Áður en við fengum afhenta íbúðina okkar í Ubud vildum við prófa nýjan stað hér á Balí. Við vildum ekki fara á þessa vinsælu staði hér heldur einhvern sem við vissum ekkert um, þar sem við myndum fá smá Balí beint í æð.
Fyrir valinu varð lítið þorp austanlega á eyjunni sem heitir Mendira og stendur við bæinn Candidasa. Mendira er ein aðalgata með litlum þröngum götum til hliðanna og eru nokkur lítil strandhótel niður við sjóinn. Þegar rölt er um götuna sem liggur í gegnum þorpið heilsar heimafólkið þér með brosi á vör á meðan það sinnir sínum daglegu störfum. Mjög fljótlega fær maður það á tilfinninguna að þarna sé alvöru Balísk stemming sem ekki hefur verið skemmd með of miklum túrisma.

Okkar uppáhalds í Mendira var:

  • Warung Smiley – Balískur veitingastaður í miðju þorpinu þar sem við borðuðum næstum öll kvöldin okkar. Þar er hægt að fá virkilega góðann mat fyrir mjög lítinn pening (við mælum með Chicken Satay með svo góðri hnetusmjörssósu að mig langaði að fá hana með heim í glasi), gestir meiga velja lög af YouTube (þau sáu ekki fyrir sér að Beyoncé-sjúku mæðgurnar frá Íslandi myndu mæta á svæðið þegar þessi hugmynd kom upp), en myndaði það svo góða stemmingu að sömu gestirnir hittust þar kvöld eftir kvöld og báru saman ævintýri dagsins. Þar eignuðumst við góða vini.
  • Mendira House – krúttleg verslun sem selur gjafavöru, frábært ískaffi, jógúrtís, súkkulaði, múslí og hummus. Fullkomið kombó! Rekin af áströlskum hjónum sem komu í frí til Mendira fyrir 3 árum síðan og ákváðu í framhaldi af því að flyta þangað. Við skiljum þau rosalega vel!

 

  • Spa á Candi Beach Resort & Spa – já rétt, spa er stundum smá peningaeyðsla. En ég meina, þegar það er í boði að fá 120 mínútna dekur með líkamsnuddi með höndum og síðan með heitum bambus, líkamsskrúbbi sem endar í bleiku jurtabaði með þetta útsýni sem er á þessari mynd, þá má alveg eyða peningum í það! En ég eyddi um það bil 4.000 ISK í það. Þar má líka mæla með einum góðum kokteil við sundlaugarbarinn á meðan maður nýtur þess að horfa á sólsetrið.
  • Bílstjórinn okkar Ketut – hann er bara svo ferlega skemmtilegur. Meilið hans er suberata_ketut@yahoo.com Við erum enn að panta hann þó við séum komin til Ubud. Ef þið heyrið í honum skilið þá endilega kveðju frá okkur!

 

  • Water Garden Tirtagangga og Water Palace Ujung – Þvílíkar náttúruparadísir! Helst auðvitað að fara þangað með Ketut. Hann er bara svo mikið krútt!

 

 

  • White Sand Beach (á googlemaps heitir hún Virgin Beach) – Við mælum með því að fara þangað líka með Ketut. Um er að ræða litla strönd með hvítum sandi, tærum sjó og litlu sem engu rusli (sem er vandfundið á Balí). Ströndin er á milli fallegra kletta með fjölskylduveitingastöðum í litlum kofum. Ketut fer með ykkur í ótrúlega skemmtilega bakleið með panorama útsýni yfir allt svæðið.
  • Væri líka gaman að stoppa í Charlie’s Chocolate Factory á leiðinni til að taka eina fína mynd í rólunni sem er þar (meira að segja þó að það sé öskrandi rigning!) – en ég mæli þó ekki með að skoða þann stað neitt sérstaklega meir. Ekkert að sjá og lítið að smakka (smakkið var í raun helsta ástæðan fyrir því að ég vildi fara. Hæ súkkulaði!)

Á leiðinni á þessa staði er hægt að stoppa og hitta apa! Við elskum apana á Balí og okkur finnst bara svo ótrúlega gaman að hitta þá og gefa þeim banana. Sjáiði bara hvað þeir eru sætir!

 

 

About The Author

Linda Sæberg
Færsluhöfundur

Linda býr fyrir austan á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni og er eigandi vefverslunarinnar unalome.is. Hún elskar að ferðast og eyddi fæðingarorlofinu sínu á ferðalagi með fjölskylduna, þar sem þau eyddu mestum tímanum búsett á Balí. Hún veit ekki alveg hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór, en hefur lokið námi í félagsráðgjöf og lýðheilsuvísindum. Linda hefur einstakann hæfileika í að njóta lífsins, grípa augnablikið, meta litlu hlutina, gera ógeðslega mikið mál úr litlum hlut (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt mál), og í raun bara vera til. Hún reynir að taka myndir af sem flestu sem hún gerir og ætlar að deila því skemmtilega með ykkur.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.