Þegar ég skrifa þessa grein sit ég aftan í bílnum sem við leigðum, með sængina ofan á mér að krókna úr kulda í vetrinum í Nýja Sjálandi. En veturinn hér minnir svolítið á sumarið heima. Allavega á norður eyjunni… á suður eyjunni snjóar og allir spólandi um á sumardekkjunum.

En til að upplýsa ykkur aðeins um hvernig það er að ferðast um í campervan, þá ætla ég að segja ykkur frá minni reynslu á Nýja Sjálandi og Ástralíu að vetri til (Júní-Júlí).

 • Það að vera í campervan er klárlega ódýr leið til að ferðast um Ástralíu eða Nýja Sjáland. Hótelin eða hostelin eru frekar dýr að mínu mati. Við erum yfirleitt að borga um 1.500 kr. á mann fyrir nóttina á tjaldsvæðunum, þar sem við höfum aðgang að fínustu klósettum, sturtum, eldhúsi, sjónvarpsherbergi, Wi-fi og fleiru.

 

 • Það er mjög auðvelt að finna tjaldsvæði til að gista á hvar sem þú ert held ég. Allavega höfum við aldrei átt í erfiðum við það að finna stað til að gista á.
   – Mæli með því að downloda appinu CamperMate til þess að leita uppi tjaldsvæðum.

 

 • Við leigðum bara ódýrasta bílinn til að gista í, sem er eiginlega bara fjölskyldubíll með breytanlegu rúmi aftan í og litlu “eldhúsi” í skottinu. Hentar örugglega mjög vel á sumrin en á veturna ekki svo vel. Bílarnir eru ekki vel einangraðir og ekki er hægt að hita bílinn upp á næturnar en góður svefnpoki eða einangrunardýna myndi leysa vandann með kuldann. Það sem þið gætuð líka gert er að leigja ykkur stærri campervan sem er hægt að tengja við rafmagn á næturnar ef þið ætlið ykkur að ferðast í bíl að vetri til.

 

 • Það eru orðin svo mörg fyrirtæki sem leigja út svona bíla þannig ég mæli með því að skoða vel hver er með besta verðið og hvað þið eruð að fá fyrir verðið.

 

 • Þessi ferðamáti er mjög þæginlegur að mínu mati.
  – Þú hefur alltaf aðgang að bíl og því auðvelt að ferðast á milli.
  Þú ræður algjörlega ferðinni.
  – Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að ferðast með dótið þitt á milli staða, það er bara í bílnum. (mundu bara að læsa bílnum þegar þú ferð eitthvað 😉 )
  Bensínið er alls ekki dýrt miðað við hvað það kostar heima. Í Ástralíu vorum við að fylla tankinn fyrir ca. 5-6000 kr. og í Nýja Sjálandi ca. 6-7000 kr.

 

 • Það venst fljótt að keyra vinstra megin að mínu mati. Fyrst er það mjög skrítið og allt er öfugt við okkur á Íslandi eins og þegar þú ætlar að gefa stefnuljós þá fara óvart rúðuþurkurnar í gang! En það gerir ekkert til… Mundu bara að halda þér vinstra megin!

 

 • Að ferðast á campervan er einnig góð leið til að kynnast fólki!

 

 • Tips: Ef þið endið ferðina ykkar í Sydney þá mæli ég með því að losa ykkur við bílinn áður en þið farið þangað eða gista á tjaldsvæði sem er aðeins fyrir utan borgina og nota svo aðrar samgönguleiðir til að komast í borgina. Þaðer mjög erfitt að finna bílastæði í Sydney eða þá bara allt of dýrt að leggja.

 

En ástæðan fyrir því að ég set Ástralíu og Nýja Sjáland í eina færslu er vegna þess að það er allt mjög líkt sem kemur því við að ferðast um í campervan.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta, sendið þá endilega á mig!

 

– Berglind Jóhanns –

 

About The Author

Berglind Jóhannsdóttir
Færsluhöfundur

Berglind er ljósmyndanemi og ferðalangur sem nær fallegum myndum hvert sem hún fer. Alla sína ævi hefur hún ferðast mikið um Ísland og er mjög kært um heimalandið en hún hefur einnig ferðast útum allan heim t.a.m S-Afríku, Indonesíu, Ástralíu, Nýja Sjálands og Californiu. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, snjóbretti, surf, hjólabretti og auðvitað að ferðast.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.