Ég er algjör sökker á allskonar fróðleik og hlusta og horfi því mikið á eitthvað innblásturs- og fróðleikstengt. Þegar maður er á langdregnu ferðalagi, situr klukkustundunum saman í flugvél, rútu eða hvað eina þá er mjög gott að hafa einhverja afþreyingu til að drepa tímann. Þar kemur snjallsíminn og app til afþreyingar sterkt inn!

Audible – Hljóðbækur í milljónatali

Audible er án efa mitt mest notaða, uppáhalds afþreyingar-app fyrr og síðar. Hljóðbókar-app-ið frá Amazon er í einu orði geggjað. Fyrir Podcast aðdáendur þá er audible líka með fullt af því. Úrvalið er endalaust og mánaðaráskrift af Audible er það sanngjörn að ég tek einu sinni ekki eftir því að ég er í áskrift. Ég fæ 1 credit á mánuði sem jafngildir einni bók. Snilldin fellst samt í því að hægt er að “skila” bókum EFTIR að maður hefur lokið við að hlusta og fengið credit-ið til baka og tekið út aðra bók. Hversu mikil snilld! Maður halar niður bókunum og getur síðan hlustað offline. Ég elska audible og verð líklega ákrifandi til dauðadags. Þú getur byrjað audible ævintýrið þitt með fríum prufumánuði ásamt tveimur bókum með því að smella á linkinn við hliðina á 😉 Til að hala niður Audible app-inu smelltu þá HÉR fyrir iPhone og HÉR fyrir Android

Blinkist – Stórar hugmyndir í litlum pakkningum

Þetta snilldar-app gefur þér aðgang að lykilhugtökum úr yfir 2000 innblásturs- og fróðleikstengdum vinsældartitlum sem þú getur hlustað á, eða lesið á aðeins 15 mínútum! Fróðleiksmolarnir koma úr öllum áttum: sjálfshjálparbókum, sálfræði, viðskiptafræði og margt fleira. Tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni, eða fyrir þá sem hafa stutta athygli! Smelltu á myndina til að prófa! Fyrsti mánuðurinn er frír <3

 TED – Hugmyndir sem vert er að dreifa

Ef þú hefur ekki heyrt um TED þá er tími til kominn að þú heyrir um það núna. ÞVÍLÍK DÁSEMD. Ef þú elskar að gáfast upp á nokkrum mínútum og horfa á fólk ljóma af innblæstri upp á sviði vera að tala um það sem stendur því næst þá er TED klárlega fyrir þig. Fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar. Eitthvað fyrir alla, konur og karla og jafnvel börn, vísindafólk, húmanista og alla þar á milli. Hægt er halda niður app-inu fyrir iPhone notendur HÉR og fyrir Android notendur HÉR. Hægt er að hala niður fyrirlestrum svo hægt sé að hlusta á þá offline og líka hægt að vista uppáhalds fyrirlestrana þína í möppur til að horfa á síðar og eða deila. Ég elska TED og vona að þú gerir það líka!

Kindle – Rafbækur í milljónatali

Nú ef þú ert meira fyrir að lesa þá er Kindill örugglega þinn tebolli. Ég hef notað Kindle frá Amazon í að verða 6 ár og elska það. Ég á orðið mjög marga bókartitla sem ég hef keypt eða fengið hér um bil gefins á Amazon í gegnum árin. Það besta er að þessir titlar tapast aldrei og maður getur alltaf gripið þá aftur ef manni vantar eitthvað að lesa. Hægt er að stilla birtu og bakrunn í app-inu, auk þess er innbyggð orðabók sem nýtist mjög vel ef maður er að lesa bók með erfiðum orðaforða. Kindillinn gjörsamlega bjargaði mér í gegnum 19. aldar bókmenntirnar í enskunáminu mínu í Háskólanum. Smelltu á myndina til að hala niður appinu í hvaða snjalltæki sem er og byrjaðu að lesa! Þú getur smellt HÉR til að fá frían prufumánuð af Kindle Unlimited Membership Plans og getur þá lesið af þér allt vit ef þú vilt.

Netflix – App til afþreyingar

Ég ætla bara að gefa mér að hver einasti Íslendingur viti hvað Netflix er og hafi nýtt sér frímánuðinn sinn. Ef ekki þá geturðu smellt á myndina við hliðina og byrjað. Ég er ekki mikil sjónvarpsáhorfskona en ég dett stundum í Netflix gír og splæsi í einn mánuð við og við. Ef þú sérð fram á að fara eyða miklum tíma í háaloftunum eða í rútum í viku eða lengur þá mæli ég með að hala niður Netflix app-inu í símann, fá þér áskrift og hala niður eins mörgum þáttum og bíómyndum og þig listir. Það er nefnilega hægt að halda niður í snjalltækið svo þú getir horft á Netflix þrátt fyrir netleysi. Algjör lifesaver þegar ég nenni ekki að dæla fróðleik í heilann á mér.

Spotify – Tónlistin auðvitað

Það ættu allir að þekkja Spotify nú þegar. Ég hef verið með Premium aðgang í nokkur ár og er mjög sátt. Ég elska að ég get halað niður heilum playlistum og búið til mína eigin og hlustað á þá offline hvenær sem er. Líka geggjað að þurfa ekki að geyma öll lögin á tölvunni eða símanum, og geta halað niður eða hent út eftir hentisemi. Maður þarf bara að muna að hala niður ÁÐUR en maður leggur af stað og dettur úr sambandi. Haha. Ef þú ert ekki með Spotify nú þegar þá geturðu smellt á myndina við hliðina og náð í app-ið á símann og tölvuna.

Annarskonar afþreying sem ég notast við

Harði diskurinn: Ég á 1 TB harðan disk sem fylgir mér alltaf á ferðalögum. Í hann vista ég myndirnar mínar því það er svo lítið pláss á tölvunni minni. Ég er alltaf með eitthvað magn af bíómyndum inná drifinu sem ég get gripið í hvenær sem er. Að því gefnu að tölvan sé með nóg rafmagn eða ég get hlaðið hana.

Aþreyfanlegar bækur: Ég er yfirleitt með 1-2 bækur sem ég les og losa mig við eða les og losa mig ekki við, hehe. Ég reyni að halda áþreyfanlegum bókum í lágmarki á ferðalagi þar sem ég enda oftast á að skilja þær eftir einhversstaðar. Ath samt að oftast er hægt að skilja eftir bækur á hostelum og taka aðrar í staðinn. Því mjög hentugt að lesa á ensku 🙂

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.