Dreymir þig um að ferðast um heiminn en finnst engu að síður mikilvægt að mennta þig? Ekki örvænta því við lifum á öld tækni, tækifæra og óendanlegra möguleika! Það er svo ótrúlega mikið í boði að þú ættir ekki að þurfa að mikla þetta fyrir þér því tækifærin eru óteljandi.

nám erlendis

Margir afreksíþróttamenn fá skólagjöld niðurgreidd gegn því að æfa og keppa fyrir hönd skólans sem þeir eru í. Margir afreksíþróttamenn fá skólagjöld niðurgreidd gegn því að æfa og keppa fyrir hönd skólans sem þeir eru í.

Það er auðvitað alltaf sá möguleiki fyrir hendi að taka fullt háskólanám erlendis. En það getur reynst frekar dýrt ef þú hyggst taka nám utan Evrópu. Ef þú ert afreksíþróttamaður þá er töluverð eftirspurn eftir slíkum í Bandaríkjunum og víðar. Ef þú kæmist inn í þannig nám þá borgar skólinn skólagjöldin þín sem er algjör draumur, en þú þarft hinsvegar að halda þér uppi. Annars eru afar margir sem klára grunngráðuna heima og taka framhaldsgráðu erlendis.

Nám á eigin vegum
Möguleikarnir eru eins mismunandi og þeir eru margir. Aðgangskröfur í nám erlendis eru oftast nær stúdentspróf auk niðurstöður úr TOEFL prófi. Hver skóli fyrir sig ræður hversu stangur hann er með einkunnir og enskukunnáttu en auðvitað er alltaf gott að miða við fyrstu einkunn sem aðgangskröfur í góðan skóla. Skólar taka yfirleitt afburðagóða nemendur framfyrir þá sem lakari eru en síðan eru líka margir skólar sem taka sterkt tillit til fenginnar reynslu. Margir skólar gera kröfu um svokallað bréf þar sem þú skýrir frá væntingum þínum til námsins og afhverju þú átt skilið að fá inngöngu frekar en einhver annar. Því sterkara sem þetta bréf er, því meiri líkur eru á því að þú komist inn. Þú getur lesið þér meira til um nám á eigin vegum hér.

Námsmöguleikar hjá Kilroy
Kilroy hjálpar fólki að komast inn í háskóla erlendis, hvort sem það er til styttri eða lengri tíma, grunnnám eða framhaldssnám. Þú þarft bara að velja þér draumaskólann og hafa síðan samband við sérfræðing hjá Kilroy. Hafa skaltu í huga að það sparar þér töluverðan tíma og þú færð mörg æðisleg ráð varðandi skólavistina erlendis þegar þú gerir þetta svona heldur en að standa í þessu ein/n. Það getur samt verið dýrara að gera þetta svona því þú greiðir ferðaskrifstofunni söluþóknun. En með því að gera þetta svona er ólíklegt að þú gerir mistök í ferlinu, eða eyðir peningum í einhverja pappíra sem eru kannski óþarfi, þannig þetta bæði sparar þér tíma og getur þess vegna komið út á sléttu. Ég mæli hiklaust með að skoða þennan möguleika ef þú ert í þessum hugleiðingum, þú tapar allavegana ekki á því. Þú getur lesið þér meira til um nám hjá Kilroy hér.

Fjarnám

Týpísk fjarnámsaðstaða í suðrænni sælu gæti litið svona út Týpísk fjarnámsaðstaða í suðrænni sælu gæti litið svona út

Þökk sé háþróaðri fjarskiptatækni nútímans, gefst okkur sá möguleiki að stunda fjarnám úr hverskonar fögum. Ekki eru öll fög sem bjóða upp á möguleika til fjarnáms. Margar deildir innan Háskóla Íslands, eins og t.d. Mannfræðideildin og Enskudeildin bjóða upp á fjarnám. Háskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreyttar námsleiðir í fjarnámi, en hér um bil helmingur nemenda við HA eru fjarnemendur. Þú getur oft púslað náminu þínu þannig saman að þú takir eina til tvær annir af sex í fjarnámi og verið þess vegna á Fiji eyjum að hafa það gott á meðan. En þú þarft að finna stað til að þeyta miðannar-, og lokapróf. Sendiráð, konsúlar og menntastofnanir geta yfirleitt aðstoðað þig með þetta en þú gætir samt þurft að ferðast einhverjar vegalengdir til að þeyta próf ef þú ert staddur/stödd einhversstaðar þar sem enginn er til að hýsa þig. T.d. ef þú lifir í afskekktum bæ í Taílandi þá þarftu líklega að ferðast til Bangkok til að þeyta prófin þar.

Fjarnámsleiðir ýmissa skóla
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Bifröst
Háskóli Íslands
Háskólinn í Reykjavík – Diplóma í Tölvunarfræði og Viðskiptafræði
Erlendar menntastofnanir
Keilir Háskólabrú – stúdentspróf

skiptinám

Námsaðstöður utandyra eru oft mun meira freistandi heldur en það sem við eigum að venjast hér heima... Námsaðstöður utandyra eru oft mun meira freistandi heldur en það sem við eigum að venjast hér heima…

Ef þú ert ekki alveg tilbúinn að vera í fjarnámi eða fara erlendis til náms í lengri tíma þá er leynast frábær tækifæri í skiptinámi hjá Háskólunum. Háskóli Íslands er t.d. með ótrúlega marga skiptinámssamninga fyrir skóla hvaðannæva úr heiminum. Skiptinám er bæði ódýr og spennandi valkostur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Endilega kynntu þér möguleikana sem þú hefur til skiptináms í skólanum þínum með góðum fyrirvara því það er úr mörgu að velja. Viltu fara í eina önn eða tvær? Hvar viltu helst vera og hvaða námskeið viltu helst taka? Þetta er einstaklega spennandi möguleiki sem allir ættu að kynna sér.

Kostir skiptináms

  • einfaldara og ódýrara en nám á eigin vegum
  • skiptinámið er metið inn í námsferilinn í heimaskólanum þínum
  • tækifæri til að kynnast nýju landi og nýrri menningu
  • fjölbreyttara námsframboð
  • möguleiki á ferða- og dvalarstyrkjum
  • niðurfelld skólagjöld í dýrum háskólum eins og í Bandaríkjunum og í Kanada
  • aukin tungumálakunnátta

Dýrmæt reynsla sem nýtist þér fyrir lífsstíð

Kostir þess að búa erlendis við nám til styttri eða lengri tíma eru margir
Rannsóknir hafa bent til þess að þeir einstaklingar sem búa yfir námsreynslu frá öðru landi en heimalandi sínu eru eftirsóttari en ella hjá atvinnurekendum vegna þess að þeir öðlast dýpri skilning á heiminum og eru oft betri í mannlegum samskiptum. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir sem stunda nám að hluta til eða öllu leyti erlendis komast í snertingu við menningarkúltúra sem eru ólíkir þeirra eigin auk þess kynnast þeir mismunandi fólki hvaðanæva úr heiminum. Margir læra þar að auki nýtt tungumál við námsdvölina og eignast jafnvel fósturfjölskyldu sem reynist þeim dýrmæt fyrir lífstíð. Það skiptir eiginlega ekki máli hvernig þú svalar ferðaþorstanum þínum meðfram náminu svo fremi sem þú gerir það á einhvern hátt. Þú öðlast svo dýrmæta reynslu á því að prófa eitthvað nýtt og ég get alveg lofað þér því að þetta er vel þess virði, hvernig sem þú ferð að þessu. 

 

About The Author

Elín Kristjánsdóttir
Ritstjóri, vefstjóri og færsluhöfundur

Án Elínar væri Gekkó ekki til. Hún er stofnandi og einn af eigendum Gekkó, og nýtur hvert tækifæri sem gefst til að pakka í tösku og fara í ferðalag eða einhverskonar ævintýri. Einnig er hún líka mikið úthafs og náttúrubarn og hefur gaman að öllu sem viðkemur vatnasporti og fjallamennsku. Elín spáir mikið í mannlega þættinum og tilgangi lífsins og elskar að vinna með fólki. Hún hefur m.a. lært að kenna þerapíuna Lærðu að elska þig eftir Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er því viðurkenndur kennari í Þerapíunni. Elín hjálpar fólki að öðlast sjálfstraust til að lifa lífinu á eigin forsendum.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.