í Bangkok

Taílenskur matur hefur svo sannarlega farið sigurför um heiminn vegna þess hve bragðgóður og fjölbreyttur hann er. Taílendingar eru einstaklega mikil matarþjóð, enda fer stór hluti tíma eingöngu í að njóta matar með ástvinum. Hér eru nokkrar uppástungur um vinsælan mat heimamanna í Bangkok. Þeir sem halda til Bangkok í bráð skulu ekki láta þennan fróðlega pistil framhjá sér fara!

San Francisco: 5 Must-do

Á ferð okkar Stefáns sumarið 2014 um Bandaríkin er óhætt að segja að San Francisco hafi staðið uppúr. Borgin er svo vinaleg, hlý og stútfull af menningu. Ég verð því að gefa ykkur smá tips um fimm MUST DO hluti í þessari frábæru borg!

Kuala Lumpur: Hin fullkomna millilending!

Kuala Lumpur er nútímaleg og falleg borg sem vert er að skoða. Á hverju horni eru fallegir veitingastaðir og krúttleg kaffihús. Auk þess finnur þú stórar verslunarmiðstöðvar og verslunargötur. í Kuala Lumpur færðu mikinn lúxus á litlu verði og því er vel þess virði að dekra við sig.

Dubai: Disneyveröld fullorðna fólksins

Ég vissi að Dubai yrði "extreme" borg, en VÁ hún er jafnvel enn magnaðari en ég hafði ímyndað mér! Ég sat algjörlega orðlaus í tandurhreinu lestinni frá flugvellinum í átt að Dubai Marina. Lestin svífur hljóðlaust áfram hátt yfir borginni sem gefur kítl í magann og tilfiningu eins og maður sé kominn inn í framtíðar "sci-fi" bíómynd. 

Kambódía: Choung EK Camp og S21

Choung Ek og S21 eru staðir sem eiga sér þunga og ljóta sögu. Ef þú ert á leiðinni til Kambódíu myndi ég kynna mér þessa staði og kíkja þangað.

Reykjavík: Að vera ferðamaður í eigin borg

Fyrir nokkrum vikum tók ég þátt í leik Icelandair Hotels og Höfuðborgarstofu um að vera ferðamaður í eigin borg. Maður átti að nefna þrjá uppáhaldsstaðina sína í Reykjavík og þá fór maður í pott og gat unnið hótelgistingu á Icelandair hóteli og aðgang á vinsæla ferðamannastaði í Reykjavík. Ég datt svo sannarlega í lukkupottinn en ég vann í þessum leik og eyddi því nóttinni á Reykjavík Natura á sumardaginn fyrsta. 

Songkran hátíðin: Landlægt vatnsstríð!

Songkran hátíðin í Taílandi er haldin í apríl ár hvert. Þá fara allir heimamenn og þeir sem í Taílandi eru út með vatnsbyssur sínar og stunda landslægt vatnsstíð hvor við annan í þrjá heila daga! Stórkostleg skemmtun sem þú ættir ekki að missa ef þú ert á leiðinni til Taílands á þessu tíma.

Evrópureisa: Sóló, sparsamt og spontant!

Langar þig að fara á Interrail en finnst það kannski aðeins og dýrt fyrir þig? Elín deilir hér nokkrum góðum ráðum hvernig gott er a spara pening á bakpokaferðalagi um Evrópu með því að kynnast heimamönnum og nýta sér þjónustur sem kosta lítið sem ekki neitt!