Hvaða töskur á ég að taka með í handfarangur?

Ekkert spons hér. Keypti allt sjálf.

Það er svo mikilvægt að vera með tösku í handfarangri sem manni finnst flott og getur notað. Ég keypti mér ódýra og lélega tösku í asíureisunni minni og mér fannst alltaf svo leiðinlegt að vera með hana á mér. Hún var of lítil, hún var alls ekki flott og gerði lítið gagn.

Ég hef mikið spáð í því síðan þá hvernig töskur er best að vera með. Ég er komin með þrjár týpur sem ég fýla og mér finnst allar þær henta við mismunandi ferðalög. Mér finnst mikilvægt að borga örlítið meira fyrir góðar töskur heldur en að kaupa eitthvað drasl sem maður vill svo ekkert nota undir öðrum kringumstæðum. Töskurnar mínar hafa því mikið notagildi í hversdagslífinu sem mér finnst mjög mikilvægt.

Day by Mikkelsen

Fyrir þá sem elska skipulagt kaos er þetta klárlega taskan ykkar. Það er eitt lítið hólf inní töskunni en annars er þetta bara risastór poki. Þessi taska er fullkomin í borgarferðir (svona til þess að troða last minute shopping draslinu í) og sérstaklega þæginleg á ferðalagi með barn. Ég er mjög hrifin af henni en ég keypti mína á flugvellinum í Kaupmannahöfn.

66°N

Þessi taska frá 66°N er frábær í lengri flugin. Hún er passlega stór og þægileg að því leyti að hún er með löngu bandi til þess að bera á öxlinni. Hún er 35 lítrar og getur því geymt hlýja flík/teppi fyrir löngu flugin. Ég þarf varla að taka það fram að taskan fæst í 66°Norður.

Innan í eru þæginlegir vasar til að geyma “minni hlutina”

Fjallraven

Mjög vinsæl taska og ekki að ástæðulausu. Þetta er fullkomin backpackers taska að mínu mati. það eru nokkur hólf á henni fyrir minni hluti en samt er hún eitt stórt rými. Það er hægt að opna töskuna alveg þannig að maður þarf ekki að rústa öllu inní henni til þess að sækja það sem maður þarf. Einnig er pláss fyrir fartölvu og ekki skemmir fyrir að það fylgir öllum töskum seta sem hægt er að nota ef maður er t.d. einhverstaðar þar sem grasið er blautt eða staðurinn ógeðslegur! Ég keypti mína tösku í Geysi.

Hólfið að framan er mikið notað undir penna, blöð, plástra og allt þetta smádót sem maður nennir ekki að opna alla töskuna fyrir

 

Vona að þetta hafi hjálpað ykkur eitthvað!

Guðfinna

About The Author

Guðfinna Birta
Ritstjóri og færsluhöfundur

Guðfinna er einn eigandi Gekkó með endalausa þörf fyrir ferðalögum og oftar en ekki með 3-4 ferðir í pokahorninu. Hefur ferðast mestmegnis í Bandaríkjunum og Asíu - en tekið ástfóstri við Mið-Austurlöndin síðastliðin ár. Guðfinna talar líka um ferðalög með börn, enda engin ástæða fyrir því að hætta ferðast til framandi landa þó það fjölgi í fjölskyldunni.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.