Queensland er ríki í norðaustur Ástralíu með marga fallega og skemmtilega staði.
Þegar ég ferðaðist í fyrsta skipti til Ástralíu byrjaði ég í Brisbane og endaði í Cairns en þar á milli stoppaði ég á ýmsum fallegum stöðum og ætla ég að deila með ykkur mínum uppáhalds.

 

– Whitehaven Beach –

Ég mæli eindregið með að fara að sjá Whitehaven Beach.
Til að komast á Whitehaven Beach þarftu að fara með bát. Ég eyddi tveimur nóttum á skútu sem var ótrúlega skemmtileg upplifun. Það var innifalið í ferð sem við bókuðum með fyrirtækinu G-Adventures.
En Whitehaven beach er ein fallegasta strönd sem ég hef komið á! þar er ströndin 99,99% tær hvítur sandur, sem gerir það að verkum að sandurinn hitnar ekki í sólinni og leyfir þér að labba berfætt/ur um ströndina í hitanum og glampandi sól, hversu ljúft er það? En þar á móti er svo mikil endurspeglun frá sólinni að 50+ sólarvörn er must.
Ég og vinkona mín eyddum miklum tíma á ströndinni vafrandi um í “stinger suit” þar sem þú mátt ekki fara í sjóinn nema vera í þeim búningi vegna hættu á Djöflaskötum (e. Stingray).

 

– Fraser Island –

Fraser Island er stærsta sand eyja í heiminum og einstaklega falleg. Þar skoðuðum við Lake McKenzie, vatn sem er staðsett á miðju eyjunni, en þar er vatnið tært og sandurinn snæva hvítur. Til að komast að vatninu keyrðum við í gegnum regnskóg þar sem trén voru svo há og mikil að manni leið svolítið eins og að vera staddur í ævintýri. Einnig er hægt að finna skipsflak sem er af gömlu sjúkraskipi sem strandaði á eyjunni fyrir 82 árum.
Á eyjunni þarf maður alltaf að hafa varann á sér varðandi dýr og þá sérstaklega Dingo. Ég hafði aldei áður heyrt um Dingo, en þeir eru stórhættulegir villtir hundar en óttarleg krútt þrátt fyrir það, svo ekki láta útlitið blekkja ykkur.

 

 

 

– The Great Barrier Reef –

Hefurðu heyrt um hin 7 náttúruundur veraldar? The Great Barrier Reef er eitt af þeim undrum, það er um 2,300 km langt og er jafnvel sýnilegt út frá geimnum. Ef þú hefur fengið þér köfunarréttindi þá mæli ég eindregið með því að þú farir að kafa þarna en ef ekki, þá mæli ég með því að þú farir allavega að snorkla, það er peninganna virði.

Það má segja að köfun opni fyrir þér nýjan heim, en þar hefurðu tækifæri á að sjá alla liti af fiskum og kórölum, skjaldbökur, höfrunga, hákarla og fleira. Sjávarlífið er einstaklega fallegt og ekki skemmir að geta sagst hafa kafað í einum af 7 undrum veraldrar.

 

 

– Byron Bay –

Byron Bay er fallegur lítill surf bær sem einkennist af svolítilli hippamenningu og ævintýrum. Byron Bay er einn af mínum uppáhalds bæjum í Ástralíu. Nú hef ég komið þangað tvisvar sinnum og það er alltaf jafn gaman að koma þangað. Allir eru svo vinalegir, það er stutt í allt og margt í boði.
En ég mæli með því að labba upp að vitanum sem er í bænum, þar er útsýnið fallegt og skemmtileg ganga frá miðbænum. Einnig er ströndin einstaklega falleg og næturlífið skemmtilegt.
Ódýrt var að leigja sér brimbretti við ströndina til að fara sjálfur útí sjó en einnig sáum við að það var í boði surf kennsla ásamt fleiri skemmtilegum hlutum.

 

– Gold Coast –

Gold Coast er bær sem er stutt frá Byron Bay og er einnig “surf bær”, bara ekki eins lítill og krúttlegur og Byron Bay. Ég mæli með því að stoppa þar ef þú ætlar til dæmis að gera þér leið til Byron Bay.
Í bænum Gold Coast er að finna svæði sem heitir Surfers Paradise en það má seigja að það sé aðal staðurinn. Þar finnurðu skemmtanalíf, búðir og veitingastaði, strönd og tilvalið að surfa. En til að fá gott útsýni yfir bæinn, þá mæli ég með því að fara á stað sem heitir Burleigh Heads og skella nokkrum myndum þar. (sjá mynd fyrir neðan)

 

Það er langt ferðalag að fara til Ástralíu, en algjörlega þess virði skal ég segja ykkur!
Ég vona að þið hafið haft gaman af þessu.
Endilega sendið á mig spurningar ef þær eru einhverjar! 🙂

 

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.