[fusion_builder_container hundred_percent=”no” equal_height_columns=”no” menu_anchor=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” background_color=”” background_image=”” background_position=”center center” background_repeat=”no-repeat” fade=”no” background_parallax=”none” parallax_speed=”0.3″ video_mp4=”” video_webm=”” video_ogv=”” video_url=”” video_aspect_ratio=”16:9″ video_loop=”yes” video_mute=”yes” overlay_color=”” video_preview_image=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” padding_top=”” padding_bottom=”” padding_left=”” padding_right=””][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ layout=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” border_position=”all” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” center_content=”no” last=”no” min_height=”” hover_type=”none” link=””][fusion_text]

Margir ferðalangar hafa mikinn áhuga á sögu og menningu enda í eðli sínu er sagan sem mótað hefur umhverfið og mannlífið og gerir menninguna. Seinni heimsstyröldin(1939-45) mótaði Evrópu og heiminn allann. Fólk las um hörmungar og hrylling á vígvöllum Evrópu, Asíu og Afríku. Margar fjölmennustu og “siðmenntuðustu” þjóðir heims börðust á götum úti um yfirráð, landvinninga og völd. Enginn var óhultur undan óvininum. Seinni heimsstyröldin er fyrir margar sakir mjög sérstök. t.d. hvað varðar upplýsingar um atburði. Skjalfesting á atburðum og hugmyndum var gríðaleg en Hitler hvað áfjáðastur í að skjalfesta sem flest sem hann gerði en eftir stríð voru myndavélarnar á hverju strái að skjalfesta afleiðingarnar. Eftirmál heimsstyraldarinnar voru einnig gríðalegar og þegar í ljós kom voðaverð þriðja ríkisins var fræðsla eina ráðið til að fyrirbyggja að annað eins endurtaki sig.

Fyrir þá sem vilja kynna sér sögu styraldarinnar  og hafa viðkomu á söguslóðum hennar geri ég þessa grein. Sagan um stríðið er ótæmandi en ég vil benda á það helsta til að skoða í nokkrum löndum.

Þýskaland

Í Þýskalandi er rót heimstyraldarinnar. Hitler fór fyrir þriðja ríkinu og stefndi á heimsyfirráð. Víðsvegar í Þýskalandi er að finna söfn, minnisvarða eða jafnvel rústir sem fengið hafa að halda sér. Þjóðverjar byrjuðu stríðið en töpuðu, þeir gáfust upp í maí 1945.

 • Berlín:
  • Gyðingasafnið. Stórkostleg bygging, tileinkuð helförinni, eftir Daniel Liebeskind.
  • Minningareitur myrtra gyðinga aðeins spölkorn frá Brandenborgarhliðinu.
  • Keiser Wilhelm kirkjan á Turninn á Breitscheidplatz.
  • Sovét minningareiturinn í Tiergarten.
  • Sachsenhausen útrýmingabúðirnar eru í um 50km fjarlægð frá Berlín.
 • Nurnberg
  • Congress Hall, Ein af mikilvægustu byggingum þriðja ríkisins í Nurnberg.
  • Nurnberg trial museum Salurinn þar sem réttarhöldin voru.
 • Dachau, útrýmingarbúðirnar eru um 20 km frá Munich.
 • Hamburg kirkgarðurinn

England

Westminister safnið í London Westminister safnið í London

England var undir stöðugu sprengjuregni Þjóðverja frá 1940. Allar helstu borgir Englands lentu í miði Luftwaffe Görings. Englendingar sluppu þó við landhernað á sinni grundu en mannfall í þeirra röðum víðsvegar um Evrópu var gríðalegt. Ekki er eins mikið af söfnum í Englandi líkt og í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

 • London
  • Westminster bridge lítill minnisvarði.
  • World War 2 museum í Geraldine Mary Harmsworth Park
 • Cambridge American Cemetery and memorial. glæsilegur kirkjugarður í Cambridge.

Frakkland

Oradour-sur-Glane í Frakklandi er í eyði enn þann dag í dag. Oradour-sur-Glane í Frakklandi er í eyði enn þann dag í dag.

Í Frakklandi eru minnisvarðar víða en landið var hernumið snemma í stríðinu eða árið 1940. Frakkar börðust þó allt stríðið við Þjóðverja heima fyrir og voru með gríðarsterka “underground-starfsemi” sem stjórnuð var af Charles de Gaulle í London.

 • París
  • Arc de Triomphe. Það var kaldhæðni Hitlers að við komuna til Parísar lét hann þýska herinn ganga í gengum sama sigurboga og Frakkar höfðu gengið í gegnum eftir sigur á Þýskalandi í fyrri heimsstyröldinni.
  • hægt að fá einkatúr um söguslóðir heimsstyraldarinnar í París, http://www.history-paris.com/2012/02/13/private-guided-tour-world-war-2-paris/
 • Maginoit Línan á landamærum Frakklands og Þýskalands eru mörg yfirgefin fallbyssuhreiður.
 • Oradour-sur-Glane. Yfirgefinn bær í Frakklandi þar sem Þjóðverjar rústuðu öllu og tóku flesta bæjarbúa af lífi.
 • D-day landing tour í Normandi http://www.isango.com/france-tours/paris-tours/world-war-ii-memorials-and-d-day-landing-beaches-tour-from-paris_2849

Pólland

1.september 1939. Innrás Þjóðverja í Pólland var upphaf seinni heimsstyraldarinnar. Pólverjar eru landfræðilega á mjög óheppilegu svæði milli Þýskalands og Rússlands. en þessir stóru nágrannar hafa gert þeim lífið leitt í gegnum árin. Póllandi var skipt niður í stríðinu og eftir stríð voru þeir eitt af sovétríkjunum. Pólland er trúlega það land sem kom verst út í stríðinu.

 • Auschwitz, stærstu útrýmingarbúðir stríðsins um 50km frá Kraká.
 • Stríðsmynjasafnið í Varsjá

Rússland

Stalín ákvað að gera samkomulag við Hitler fyrir stríð. skipta með sér landsvæðum og fl. en alltaf var öruggt að það kæmi til stríðs milli Þýskalands og Sovétríkjanna. Hitler hataði kommúnista eins og pestina og 1941 hóf hann innrás í Rússaland sem snerust til bandamanna. Sókn Þjóðverja var skörp og ákveðin en var stöðvuð í Stalíngrad(nú Volgograd).

 • St. Petersburg, gríðarleg heiðurssúla um vermdara Leníngrad (st.Petersburg í dag)
 • Panorama safnið í Volgograd(Stalíngrad)
 • Þjóðhetju safnið í Moskvu.

Ítalía

Undir stjórn fasistans Benito Mussolinis voru eitt af Öxulríkjunum í bandalagi við Þjóðverja. Ítalir þóttu ekki miklir stríðsmenn líkt og þjóðverjarnir en landið var hernumið af bandamönnum 1943. Mussolini flúði til Sviss en fannst 1945 og var hengdur í Milano ásamt konu sinni og frillu.

 • St Anna di Stazemma í Tuscany. Minnisvarði um fjöldamorð frá 1944 þegar nasistar reyndu að halda hluta af Ítalíu á sínum snærum.
 • Kleines Berlin (litla Berlín) í Trieste við landamæri Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. neðanjarðarvarnarstöð þjóðverja.
 • Stríðsmynjasafnið í Róm. http://www.ww2museumrome.eu/4/

Bandaríkin

Pearl Harbour Minnisvarðinn Pearl Harbour Minnisvarðinn

Voru lengi vel óbeinir þáttakendur í stríðinu. það var ekki fyrr en eftir að Japanir létu sprengjum rigna yfir Perluhöfn í Hawai að þáttaka Bandaríkjanna varð óumflýjanleg. Bandaríkin komu inní mjög slæma stöðu Bandamanna í Evrópu en aldrei var barist á Bandarískri grundu né fleiri sprengjum sleppt þar í landi í stríðinu. Þáttaka þeirra var liðsauki, stríðstól, peningar og olía. Í Bandaríkjunum er að finna fjöldann allann af stríðsmynjum auk þess sem þeir hafa verið verulega duglegir í að framleiða kvikmyndir um stríðið.

 • Arizona Pearl Harbour minnisvarðinn um árásina á Pearl Harbour á Hawai.
 • Minnisvarði um innrásina í Iwo Jima er á nokkrum stöðum í USA, t.d. Arlington í Virginiu, Washington DC og Flórida. En styttan er gerð frá einni frægustu ljósmynd sem tekin var í stríðinu.

Japan

Kamikaze hermaður á leið í sína hinstu för Kamikaze hermaður á leið í sína hinstu för

Japanir voru eitt af Öxulveldunum ásamt Ítalíu og Þýskalandi. Japanir börðust ekki í Evrópu en studdu þó aðgerðir þriðja ríkisins. Þeirra markmið var að knésetja Bandaríkjamenn. kúltúrinn hjá Japanska hernum var allt annar en hjá þeim Vestrænu. Í Japan þótti sjálfsagt að deyja fyrir föðurlandið og það gerðu þeir. Sjálfsmorðsflugmenn “kamikaze” voru þjóðhetjur og margir vildu fara þá leið að deyja þannig fyrir föðurlandið.

 • Nagasaki kjarnorkusprenju safnið.
 • Safn um Kamikaze flaugmennina. Kagoshima

Ísland

Við vorum ekki beint þáttakendur í stríðinu en hér var fyrst Breskur her og síðan Bandarískur. Seinna varð hernámið að varnarliði. Í stríðinu sjálfu gengdum viðmikilvægu hlutverki í siglingaleiðum og því tóku Bretar þá ákvörðun að virða ekki okkar hlutleysi og hernema Ísland 1940. Nokkrar “stöðvar” voru hér á landi en þó aðallega í Reykavík og Austfjörðum. Bretar hófu strax stórframkvæmdi hér á landi í vegavinnu og því seinna hægt að segja að við höfum stórgrætt á stríðinu vegna atvinnu og seinna Marchall-aðstoðarinnar.

 • Stíðsmynjasafnið á Reyðarfirði.

Þessi upptalning er aðeins örlítið brot af því sem hægt er að sjá af stríðsmynjum eftir Seinni Heimsstyröldina. Ég vona þetta nýtist áhugasömum.


Höfundur: Davíð Árnason

[/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

About The Author

Gestabloggarar eru ýmsir aðilar sem hafa frumsent okkur greinarnar sínar eða leyft okkur að endurbirta greinar eftir sig af öðrum miðlum. Vilt þú birta færslu á Gekkó? Ýttu á umslagið í horninu eða sendu okkur póst á ritstjorn@gekko.is og við kíkjum á þetta saman!

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.