Fyrir fjórum árum fékk ég inngöngu í skóla í Kaupmannahöfn og dró kærastann með mér. Bókstaflega ‘kicking and screaming’ þar sem honum fannst ekki mikið koma til Danmerkur. Þetta er kannski lítilega ýkt úgáfa af raunverulegum atburðum en fyrir sakir þess að dramatísera söguna höldum við okkur við þessa útfærslu.

Ég var á því að Danmörk væri ekki exótískasta land sem við gætum valið en frí menntun vóg upp á móti ævintýrunum í öðum löndum. Við pökkuðum því í tösku og tvemur árum eftir útskrift erum við enn að uppgötva töfrana á hliðargötum Kaupmannahafnar.

Ef þú hefur áhuga á því að sjá Kaupmannahöfn í öðru ljósi og fara aðeins út fyrir Strikið og Tívolí geturu lesið áfram um afþreyingu og útiveru í Kaupmannahöfn!

Go Boat

Heimild:GoBoat

Nýji ís rúnturinn?

Aðeins poppaðri útgáfa af íslenska ísrúntinum fyrir sólríka daga eða til að skála í uppáhalds drykknum á hlýju kvöldi. Go Boat er frábær bátaleiga kjörin til að skoða kanalinn án þess að vera bundinn við áætlunartíma. Gesti geta tekið með sér pik-nik og drykki og notið þess að eyða tíma saman á vatninu.

Grasagarðurinn

Heimild:flickr

Grasagarðurinn í Kaupmannahöfn er æðislegur sérstaklega á sumrin þegar allt er í blóma. Garðurinn er með yfir 13.000 plöntutegundir og sumar meira en 200 ára gamlar.

Það sem er sérkennilegt við þennan garð eru gróðurhúsin sem hýsa hitabeltisplöntur og geyma fiðrildahús. Einnig er hægt að finna gróðurhús tileinkað heimskautaplöntum.

Pétanque

Heimild: Petanque bar

Ef hópnum vantar afþreyingu fyrir rigningadagana eða skemmtilega kvöldstemningu eru Pétanque barirnir góð afþreying. Get mælt með Pétanque bar and terrace á Generator Hostel og Boulebar á Nørregade.

Amager strandpark

Á Amager ströndinni er að finna ýmiskonar afþreyingu. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er Stand up Paddle Boarding (SUP). Nokkrar leigur eru á svæðinu fyrir þá sem ekki eru með búnað og einnig skóli fyrir byrjendur. Endilega tékkið á Kayak Hotel fyrir leigubúnað.

Einnig er hægt að leigja búnað fyrir kitesurfing, spila minigolf og sérstakur staður norðar á ströndunni er tileinkaður gestum með hunda.

Bakken og Dyrehaven

Source: flickr

Eins fallegt og Tivoli er getur stundum við gott að komast út fyrir götur borgarinnar. Bakken er stutta lestarferð frá Kaupmannahöfn og opnaði fyrst árið 1583.

Eins og aldurinn gefur til kynna er Bakken elsti skemmtigarður í heimi sem er enn í rekstri. Garðurinn hefur meðal annars að geyma Rutschebanen, gamlan tré rússibana og Hvile Music sem býður gestum upp á kabarett sýningar.

Heimild: flickr

Skemmtigarðurinn sjálfur er umlukin trjám og staðsettur í einu horni Dyrehaven. Nafngiftin á þessu gríðar stóra svæði vísar til villtra dádýra sem lifa á svæðinu. Einnig er að finna þar Hermitage Palace og möguleiki er á því að kíkja á hestbak.

Aðgangur í garðinn er frír en greitt er fyrir einstök tæki í skemmtigarðinum.

Kayak í kanalinum

Kanalinn í Kaupmannahöfn er einstakt fyrirbæri. Vatninu er haldið nægilega hreinu svo mögulegt er fyrir borgarbúa og ferðamenn að taka sundsprett. Það er dásamlegt að geta stokkið út í á heitum dögum og kælt sig niður.

Kanallinn er líka frábær til að upplifa borgina frá öðru sjónarhorni og njóta þess að hvíla lappirnar frá göngu eða hjólreiðatúrum.

Kayak Bar býður upp á Kayak leigu og eins og nafnið bendir til, er með val af drykkjum og veitingar. Fullkomið combo eftir eina góða Kayak og sundferð.

Leitin að risunum

Svo við höldum okkur við útivistina get ég mælt með þessum hjólreiðatúr.

Leitin að risunum er afþreying sem sem hefur verið sett upp sem fjársjóðsleit og felst í því að kanna svæði rétt utan Kaupmannahafnar í leit að týndum risum. Skúlptúr sýningin er hönnuð af danska listamanninn Thomas Dambo.

Ef þú vilt sjá meira af borginni og eyða degnium úti í nátturinni get ég klárlega mælt með þessu.

Skíði?

Nýjasta afþreyingin í Kaupmannahöfn er að skíða niður sorpbrennslustöðina á Amager.

Ég hef ekki prófað það sjálf svo ég get ekki mælt sérstaklega með þessari útiveru en það er á listanum að allavega fara og skoða.

Verður maður ekki alltaf að prófa?

Heimild: Copenhagen Card

Annars mæli ég með því að kynna sér Copenhagen City card fyrir þá sem ætla að nýta sér lestar, strætó og kíkja á söfn. Kortið er mjög fljótt að borga sig.

Ef þú vilt vita meira um sérstök hverfi í Kaupmannahöfn geturu skoðað Vesterbro fyrir lengra komna .

About The Author

Avatar
Ritstjóri og færsluhöfundur

Sigþrúður Dóra Jónsdóttir

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.