Apríl Smáradóttir hefur lifað á tánum frá því árið 2013 og búið að mestu leyti á paradísareyjunni Balí í Indónesíu ásamt því að ferðast alveg heilan helling meðfram námi. Hvernig fór hún eiginlega að þessu?

Að búa í ferðatösku er það frábærasta sem til er, en stundum vildi ég óska þess að ég ætti ódýrara hobbí en að vera á stanslausu flandri. En Okei.

Byrjum hér á tveimur heilögum sannleikum um sjálfa mig.
– Ég á aldrei fyrir því að ferðast.
– Ég hef ekkert self control á peningum. Ég er ekki manneskja sem kann að spara.

Þannig að, þetta blogg er fyrir þá sem langar að sjá heiminn en kunna ekki að spara og hafa líklegast verið að dreyma um að fara út í langan tíma en eru enn hér. Ákvörðunin hefur verið tekin, viljinn er fyrir hendi – en samt er fólk fast hér. How?!

Ég fæ þessa spurningu mjög, mjög, mjög oft :” En hvernig ferðu að þessu?”. Ég hef því ákveðið að setja upp formlegt blogg þar sem ég reyni að svara þessari spurningu.  Það er í raun engin töfralausn en með nægum vilja, mind control og smá hugmyndarflugi er hæglega hægt að vera á tánum, alltaf.

Hér eru sex trix sem ég  hef tileinkað mér seinustu árin sem hefur reglulega komið mér út og virka fyrir mig. Ég vil koma því fram að ég er mega extreme, en það hefur líka alltaf komið mér á alla þá staði sem ég vil vera á í lífinu á þessum þremur árum síðan ég lærði að taka ábyrgð á mínum eigin draumum.

1. Settu það í forgang að fara út

Hér kemur ein staðreynd. Ef það er ekki í 100% forgangi að ferðast um heiminn, að þá mun þér aldrei takast það. Aldrei. Gleymdu bara þessum draumi. Þetta á reyndar við alla drauma á vegum lífsins -> ef draumurin þinn er ekki í forgangi, að þá mun þér seint takast að ná honum vegna þess að það er svo auðvelt að láta eitthvað annað koma í veg fyrir að þú framkvæmir hann.

Skannaðu aðeins sjálfa/n þig, hvar langar þig að vera, hvað langar þig að gera? – og sjáðu síðan hvað þú ert að gera. Berðu það saman. Combine those two.

2. Settu upp tímaramma

Stórgóð vinkona mín hún Sunnefa sagði einusinni fyrir löngu síðan að hún hugsaði bara þrjá mánuði fram í tímann. Mér fannst það áhugavert, þannig langaði mig líka að haga lífinu mínu.  Í dag finn ég sjálfa mig í sömu sporum – ég sé bara lífið mitt í þremur mánuðum í senn. Ég var búin að vera heima í tæpan mánuð nú um jólin þegar flugmiðinn til S-Afríku var kominn í innhólfið mitt.  Það þýðir að ég hef þrjá mánuði til þess að setja í fimmta gír og reyna að safna eins miklum pening og ég get á þessum þremur mánuðum áður en ég fer út- og þegar ég set í fimmta gír, að þá legg ég allt undir : -> vinn eins og hestur og sel allt dót sem ég þarf ekki.  Fyrir manneskur eins og mig  ( fólk með eyðslu- og frestunaráráttu) að þá gerir þessi tímarammi gæfumun. Ég er ekki að fara á nýjan stað EINHVERNTIMAN, heldur er ég að fara á nýjan stað eftir 3 mánuði og því ekkert annað í stöðunni en að eiga fyrir því.  Maður sér þetta pattern á hverjum degi, hjá krökkum sem eru að leggja af stað í reisu, að þá heyrir maður loks :” æj já eg þarf að spara því eg er að fara út í næsta mánuði”…..  afhvejru þarf þetta að vera bara once-in – a- lifetime hugsun? Afhverju að vera ekki bara í reisu, alltaf?

3. Hættu að eyða í eitthvað sem þú þarft ekki

Í alvöru.
Ég er löngu löngu hætt að kaupa mér dót bara til að eiga úrval. Þegar ég lagði af stað 2013 að þá seldi ég allt sem ég átti en það hefur nú endað á því að ég er stanslaust að fá lánað hjá litlu systur minni þegar ég kem heim í þriggja mánaða vinnutörninni minni haha. Takk María, þú ert engill. Takk fyrir stuðninginn. Mér væri mjög kalt án þín.

4. Finndu hvað þú ert að eyða reglulega sem er algjörlega tilgangslaust og leggðu það fyrir
Trix sem pabbi minn kenndi mér og hefur nú greitt tvo flugmiða fyrir mig án þess að ég þurfi að hafa of mikið fyrir því.
Þetta byrjaði á því að ég setti þúsund kall í umslag á dag, sem samsvaraði því ef ég væri að reykja pakka á dag. Easy. Þetta gerir að meðaltali um 90 þúsund eftir þrjá mánuði án þess að vera of mikið að spá í því. Þetta vatt upp á sig, nú þegar ég er búin að minnka drykkjuna mína til muna (fer aldrei aldrei aldrei út á tilgangslaus djömm sem gefur mér ekki neitt) að þá set ég inn 5 þúsund í umslagið per helgi sem eg fer ekki út.  Tæpar 60 þúsund auka í umslagið – amazing.

Eftir smá tíma var ég orðin hooked á þvi að setja í þetta blessaða umslag. Ég set allt tips sem ég fæ í þetta umslag, allt klink undir 100 kr og allann pening sem ég fæ úr því að fara með flöskur í endurvinnslu.
Her erum við að tala um hátt upp í 150-200.000 kr án þess að vera að spá of mikið í því!

Ég elska umslagið mitt. En þetta umslag, eða krukka eða whatever sem þú ákveður að nota verður að gefa þér innblástur – ég kem líklegast með betra blogg um ferðakrukkur brátt.

5. Hugsaðu í tíma- ekki í peningum.

Hendum hér inn einni instagram-vænni mynd sem segir allt sem segja þarf varðandi þetta. Read it and let it sink in.

Peningar koma og fara en tíminn sem maður hefur er ekki endalaus. Það er ótrúlega auðvelt að láta ekki verða úr hlutunum og láta tímann bara þjóta framhjá sér og  láta eins og það sé til nóg af honum. Það er ekki til nóg af honum, fattaðu það bara. Maður er heldur ekki í bíkiniformi að eilífu.
Ég er svo ótúlega heppin að besta vinkona mín er á sama stað og ég þegar kemur að rökréttri tímaplönun. Þegar við sitjum saman og plönum mánuðina framundan, að þá erum við yfirleitt búin að plana heilu reisurnar áður en við spáum í því hvernig við ætlum að eiga fyrir  því.  Make it work.

6. Kauptu flugmiðann

Ef þú átt peninginn einmitt núna, kauptu þá miðann einmitt núna. Hvað sem þú gerir, kauptu bara fokkings miðann núna. Ekki í næstu viku, ekki næsta útborgunar dag heldur einmitt í dag, núna.  En, manneskja eins og ég á aldrei pening einmitt núna og því kemur besta vinkona mín inn í verkið- kreditkortið. Ég ætla ekki að hvetja fólk að “fara í skuld”   (Fara í skuld… djöfulsins rugl heilaþvæla) en með þvi að fjárfesta í miðanum er þetta orðið að veruleika og no turning back.  Með kreditkort… hverju skiptir máli þótt þú borgir miðann í dag eða eftir 10 daga? Þetta skiptir nefnilega ekki máli í raunveruleikanum, en í huga fólks skiptir þetta máli. Wake up, skuld er blekking sem stjórnar fólki alltof mikið í þessum heimi. Allavegana, fyrir mér, að þá skiptir mig engu máli hvort að ég borgi miðann í dag eða í byrjun mánaðarins, fyrir mér er bara mikilvægt að kaupa miðann. Reglan mín er (ef ég nota kreditkort) að flugið má ekki kosta meira en 100 þúsund og síðan úthluta ég pabba mínum það mikilvæga hlutverk að fela kortið þangað til að ég fer út.  Kontról.

APRÍL SMÁRADÓTTIR

 Er 25 ára mannfræðinemi, Barþjónn á SushiSamba og Brettakennari í Bláfjöllum, fyrrum taugahrúga sem hefur nú verið á tánum um heiminn síðan 2013. Hún flytur til Suður Afríku í apríl. Endilega kíkjið á RVKGYPSY sem er um ævintýrin hennar og um það hvernig á að vera world nomad með hamingjuna að leiðarljósi!

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.