[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Þar sem ég er nú einu sinni komin til Ástralíu og ætla mér að skoða stóra hluti þá datt mér í hug að setja saman lista um þá staði sem ég ætla mér að heimsækja áður en dvöl minni lýkur hér sem skiptinemi. Ég er týpan sem tek hlutunum frekar rólega og plana einungis stóra atburði frekar langt fram í tímann en allir minni atburðir eins og hvernig ég ætla að koma mér þangað sem ég ætla að fara og hvað ég ætla að skoða í leiðinni ræðst yfirleitt bara með “flowinu”. Hér eru nokkrir staðir í Ástralíu sem ég ætla mér að heimsækja á einhverjum tímapunkti.

TASMANÍA

Tasmanía er afskekkt eyja utan við Ástralíu. Svolítið eins og Vestmanneyjar er utan við Ísland og það er eitthvað við þessa eyju sem segir mér að hún eigi eftir að minna mann á heimaslóðirnar. Ekki einungis vegna þess að hægt er að sjá Suðurljós í suður Tasmaníu líkt og við njótum Norðurljósanna og hrárrar náttúru heldur einnig vegna strjálbýlis; það búa einungis um 500.000 manns í Tasmaníu, meira en helmingur þeirra við höfuðborgina Hobart líkt og þriðjungur Íslendinga býr í Reykjavík og nágreni. Þetta er minnsta fylki Ástralíu en þrátt fyrir það þá er yfir 40% eyjarinnar helgað þjóðgörðum þar sem hringrásir dýra og plantna hafa fengið að vera til friðs frá því land byggðist. Eyjan er þekkt fyrir að vera algjör náttúruparadís þar sem náttúra, dýralíf og ástralskur sveitakúltur kemur saman og myndar afslappað umhverfi þar sem hver og einn getur fundið sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að klífa fjöll, sörfa í köldu hafinu eða sötra vín og njóta þess að draga djúpt andann. Sögusagnir herma að hreinasta andrúmsloft heims er að finna í Tasmaníu vegna þess hve sunnarlega eyjan er á hnettinum og loftið sem fer þar um hefur ekki komist í snertingu við mengun af mannavöldum í nærri því eins miklu magni og andrúmsloft sem fer t.d. um Evrópu, Asíu eða Bandaríkin. Það er eitthvað sem segir mér að Tasmanía rækti ferskasta grænmeti í heimi. Ekki spyrja mig afhverju.

MELBOURNE, VICTORIA

Melbourne er svolítið þekkt fyrir að vera eins og New York Ástralíu meðan Sydney er Los Angeles. Melbourne hefur ólíkt Sydney frábært samgöngukerfi og mjög litskrúðugan kúltúr. Ég ímynda mér að Melbourne sé öll stútfull af upprennandi listamönnum sem sötra kaffi og njóta þess að skapa list. Af myndum að dæma þá ber borgin þess merki, en þar virðist graffiti vera viðurkennd sem klassísk list á borð við Michelangelo, sem mér finnst mjög kúl. Einnig hef ég heyrt að samgöngukerfið þar sé töluvert betra en í Sydney og tiltölulega auðvelt sé að komast frá A til B, það sama get ég ekki sagt um Sydney! Allavega ég get ekki beðið eftir að koma til Melbourne og bera hana saman við New York, Berlín og síðast en ekki síst Sydney! Týpískur morgun hjá mér í Melbourne væri að leigja mér hjól og fá mér BESTA KAFFI HEIMS á Delgrave Street meðan ég nýt “people’s watching” stundar í smá tíma og átta mig á fólkinu. Ég myndi síðan leggja leið mína á Queen Victoria Market þar sem ég myndi mæta glorhungruð og borða á mig gat. Markaðurinn groddar sig af því að vera stærsti flotmarkaður Suðurhvels jarðar. Þar myndi ég leggja mat á hvort ég kysi frekar þennan markað fram yfir Chatuchak markaðinn í Bangkok. Ef ég fengi bara einn dag þá þyrfti ég að velja á milli þess að fara á leiksýningu (Melbourne hefur víst frábæra leiklistarmenningu) eða þá að kíkja í Bíó Mánaljóssins. “Moonlight Cinema” er sumarbíó sem sett er upp í Botanical Gardens á kvöldin. Rauðvín, ostar og útibíó eða menningarleg Broadway sýning? Ég geri bara bæði, ekki séns ég verði í Melbourne í aðeins einn dag.

BYRON BAY, QUEENSLAND

Það hafa líklega margir fengið að heyra að Byron Bay sé líklega einn nettasti staður á jörðinni. Ef Bob Marley hefði verið ástralskur þá hefði hann líklega verið frá Byron Bay. Fallegar strendur, æðislegt sörf og afslappaður hippakúltúr út í gegn. Bærinn er mjög lítill, en þar búa aðeins um 6000 manns, túristabylgjan sem fer þar í gegn er samt ekkert af lítilli stærðargráðu yfir ástralskt hásumar (desember-janúar) þannig ég held ég reyni að kíkja annaðhvort fyrir eða eftir þann tíma. Ég sé fyrir mér að byrja bjartan morgun í Byron Bay á morgunsörfi og Vegan morgunmat eftirá. Síðan myndi ég örugglega finna einhvern stað þar sem öldugangurinn væri minni og skella mér til “snorkls” í svona 2 tíma. Það væri auðvitað draumur í dós að leigja bát og rúnta um strendur Byron á hafinu, þar sem þetta er jú strandbær! Það er víst einnig geðveikt skemmtilegur þjóðgarður í grendinni sem heimamenn nýta sér á milli sörfa, þar sem þeir stökkva fram af klettum og renna sér í náttúrulegum rennibrautum og baða sig undir fossum. Byron Bay hljómar bara eins og Ultimate sólarlandafrí.

BLUE MOUNTAINS, NEW SOUTH WALES

Blue Mountains tilheyrir sama fylki og Sydney og er því ekkert svo langt frá borginni. Blue Mountains inniheldur ríkulega náttúru sem býður upp á fjölmarga möguleika og einnig algjört partý fyrir augað. Þetta er vinsæll staður meðal göngugarpa, klettaklifrara, fjallahjólreiðamanna, náttúruunnenda og einnig á meðal áhugamanna um kúltur, en hægt er að fræðast um sögu og lifnaðarhætti “Aboriginies” mannanna sem námu land í Ástralíu löngu áður en Vesturlandabúar komu þar við sögu. Mín helsta áskorun væri örugglega að fara á fjallareiðhjól… Ég sé sjálfa mig fyrir mér prjóna framfyrir mig og brjóta á mér hálsinn, en maður lifir aðeins einu sinni… Þannig ég ætla mér að prófa fjallareiðhjól í Blue Mountains. Wish me luck.

SYDNEY, NEW SOUTH WALES

Þar sem er nú þegar komin hingað þá get ég ekki beint sagt að það sé enn á óskalistanum mínum en þessi borg er bara svo fáránlega dreifbýl að ég hef ekki enn náð að gera “Grand Tour”. Fyrir ykkur hin sem ætlið að heimsækja Sydney þá mæli ég eindregið með að fá Opal samgöngukort við komu til Sydney of skoða borgina á sunnudegi. Þá kostar einungis 2.50 dollara að fara hvert sem hugurinn girnist og ef þið notið það oftar en 8x á einni viku þá fáið þið frítt far þar sem eftir lifir vikunnar.  Ég hef einugis séð Óperuhúsið að utan en það á er á listanum að kíkja á tónleika þar í nákominni framtíð. Fullkominn dagur á þessu svæði væri að byrja daginn á ströndinni, annaðhvort á Bondi eða í nágreni og skoða síðan miðbæinn síðan væri ekki vitlaust að ganga eða hjóla yfir á Sydney Harbour brúnna við sólsetur þar sem það er einn besti útsýnistpunktur borgarinnar. Svo væri tilvalið að setjast síðan við einn baranna við Óperuhúsið áður en haldið væri á einhverja stórtónleika. Svo má ekki skilja Norður Sydney útundan: Manly og nágrenni eru eiginlega bæir utan við borgina með öðrum litlum bæjum/þorpum í nágreininu. Geggjaður strandarkúltúr og frábært sörf. Andrúmsloftið minnir mann svolítið á Hafnarfjörð eða eða Akureyri, einstaklega afslappað og vinalegt. Þið megið líka kíkja í kaffi til mín í Freshwater sem er bara við hliðin á Manly. Ef þið eruð í Sydney yfir hásumar þá er ekki alslæm hugmynd að leigja bát með nokkrum öðrum yfir helgi og skoða borgina útfrá því sjónarhorni ásamt því að veiða ferskan fisk og halda villt bátapartí. Það er allavega á to-do-listanum mínum!

GREAT OCEAN ROAD, VICTORIA

Ég vona að ég muni hafa þann tíma til rúnta um Great Ocean Road einhverntíman yfir þetta ár sem ég verð hér. Ástralía er þekkt fyrir virkilega fallegt og fjölbreytt landslag og “roadtrippin” eru víst alveg “epic”, Great Ocean Road er á meðal þeirra frægustu. Ég hefði ekkert á móti því að sitja á einum þessara kletta og horfa á öldurnar berja á kalkklettana, “The 12 Apostles” sem vegna afls hafsins hafa einangrast frá landi og standa því einir síns liðs í dag. Eða þá að ganga berfætt meðfram stöndinni og gera síðan nokkrar klifurtilraunir meðfram klettaveggjunum. Ef öldurnar reynast freistandi þá skelli ég mér til sunds, og jafnvel til sörfs og geri mitt besta til að vera ekki étin af hákarli. Næsta skref væri síðan að skella mér í lokaða gönguskó og og setja á mig derhúfu áður en ég legði til göngu í Great Otway þjóðgarðinn þar sem ég myndi gera mitt besta að verða ekki barin af kengúru, klóruð af koala birni eða bitin af lífshættulegri slöngu eða könguló. En þrátt fyrir þessar hættur myndi ég myndi fyrst og fremst njóta frumskógarandrúmsloftsins og finna regnmistur einhverra fossanna falla á nef mitt, túra einhverjar árnar á kanó og enda daginn á sólsetri… eða sólarupprás? Ég er ekki viss en ég horfi allavega á annaðhvort!

ÁSTRALSKUR RUGBY

@Drew Douglas via Flikr   @Drew Douglas via Flikr

Ég mun einhvern daginn yfir sumarið leggja leið mína á ástralskan rugby. Þetta er ein vinsælasta íþrótt heimamanna og fylgjast menn með þessaari íþrótt eins og við fylgjumst með fótboltanum heima. Af skjáskotunum að dæma í sjónvarpinu þá verð ég að segja að þetta er afar ofbeldisfull íþrótt og get ég ekki betur séð en að menn séu einungist að berja hvorn annan niður og það er það sem leikurinn snýst fyrst of fremst um. Þrátt fyrir þennan dóm þá ætla ég ekki að láta það framhjá mér fara að kíkja á live rugby leik, bara upp á stemmninguna!

ÁSTRALSKT “CRICKET”

@Dennis Eagles via Flikr     @Dennis Eagles via Flikr

“Hvað er eiginlega þetta cricket?” Var það sem ég spurði þegar ég kom hingað og allir voru að missa vatnið yfir “cricket” leik Ástrala og Breta. Það sem ég fékk að sjá og heyra var ekkert rosalega spennandi. Stórir landsleikir fara fram í fimm daga og staðan getur endað þannig að enginn vinnur. Ekki skil ég hvernig fólk getur haft þolinmæði fyrir því, ef ég væri harður stuðningsmaður þá myndi ég einfaldlega brjálast ef ég horfði á leik í fimm heila daga án þess að sjá neinn fara heim með bikar. En þetta var víst háklassasport Breta á sínum tíma og er nú meira svona miðklassa sport. Ég kíki á einn leik, bara til að segja að ég hafi kíkt á slíkan. Svona eitt af þessum “things you must to” í Ástralíu.

KAPPREIÐAR

@Peter Carroll via Flikr @Peter Carroll via Flikr

Kappreiðar er líka rosalegt sport hér í Ástralíu og þykir voða fínt að fara á slíkt. Ef ég finn einhvern sem er til í að upplifa þetta með mér þá myndi ég pottþétt dressa mig upp í blúndu eða blómakjól, hvíta smáhæla og setja á mig sólgleraugu og sólhatt bara fyrir þetta háklassatilefni, ég kysi að sjálfssögðu að fara á kappreiðar með karlmanni og það væri óskandi ef hann klæddist tuxedo. Jú svo myndi ég líklega veðja einhverjum smáaurum á einhvern hestinn, þó ekki nema með leiðsögn frænkna minna sem allar eru hestakonur og ættu að vita allt um kappreiðaveðmál.

“VINEYARD” UPPLIFUN

@dutchy_42 via Flikr @dutchy_42 via Flikr

Ástralía framleiðir mikið af góðum vínum. Sumar vínekrurnar bjóða fólki að starfa á ekrunum sínum og/eða bjóða gestum uppá á vín- og matreiðslunámsskeið. Mig hefur alltaf langað til að eyða ágætis tíma í slíku umhverfi því mér þykir vín virkilega gott og mér þykja vínekrur einstaklega fallegar. Ég væri til í að vinna á vínekru í c.a. viku og fá síðan að taka vín- og matreiðslunámskeið eftirá. Það er alveg bókað að ég mun borða og drekka á mig gat. Ég sé bara fyrir mér brakandi ferskt…hvað sem er… bara brakandi ferskt. Vínekrur eru víst út um alla Ástralíu þannig það er um nóg að velja, en eftir að hafa skoðað mig smá um í þessum efnum þá held ég að ég myndi vilja vera í Clare Valley sem frægastir eru fyrir Riesling og Cabernet Sauvignon vín. Ég sé sjálfa mig fyrir mér með sólhatt á vintage hjóli, krúsandi um vínekrurnar og smáþorpin í blómakjól og sleikjandi sólina í “miðjarðarhafslandsslaginu” með bros á vör.

TÓNLEIKAHÁTÍÐ

@marionbay.fallsfestival.com.au @marionbay.fallsfestival.com.au

Ég get ekki talið skiptin sem fólk hefur sagt við mig “Bíddu bara eftir sumrinu, þú átt eftir að elska ástralska sumarið” þann mánuð sem ég hef búið hérna. Fyrstu dagana mína hér í Sydney var ég einfaldlega að krókna úr kulda og óskaði í leyni eftir að hafa tekið 66 gráður dúnúlpuna með mér svona á meðan ég var að venjast (það hefði samt auðvitað verið vitleysa) en hvað um það! Vorið er loksins komið og það er farið að hlýna, ekki það ég geti kvartað… ástralskur meðalvetur er eins og gott íslenskt sumar. En maður getur varla státað sig af almennilegu áströlsku sumri án þess að hafa farið á tónleikahátíð. Það vill þó svo ömurlega til að tvær stórar tónleikahátíðir hafa sagt skilið við bransann vegna fjárhagsástæðna, önnur þeirra er Future Music Festival. Ég hef ekki enn ákveðið hvert ég ætla að leggja leið mína á tónleikahátíð áströlsku drauma minna en ég gæti vel hugsað mér að fara á  Marionbay í Byron Bay.

ELÍN KRISTJÁNS

 

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.