[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Ferðlög hafa aldrei verið jafn þægileg eftir tilkomu snjallsímans. Hér eru sniðug öpp til þess að sækja áður en þú leggur af stað í næsta ævintýri!

Öpp til að hafa samband heim frítt

Þar sem WiFi er í dag til staðar á flestum stöðum, eru alltof háir símareikningar úr sögunni. Það er um nóg að velja, en það eru þrjú öpp sem ég hef bestu reynsluna af og mæli því með: Skype, Viber og WhatsApp.

Skype appið er augljósi kosturinn. Ég kaupi svo inneign í Skype til þess að geta hringt heim fyrir nánast engann pening (sérstaklega ef hringt er í heimasíma). Mér hefur ekki fundist margir vera með appið samt, heldur bara haft Skype í tölvunni og það er það sem fékk mig til þess að fá mér Viber og WhatsApp.

Viber er símaforrit þar sem þú getur hringt, sms-að, sent myndir og fleira, og er klárlega uppáhaldsforritið mitt af þessum þremur. Maður er alltaf “skráður” inn, og getur þess vegna fólk alltaf náð í mann, rétt eins og í síma, svo lengi sem maður er nettengdur.

WhatsApp er SMS forrit, og aðal ástæðan fyrir að ég mæli með því er að mér sýnist fleiri af tengiliðunum mínum vera með það! Frí SMS… já takk.

Öpp til að plana og halda utan um ævintýrið

Skyscanner er virkilega vel heppnað app til þess að leita að ódýrum flugferðum um heim allann.

TripIt appið tengist netfanginu þínu og sækir sjálfkrafa allar ferðaupplýsingarnar þínar, eins og t.d. flug, hótel, bílaleigu o.s.frv. Nú getur þú haft allar upplýsingar á einum stað, ótrúlega þægilegt.

Google Maps er klárlega ,,must-have” í allar ferðir. Ég nota þetta app aðallega sem GPS þegar ég er að keyra (þarf 3G/4G, flott fyrir þá sem fá sér local SIM kort), en þetta forrit er líka frábær skipti fyrir hefðbundin kort, og til að merkja framtíðarstaði sem þú vilt fara á.

Öpp fyrir löng flug

Kindle er snilld fyrir þá sem myndu helst vilja taka allt bókasafnið sitt með ef ferðataskan leyfði það. Kindle er frítt og gefur þér kost á að sækja allt að 100 bækur beint í símann þinn.

Pocket gerir þér kleift að vista greinar, myndbönd og fleira af þínum uppáhalds vefmiðlum, til þess að skoða síðar meir þegar þú ert ekki í netsambandi!

Öpp til að létta þér lífið

Google Translate – Er matseðillinn á kínversku? Ertu í Þýskalandi þar sem enginn gerir ráð fyrir fólki sem er ekki þýskumælandi? Þá er þetta appið fyrir þig. Þú getur bæði skrifað og jafnvel tekið upp setningar hjá fólki, og Google Translate þýðir það fyrir þig.

XE Currency Converter – það er stundum hausverkur að þurfa að reikna út verðið fyrir hvern kaffibolla sem þú kaupir. Þetta er eitt af mörgum öppum sem bjóða upp á myntbreytu. Ég mæli með þessu því það sækir nýjustu gengin þegar þú ert í netsambandi og vistar þau svo þú getir reiknað út verð þegar þú ert offline.

Foursquare gæti hjálpað þér ef þú ert að leita að afþreyingu og fleira í þínu nánasta umhverfi.

Foodspotting er mjög myndrænt app sem mælir með vinsælum veitingarstöðum sem eru í nágrenninu þínu, eða bara hvert sem ferðinni er heitið. Þú getur mælt með þínum uppáhalds stöðum fyrir aðra ferðalanga, vistað rétti og staði sem þig langar á og falið þá sem þú hefur ekki áhuga á.

Þetta eru nógu mörg öpp til að taka upp allt símaminnið þitt í bili. Situr þú á einhverju frábæru ferða-appi sem þú mælir með að sækja?

Dagbjört Eilíf
Lífstíls- og ferðabloggari.
www.justus.is

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.