[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Árið 2011 á köldum vetrardegi sátum ég og eiginkona mín á Súfistanum á Laugarvegi að bóka flugmiða til Bandaríkjana og Mið-Ameríku. Við vissum nákvæmlega hvert við vildum fara í Bandaríkjunum svo við vorum ekki lengi að negla niður dagsetningar og staðsetningar þar. En okkur langaði líka til þess að ferðast til Mið eða Suður Ameríku.

Fyrst byrjum við að skoða meira hefðbundin lönd eins og Brasilíu og Argentínu, en okkur langaði að prufa eitthvað alveg nýtt og framandi, og einhvernvegin duttum við inn á vefsíðu sem fjallaði um landið Belize. Ég man að við litum á hvort annað með undrunarsvip því þetta var eitt af þeim fáu löndum sem við höfðum aldrei heyrt um. Þegar við kynntum okkur landið betur urðum við mjög heilluð og festum kaup á flugmiða stuttu seinna.

Staðreyndir um landið:
– Belize er lítið land við austurströnd Mið-Ameríku og er við hliðina á Guatemala og Mexico.
– Í búafjöldi er aðeins 340.844
– Gjaldmiðill sem notaður er Belize dollar (BZD)
– Höfuðborg Belize er Belmopan, en stærsta borg landsins er Belize City og er það borgin sem flogið er inn í.
– Opinbert tungumál landsins er enska en margir tala líka spænsku og kríol.
– Ekki þarf að sækja um sérstakt landvistarleyfi til þess að komast inn í landið.

Belize er köfunar paradís! Landið er staðsett við næst stærstu kóralrif í heimi, “The Belize Barrier Reef” og er það einmitt ein helsta ástæðan fyrir heimsóknum ferðamanna sem þangað fara. Öll alþjóðleg flug fara í gegnum Belize City, en ég mæli alls ekki með að vera í þeirri borg þar sem hún var mjög skítug og hefur ekki upp á margt að bjóða. Ég mæli hinsvegar með að fara til San Pedro! Flestir fara beint til San Pedro, sem er lítill bær á eyjunni Ambergris Caye.

Staðreyndir um San Pedro:
– Það búa aðeins rúmlega 13 þúsund manns í bænum.
– Á sumum stöðum í bænum getur þú séð sjóinn báðum megin við eyjuna þar sem hún er ansi löng og mjó.
– Ferðamenska er stærsti iðnaðurinn í San Pedro, þá sérstaklega köfunar tengdur iðnaður.
– Flest allir tala ensku og spænsku en ekki allir tala kríol.

Samgöngur til og frá San Pedro:
Hægt er að taka innanladsflug beint frá flugvellinum sem maður lendir á en við tókum “water taxi” þar sem það var margfalt ódýrara. Við tókum leigubíl frá flugvellinum til báta miðstöðvarinnar Marina Terminal (kostaði um 3000 kr.) og þar keyptum við miða í ferjuna sem kostaði um 1.700 kr. Sjálf bátsferðin er ótrúlega falleg og tekur um 1 klst og 15 mín. Þegar við komum til San Pedro tókum við leigubíl í húsið sem við leigðum. Varla eru til venjulegir bílar á þessari eyju, en leigubílstjórarnir eru nánast þeir einu sem ferðast um á bílum. Allir aðrir nota annað hvort golf bíla, vespur eða hjól.

Hvað á að gera:
Flest allt í San Pedro snýr að köfunarfólki og eins og ég tók fram að þá er þetta draumastaður fyrir köfunaráhugafólk. Ég mæli með því að bóka eins margar kafanir og tíminn og veskið leyfir! Ef þú ert ekki með köfunarpróf, þá er auðvelt að taka prófið úti og eru flest allar köfunarþjónustur vottaðar af PADI, en svo er að sjálfsögðu hægt að snorkla líka. Frægasti köfunarstaðurinn er The Great Blue Hole og er hann eins og nafnið gefur til kynna mjög stór hola í sjónum. Persónulega fannst okkur það ekki jafn spennandi eins og að kafa í sjálfum kóralrifunum, þar sem við fengum að halda á hákörlum og synda með skjaldbökum, svo við ákvöddum að sleppa The Great Blue Hole. Einnig spilaði inn í að hver köfun kostaði um 5 – 10.000 kr á mann í kóralrifin en að fara eina köfun í The Great Blue Hole kostaði rúmar 20 þúsund kr. á mann.
Maturinn í San Pedro getur verið misgóður en BBQ kjúklingur hjá götusölum er eitthvað sem ekki má missa af.
Að ferðast um á hjóli er ekki bara þægilegt heldur líka skemmtilegt. Hægt er að hjóla meðfram eyjunni og fara í sólbað eða stinga sér í sundsprett hvar sem er á leiðinni. Mæli svo með að stoppa í Shisha (vatnspípu) í lok hjólaferðar og horfa á sólsetrið.
Einnig er hægt að ferðast aftur á meginlandið og fara þar í hellaskoðanir, river rafting og skoða Maya rústir.

Gott að vita og hafa í huga:
Það er hægt að veikjast af malaríu í Belize, en líkurnar eru mjög litlar. Við vorum ekki á malaríulyfjum og veiktumst ekki, en sumir kjósa að vera það til öryggis.
Ég mæli með því að gista á hóteli frekar en að leigja hús þar sem það er dýrt að leigja og húsin eru mörg ekki í góðu ásigkomulagi.
Ekki elda sjálf!! Það má vel vera að þú sért frábær kokkur, en flest allur matur sem við keyptum í búðunum var útrunnin matur sem fluttur var inn frá Bandaríkjunum. Eftir nokkrar misheppnaðar máltíðir í byrjun sem við elduðum sjálf fórum við alltaf út að borða. Maturinn á veitingastöðunum var oftast mjög góður.
Kauptu köfunartryggingu! Oftast er köfunartryggingin ekki innifalin í hefðbundnum ferðatryggingum.
Mæli með að kafa aðeins hjá PADI vottuðum köfunarþjónustum.
Og gott er að passa sig á hættulegum slöngum og kóngulóm sem geta leynst hér og þar.

Belize er ógleymanlegur áfangastaður og mæli ég með að bæta honum við í bucket listann!

Aron Bjarnason
Ferða- og lífstílsbloggari
www.justus.is

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.