..en að fá samt sem áður sem mest út úr ferðinni, það er jú þetta ferðalag sem við erum búin að vinna hörðum höndum að safna okkur fyrir. 

Það getur verið erfitt að safna sér fyrir ferð en HÉR fór ég yfir mín leynitrix til að safna sér fyrir ferð.

Svo er annað mál að nýta peninginn skynsamlega – að greiða sem minnst fyrir nauðsynjar og mest fyrir almennt flipp og skemmtilegheit.

Þetta eru mín helstu ráð til að ferðast ódýrt.

 

Í flestum tilfellum er flugið dýrasti parturinn af ferðalaginu. 
Flestir kannast við bókunarvélar sem hjálpa til að finna ódýrustu flugleiðirnar eins og dohop, momondo, just fly og kiwi (og fleiri) en þessar síður notast ég mest við bæði til að finna ódýrustu flugin, stystu flugleiðirnar eða hreinlega ákveða hvert ég ætla að fara næst.
Þessar síður bjóða líka flestar uppá möguleika að bóka bíl og gistingu fyrir þá sem hafa áhuga á því. Passaðu bara að hafa browserinn þinn stilltann á private browser svo að verðin hækki ekki í hvert skipti sem þú skoðar.

Það er oftast ódýrast að bóka sér flug og annað með löngum fyrirvara en við vitum öll að það er ekki alltaf svoleiðis. Spontanious ferðir eru oft þær skemmtilegustu! En stundum bjóða síður eins og dohop upp á ódýra ,,last minute” kosti. Þarna skiptir skipulagið öllu og ef þú ert alvarlega að hugsa um ferð eftir nokkra mánuði, bókaðu bara! flugið verður ekki ódýrara.

Lestu líka:

 

Þarftu virkilega allan þennan farangur? Því oftar sem ég ferðast því minni farangur tek ég með mér. 
Hjá flestum lággjalda flugfélögum þarf að borga fyrir innritaðan farangur. Reyndu að pakka sem léttast. Í alvöru, þurfum við allt þetta drasl sem við ferðumst með? Sérstaklega fyrir helgarferðir, hver þarf 5 sett af fötum fyrir þrjá til fjóra daga? Sparaðu frekar farangurspeninginn og kauptu þér eitthvað fallegt sem er svo hægt að troða í handfarangurstöskuna á leiðinni heim.

Transport til og frá flugvelli getur oft kostað meira en við reiknum með (og oft gleymist að reikna þann kostnað inn í dæmið) en mér þykir best að vera búin að googla og skoða verð áður en ég lendi.
Ef ég hef nægan tíma þá nýti ég mér almenningssamgöngur því oftast er í boði rúta eða lest beint frá flugvellinum fyrir mun minni pening en leigubíll. Ef ég er að lenda seint eða hef ekki tíma í almenningssamgöngur nýti ég mér Uber eða leigubíla en hef lagt það í vana minn að semja um verð áður en ég legg af stað.

Eins og með flugið er best að panta gistingu með löngum fyrirvara – og hún er ekki alltaf ódýr.
En að sjálfsögðu er hægt að velja um allskyns gistingu en hjá mér fer það allgjörlega eftir stuði hvort ég panti mér hostel, hótel eða airbnb og svo er verð líka háð stað. Ég nýti mér síður eins og booking.com og hotels.com eða hostelworld í að finna stað sem mig langar að gista á en ég panta aldrei í gegn um þær heldur finn ég heimasíðu hótelsins/hostelsins og bóka þar. Í flestum tilvikum er ódýrara að bóka inná heimasíðunum vegna þess að umboðssíður eins og þessar taka oftast mikið í umboðslaun. Stundum fær maður líka frían morgunmat eða frítt upgrate við að bóka beint í gegnum heimasíðuna.
Annars hef ég notast mest við airbnb síðustu tvö árin að minnsta kosti og hefur það reynst mér mjög vel.
HÉR bloggar Guðfinna um skotheld airbnb trix.

 

About The Author

Íris Ösp
Færsluhöfundur

Íris fer öðruvísi leiðir í lífinu og við höfum ótrúlega gaman af því! Ekki nóg með það að vera listamaður heldur bjó þessi reynslubolti á Grænlandi í um sex ár og lærði þar myndlist sem og ýmislegt annað. Hún lærði fatahönnun í lýðháskóla í Danmörku og stundaði ferðatengt starfsnám í Lapplandi. Íris hefur ferðast um víðann völl og þrátt fyrir að vera kuldaskræfa er hún algjör expert í ferðalögum um Grænland og kaldar slóðir.

Related Posts

One Response

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.