New South Wales er ríki í suðaustur Ástralíu sem hefur marga skemmtilega staði uppá að bjóða. Ég ferðaðist frá Brisbane til Sydney í júní sem er vetratími í Ástralíu.
En ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds stöðum á leiðinni.

 

– Blue Mountains –

Blue Mountains er stór þjóðgarður rétt fyrir utan Sydney sem er þekktur fyrir magnað útsýni, fallegar gönguleiðir, léttar sem erfiðar. Fjöll og bratta kletta, skóga, fossa og lítil þorp sem eru upp í fjöllunum. Það er einnig lest sem fer alla leið upp í fjöllin þannig að það er mjög auðvelt að komast þangað frá borginni Sydney. En annars er auðvitað líka hægt að keyra þangað sjálfur. Ég valdi það að fara að Wentworth Falls sem ég mæli hiklaust með! ég mæli með því að skoða hvað er hægt að sjá þarna og meta sjálf hvað ykkur langar að fara að skoða.

 

 

 

 

– Bondi Beach –

Margir kannast við Bondi Beach í Sydney, en ströndin er vel “Instagram þekkt”. Þar er að finna skate park alveg við ströndina, sundlaug alveg við sjóinn sem er mjög vinsælt Instagram efni en það sem ekki margir vita er að ef það er labbað lengra meðfram ströndinni þá er að finna skemmtilega kletta sem er gaman að sjá og mynda.

– Nelson Bay –

Nelson Bay er lítill bær sem er mjög fallegur. Gefið ykkur tíma og labbið upp “Mount Tomaree”. Gangan upp tekur ca. 40 mín og þegar komið er á toppinn eruð þið komin með 360° útsýni yfir allt, sem er einstaklega fallegt.

 

 

 

– Minyon Falls –

“Minyon Falls” er foss sem er aðeins í 45 mínútna fjarlægð frá Byron Bay. En gangan niður að fossinum er hins vegar 2 tímar. Til þess að fara að fossinum þarf að gefa sér 5-6 tíma í allt ferðalagið.  Það er þess virði að fara! Við vorum mættar kl 8 um morguninn og vorum eina fólkið á staðnum, sem er æði. Það var ekki fyrr en við fórum að fara að labba upp frá fossinum sem við fórum að mæta fólki, þá var klukkan um 11. Það er frábært að mæta snemma til þess að vera á undan öllum fjöldanum af fólki sem kemur þarna.

– Blue Pools –

Blue Pools er staðsett í bænum Yamba. Yamba er lítill bær sem er ekki mikið að frétta í en fólk fer aðallega þangað til að surfa. Ég mæli með því að kíkja á Blue Pools sem er mjög skemmtilegur staður á ströndinni og þar geturðu setið og horft á fólkið surfa, fengið þér sundsprett eða stokkið út í vatnið af líklega 3-4 metra háum kletti.

 

Ef ykkur langar að sjá fleiri staði í Ástralíu sem ég mæli með þá endilega kíkið á þessa færslu hér.

En vona að þið hafið haft gaman af þessari færslu.

– Berglind Jóhanns –

 

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.