Þar sem ég (Elín)og Apríl erum bestu vinkonur þá má ég til með að deila þessari snilld hér! Fyrsta reisan okkar saman EVER. HAHAHA! Ég grenjaði ófáum sinnum úr hlátri við þennan lestur! Já krakkar, ef þið eruð á leiðinni út og eruð eins ung og við Apríl vorum fyrir hva SEX ÁRUM (!!?) þá getið þið lært heilmikið af þessari færslu. Eins og t.d. hvernig á EKKI að vera tískuslys á bakpokaferðalagi!

Njótið 😉

Þessi færsla birtist upphaflega á blogginu hennar Apríl: RVKGYPSY

Sa-JITT hvað það er fyndið að skrifa þetta blogg!!

Þegar ég var tvítug og eins árs fór ég í litla asíureisu með Elínu bestu vinkonu minni. Mér líður eins og ég hafi verið svona 14 ára þarna. Í dag var ég að dunda mér að fara í gegnum gamlar myndir á Facebook og ég bara VARÐ að deila með ykkur hryllingnum sem ég fann!

Þessi ferð til Asíu var klárlega eftir að verða kveikurinn af því sem koma skal og hefur sko mikið vatn runnið til sjávar síðan þá……. mikið mikið mikið miiiiikið vatn.

Ég hef nánast verið á flakki síðan þessi ferð átti sér stað og í tilefni þess að mitt “heim” verður frá Írlandi til KAMBÓDÍU í næsta mánuði, þá langar mig að deila þessari færslu með ykkur!

Lesa einnig: 10 ástæður afhverju ég elska Indland

Úff það var svo MARGT sem við gerðum sem var svo vitlaust og get ég ekki annað gert en hlegið af okkur í dag! Það hefur verið þroskandi að vera á flakki í öll þessi ár eftir þetta og krúttlegt að skoða hvar maður byrjaði.
Hér eru nokkrar myndir og sögur af því sem við vorum að brasa í FYRSTA FERÐALAGINU OKKAR SAMAN til Asíu ( how cute!) ásamt nokkrum atriðum sem við gerðum þá en við myndum ALDREI gera í dag :’)

Vara við myndagæðunum… þetta var árið 2012… sem telst sem steinöld miðað við í dag.

 • Mistök | Við plönuðum næstum ALLA ferðina fyrirfram
  Klárlega stærstu mistökin sem við gerðum. Við hittumst oft í viku alveg vikunum saman til þess að plana og bóka. Þetta gaf okkur EKKERT space til þess að upplifa hluti eftir flæðinu og fengum við það sko í andlitið oftar en einusinni! Við bókuðum líka stundum bara alveg ótrúlegustu hluti sem ég veit að við myndum ALDREI bóka í dag… þ.á.m heimsókn í konunglega BLÓMA OG FIÐRILDAGARÐINN (WHAT THE ACTUAL F***) og guided túr í gegnum silki verksmiðjur. Ha? ….

 • Mistök | Við klæddum okkur í eins föt ??
  Ég honest to god veit ekki hvað við vorum að spá. Í gegnum ferðina okkar vorum við nærri alltaf svipað klæddar. Finnst ykkur þetta ekki fyndið???? OG… hvað er að frétta með þessa ÓGEÐSLEGU GERMAN LOOKING TEVA SKÓ OG peningaveski um hálsinn?! FOR CRYING OUT LOUD.

 

 • Mistök | Við fórum í fílagarða og í myndatökur með dýrum
  Þeir sem hafa fylgst með ævintýrum okkar Elínar síðastliðnu árin vita af því að við erum orðnir gríðarlegir dýrasinnar í ferðalögum. Það var þó ekki allaf þannig. Neinei, við fórum á fílashow. Við fórum í dýragarða og tókum myndir með tígristírum eins og okkur var borgað fyrir það! Svona athafnir er dýraníð í alvarlegustu mynd og langar mig helst að ferðast til baka og slá sjálfa mig utanundir en núna veit maður betur. Ekki gera þetta kids. Þetta er plain out ógeðslegt.

Lesa einnig: Fílar í ferðaiðnaðinum – Afhverju þú ættir ekki að fara á fílsbak og Tiger Temple: Afhverju þú ættir aldrei að klappa tígrisdýri

Lesa einnig: Ferðahakk fyrir fátæka námsmenn með ævintýraþrá

 

 • Mistök | Við hugsuðum alls ekki nógu vel um húðina okkar.
  Æ hvað maður var eitthvað lítill. Við MEÐVITAÐ ákváðum að eyða ekki tíma né plássi í töskunni okkar fyrir eitthvað sólarvarnadrasl! Mistök sem við fengum sko klárlega að gjalda fyrir. Þetta er heimska krakkar. Ekki láta ykkur detta það í hug að passa ekki upp á stærsta líffæri líkamans!

 

Mistök | Við tókum ekkert backup
Þið sem hafið fylgst með Elínu (heldur út bloggi á www.gekko.is) vita að hún er mikið gadget freak og hefur gaman af allskonar málefnum sem kemur að myndavélum og slíku. Það var ekki alltaf þannig… eina “backupið” sem við áttum frá ferðinni okkar var það sem við vorum búnar að uploada á facebook og á harðan disk. Sem Elín missti síðan í gólfið og allt fór með því. Vistið dótið ykkar í skýi krakkar, treystið mér!  Það er ÖMURLEGT að týna þessum minningum!

En hér eru þó nokkrar minningar sem festust á filmu og vert að deila…

Við tókum næturlest til Chiang Mai. Versta nótt lífs míns því það var ÓTRÚLEGA KALLT, við vorum svangar og almennt með gremjuna í botni!


Við tókum 6 klukkutíma bátsferð á þessum hraðfleka niður Mekong ánna. Við vorum bókstaflega lamaðar eftir hana. Mæli með!

 


Að spontantly velja sér budget herbergi án þess að bóka fyrirfram er list útaf fyrir sig, enda ferðast ég varla öðruvísi í dag. En hérna í den var ferðabeinið okkar ekki jafn sterkt í nefinu og í dag og við eyddum ógeðslegri nótt hér…. Skítugt, blóðugt og kallt hóruherbergi á jarðhæð. 

Lét ég taka mig í rassgatið með því að láta plata mig út í að þræða á mér allt andlitið í Víetnam?? YEBB.

Fékk mér fyrsta og eina bambustattúið mitt í þessari ferð. Er einþá með það (y)

Lesa einnig: Afrika Burn Festival

En allt sem við gerðum var ekki algjört horror, sumt af því sem við gerðum er enþá uppáhálds minningarnar mínar í dag! Þar að meðal…..

Gibbon Experience
Við bókuðum okkur í svokallað “Gibbon Experience” í Laos þar sem við löbbuðum í þrjá daga í gegnum frumskóg og bjuggum í tréhúsum. Þetta var GEGGJUÐ upplifun sem er klárlega enþá ein af mínum uppáhálds minningum í dag!

Kambódía, Toul Sleng og the Killing Fields

Kambódía var reyndar eina landið sem við vorum ekki búnar að bóka í drasl. Og behold…  við leyfðum landinu bara að koma okkur á óvart og vá… það kom okkur sko á óvart! Við höfðum ekki HUGMYND um sögu kambódíu áður en við fórum og notuðum við tímann þarna til þess að kynnast landinu. Við heimsóttum Toul Sleng, the Killing fields og eyddum miklum tíma í að labba bara um og njóta Phnom Phenh. Því miður vorum við ekki með nægan tíma þarna ( ÞVÍ VIÐ VORUM BÚNAR AÐ BÓKA OKKUR ÁFRAM Í NÆSTA LAND! ) en enn þann daginn í dag langar okkur báðum að fara til Kambódíu og eyða miklum tíma þarna.

Hlakka ÓTRÚLEGA til að flytja hingað eftir nokkra daga!

Hanoi og Halong Bay

Uppáhálds landið mitt frá þessari ferð var klárlega Víetnam. Við bókuðum okkur í ferð um Halong Bay í party cruise sem var ótrulega skemmtilegt fyrir partístelpurnar okkur sem við vorum þá!

Lékum okkur saman í sjó í fyrsta skipti

Í dag erum við Elín báðar miklir sjóunnindur en það var ekki alltaf þannig! Í dag erum við báðar kafarar en í þessari ferð fórum við í fyrstu köfunar ferðina saman og prófum í fyrsta skipti EVER að snorkla. Kjúdd!

Full Moon Party á Koh Phangan

Ok, ég fæ þessa spurningu nokkuð oft :” Er þess virði að fara á Full Moon Party í Koh Phangan”?

Svarið mitt er JÁ…. mér finnst að flestir ættu að prófa það einusinni (Eitt skipti var nóg fyrir mig!) og vera allavegana búinn að prófa það. Í dag myndi ég þó aldrei aldrei aldrei fara í þetta aftu! Er mjög ánægð að ég átti þessa upplifun tvítug 🙂

Jóga retreat á Koh Phangan

Elín snillingur bókaði okkur í viku retreat á Ashtanga setri á Koh Phangan. Á þessum tíma drakk ég, reykti ég og hafði einungis einusinni farið í einn jóga tíma áður í einhverju flippi. Þetta jógaretreat var algjörlega langt út fyrir minn þægindaramma og var það líkleagst fyrst hér sem ég hitti einhverskonar gúrua, vegana og jóga í fyrsta skipti á ÆVINNI. Mér fannst þetta drepleiðnlegt. Alveg ógeðslega leiðinlegt.  Hver einasti tími var pain og horfði ég með galopinn munninn á allt fólkið sem flæddi í gegnum Ashtanga seríuna án þess að pústa. Fólk var literally að henda sér í höfuðstöður eins og að drekka vatn. Ég skildi þetta ekki. Mér fannst þetta hálf kjánalegt. Fyndið að hugsa til þess að ég kenni stundum Ashtanga í dag!! :’)

Eftir að við komum heim fann ég fyrir því í fyrsta skipti að mig langaði að búa í þessum lífstíl. Ég verð alveg full af þakklæti að hugsa til þess að sá draumur varð að veruleika eftir allt saman!!! 

 

Ég vona að þið hafið haft jafnt gaman af þessari færslu og ég! Gleðilegt nýtt ár annars, sjötta ferðaárið mitt á bakinu er gengið í garð og ég hlakka til að deila því með ykkur!

 

Namaste x

 

 

Þið getið fylgst með áframhaldandi ævintýrum hennar Apríl á RVKGYPSY <3

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

2 Responses

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.