Við ákváðum fyrir stuttu að fjárfesta í dróna og fórum þá að velta því fyrir okkur hvaða dróni hentaði best fyrir ferðalög eins og okkar. Við skelltum okkur því í DJI Reykjavík til þess að fá ráð frá þeim bestu, en drónar eru til í öllum stærðum og gerðum og því getur verið erfitt að finna út hvað hentar manni best.

Eftir smá spjall við Sigurð, eiganda DJI Reykjavík fundum við út að týpa sem heitir Mavic Air myndi henta okkur best vegna þess að hann er mjög öflugur, tekur myndir og myndbönd í góðum gæðum og er lítill og meðfærilegur. Okkur fannst mikilvægt að dróninn myndi henta íslenskum aðstæðum þar sem við erum mikið að ferðast um Ísland og viljum getað flogið honum í flestum veðrum og vindum. Einnig vildum við að það væri hægt að pakka honum saman þannig að hann myndi passa í bakpokann fyrir t.d fjallgöngur og í handfarangur þegar við förum erlendis.

Dróninn hefur marga frábæra eiginleika t.d:

  • 4K myndavél með 32 MP panorama sjónarhorn en það þýðir að myndavélin getur farið í 180°.
  • Flugtíminn er 21 mínúta en í pakkanum sem við keyptum sem heitir Mavic Air Fly More Combo fylgja 3 batterí.
  • Umhverfisskynjun er framan og aftan á drónanum þannig að hann stoppar ef hann er að fara að klessa á eitthvað.
  • Margar mismunandi flugstillingar líkt og „Active track” – meira um það hér að neðan.

Skemmtilegasti eiginleiki drónans að okkar mati er „Active Track”, þá getur maður stillt drónann þannig að hann t.d eltir, fer hring í kring um eða fjarlægist einhverja ákveðna manneskju, foss eða hlut eins og bíl. Við notum „Active Track” mikið í okkar myndböndum og það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá útkomuna. Þar sem við tökum mjög mikið af myndum af okkur saman er dróninn algjör snilld afþví við þurfum ekki að nota þrífótinn eins mikið og við gerðum og getum tekið myndir frá sjónarhornum sem við gátum ekki áður!

Dróni er eitthvað sem allir sem hafa áhuga á ljósmyndun eða myndbandsgerð ættu að eiga afþví að hann opnar óteljandi möguleika og nýja sýn á heiminn.

Hér er smá myndband sem við gerðum sem sýnir hvernig við notum drónann!

 

Þessi grein er unnin í samstarfi við DJI Reykjavík!

Takk fyrir að lesa!

-Tanja & Sverrir

IG: @icelandic_travelers

 

 

Lesið líka

-Hvernig á að taka flottar myndir sem par?

-Norðurland Eystra : Perlurnar Mínar

-Ætlar þú að ferðast um Ísland í sumar?

-Sólin sem hataði Ísland – jólaflótti í farvatninu

-Helgarferð til Gdansk

About The Author

Tanja og Sverrir eru ferðaglatt par sem finnst fátt skemmtilegra en að skoða nýja staði saman. Frá því þau byrjuðu saman hafa þau ferðast mikið um Ísland jafnt og aðra staði í Evrópu. Þau hafa mikinn áhuga á ljósmyndun og reyna að fanga öll þeirra dýrmætustu augnablik á filmu. Auk þess að blogga hér eru þau með Instagramið @icelandic_travelers þar sem hægt er að fylgjast nánar með ævintýrum þeirra.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.