[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Flestir reyndir ferðalangar þekkja löng flug. Við kaupum ódýrustu sætin og þekkjum tilfinninguna að setjast í lítið rými, vitandi að þetta er heimilið okkar næstu 10+ tímana.

Þessi grein er tileinkuð þeim sem vantar góðar leiðir til að lifa af allra lengstu flugin.

Undirbúðu afþreyingu

Eru öll raftækin þín hlaðin? Ertu búin að hlaða inn nýjum kvikmyndum og uppáhalds þáttunum þínum? Hafðu E-bækurnar þínar tilbúnar, spilastokk og kannski nokkra tölvuleiki. Hvað sem þú velur, mundu að það þarf helst að duga klukkustundunum saman, svo fylltu vel á alla skemmtun og mundu að hlaða raftækin þín (mjög sniðugt að kaupa “hleðslu-banka“). 

Komdu þér fyrir

Farðu í sunnudagsfötunum þínum – sem sagt fötum sem þú myndir venjulega klæðast heima fyrir, upp í rúmi að horfa á þætti allan daginn. Taktu með þér kodda, teppi og svefngrímu og þú ert good to go!

 

Lokaðu á umhverfið þitt

Ég ferðast aldrei án góðra heyrnatóla, sem loka á öll hljóð í kringum mig. Þannig að þegar maður gerir tilraun til svefns, að þá skellir maður einhverju kósí á fóninn og setur á sig augngrímuna. Þetta kemur í veg fyrir að grátandi barnið hinum megin í flugvélinni, eða manneskjan sem er með ljósin á til að lesa, geti truflað fegurðarblundinn þinn.

 

Biddu um sæti við útganginn

Það er ótrúlega sniðugt að biðja sérstaklega um sæti við útganginn þegar maður tékkar sig inn. Ef heppnin er með þér færðu nóg fótapláss, sem mun létta þér langt flug til munar.

 

Hreyfðu þig og mundu eftir snarli

Það er ekkert verra en náladofi og liðaverkir í löngum flugum.  Stattu reglulega upp og hreyfðu þig, ef það eru laus sæti aftast er sniðugt að reyna að teygja smá líka. Muna svo að drekka nóg vatn og borða. Ég elska að hafa nóg að narta í í ferðalögum, svo ég mæli með að taka með smá veganesti.

 

Taktu með þér snyrtidót

Pakkaðu tannburstanum, munnskoli, hárbursta og öðru snyrtidóti. Það er ólýsanlega gott að geta burstað tennurnar og frískað upp á sig rétt áður en maður lendir til þess að taka fyrstu skrefin í nýju ævintýri.

Dagbjört Eilíf
Lífstíls- og ferðabloggari.
www.justus.is

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.