Þegar grámyglulegur hversdagsleikinn læðist upp að manni er ekkert betra en að fara á Instagram og láta sig dreyma! Á Instagram finnur þú ótal ferðalanga sem deila með þér ævintýrum sínum frá framandi stöðum. Þessir einstaklingar eiga það allir sameiginlegt að hafa afneitað sinni daglegu rútínu, sagt upp starfi sínu og gert það að lífstíl að ferðast.

Ég ætla að deila með ykkur mínum uppáhalds ferðasnillingum á Instagram sem veita þér réttan innblástur til þess að hoppa upp í næstu flugvél á vit ævintýrana.

VARÚÐ: Þú gætir fengið króníska ferðaþrá !

@WorldWanderlust

Broke Saward er búin að ferðast um heiminn samfleytt síðan 2013. Hún er með æðislegan stíl og myndirnar hennar einkennast af nýjasta tískufatnaðnum, girnilegum mat og ferðamyndum. Brooke ferðast á eigin vegum en hún er orðinn snillingur í að ná skotum af sjálfri sér með þrífót og myndavél. Fylgstu með þar sem Broke hoppar upp í einkaþotur og gistir á helstu lúxushótelunum. Fylgstu með henni í gegnum linsuna og upplifðu fallegustu staði heims.

@muradosmann

Murad Osmann er frábær ljósmyndari sem ferðast um heiminn með stórglæsilegu kærustunni sinni og fyrirsætunni: Nataly Zakharova. Hann byrjaði “Follow me” trendið á Instagram árið 2011 þegar hann var á Barcelona í fríi, núna er hann með yfir 2 milljónir fylgjenda og er búinn að gefa út bók. Hver myndi ekki vilja draga sig um fallegustu staði heims?

@youngadventuress

Young Adventuress eða Liz Carlson er náttúrubarn og yndisleg stelpa frá Bandaríkjunum. Hún uppgötvaði ferðaþránna sem bjó innra með henni þegar hún var í skóla á Spáni í 2 ár. Eftir það var ekki aftur snúið og hefur hún ferðast víða um heiminn, meðal annars til Íslands. Eins og er býr hún þó í Nýja-Sjálandi og því eru flest hennar skot þaðan. Liz elskar að eyða tíma úti í náttúrunni, klífa fjöll og kayaka. Hún tekur dúndur ljósmyndir sem eiga eftir að fá þig til að bóka flug til Nýja-Sjálands ekki seinna en á morgun!

@theplanetd

Dave og Deb eru par á miðjum aldri sem hafa gert ferðalög að lífstílnum sínum. Hver segir að maður þurfi að festa rætur, kaupa hús og skuldsetja sig? Þetta par mun veita þér innsýn inn í líf þeirra sem einkennist af ævintýrum á nýjum stöðum um allan heim. Þau hafa fengið ótal verðlaun fyrir myndirnar sínar og verið valin bestu ferðaljósmyndarar af Yahoo Travel, USA Today og fleirum. Enda kemur það kannski ekkert á óvart, myndirnar þeirra eru magnaðar!

Jay Alvarrez er ungur drengur sem elskar ekkert meira en að ferðast um heiminn með kærustunni sinni Alexis Rene. Jay er afburðar ljósmyndari og adrenalínfíkill. Hann nýtur þess að taka strandardaga með sinni heittelskuðu en inn á milli hoppar hann úr þyrlu á ferð. Kærustuparið fjármagnar ferðalögin sín nokkuð auðveldlega en þau eru bæði þekktar fyrirsætur úr tískubransanum. Myndirnar þeirra eru oft á tíðum heldur nánar, en hey? hver myndi ekki vilja að sumarfrís-myndirnar sínar litu svona vel út?

@sjanaelise

Sjana er algjör jógagyðja og hún finnur sér flottustu staði heims til að iðka áhugamálið. Hún leggur mikið upp úr því að iðka íþróttir og hugleiðslu. Myndirnar hennar einkennast af fallegum jóga-pósum, girnilegum mat og hvítum ströndum.

Og smá BÓNUS…..

@asasteinars

Fyrir þá sem vilja fylgjast með ferðalaginu mínu 2015, þá reyni ég eftir besta getu að leyfa fólki að fá innsýn í mismunandi menningarheima í gegnum linsuna. Ég er með bilaðan áhuga á ljósmyndun, fólki og nýjum stöðum. Nýjustu myndirnar mínar tilheyra dvöl minni í Íran. Óman, Dubai, Tyrklandi, Sri Lanka, Indlandi, Kuala Lumpur og nýjustu verða frá Japan. Ég reyni að veita fólki innblástur til þess að ferðast og uppgöta “óhefðbundna” staði. Fylgstu með! 🙂 


 

About The Author

Ása Steinarsdóttir
Ritstjóri og færsluhöfundur

Ása er ein af þremur eigendum Gekkó og rekur einnig ferðabloggið FromIceToSpice Ása er þekkt fyrir að flakka um allan heim og grípa ótrúlegustu augnablikin á filmu, hvort sem það er í ævintýraferð í Mongólíu eða af náttúruperlum Íslands.

Related Posts

Skildu eftir skilaboð

Póstfangið þitt verður ekki birt opinberlega

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.